Í landi tækifæranna Inga Sæland skrifar 9. júní 2023 09:30 Aldrei hef ég upplifað eins mikið vonleysi og sorg í samfélaginu okkar og aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að ráðherraherinn sem á að vera brjóstvörn allra landsmanna, skuli einungis vera skjöldur og hlíf fyrir þá sem allt eiga. Fyrir þá sem þurfa ekki á hjálp þeirra að halda enda standa það vel fjárhagslega að þau taka varla eftir því að okurvextir og óðaverðbólga æði hér um samfélagið sem eldur um akur. Nei, þessi ríkisstjórn hefur stungið fingrunum í eyrun og kosið að túlka neyðarópin frá þeim sem eru að bugast sem gleðióp þeirra sem hafa það að meðaltali alveg rosalega gott. Hver þekkir ekki möntruna um að hér drjúpi smjör af hverju strái af því að OECD segir það. Já, að meðaltali hafa Íslendingar það algjörlega frábært, þar sem kaupmáttur hefur aldrei verið meiri og laun aldrei hærri? Ráðamenn keppast hver í kapp við annan við að reyna að telja fátæku fólki trú um að víst hafi þau það verulega gott. Þetta er jú land tækifæranna. Þvílík hræsni. Ég kvíði því að skoða pósthólfið mitt hvern einasta dag þar sem tugir bréfa bíða mín frá fátæku fólki í neyð. Póstur eins og: Nú er 1. júní og ég á bara 2.000 kr. til að lifa af út mánuðinn og ég er einungis búinn að greiða húsaleiguna mína. Eða: Ég get ekki meir, ég er bugaður maður. Eða: Ég á ekki fyrir mat handa börnunum mínum. Ef það væri ekki fyrir hjálparstofnanir og ölmusu sem ég þigg annars staðar frá þá myndum við svelta hér heilu hungri í „landi tækifæranna.“ Ráðamenn sitja í fílabeinsturni sínum og strá af og til örlítilli mylsnu af allsnægtaborði sínu yfir hópinn sem drukknandi hrópar á hjálp. En það bólar ekki á raunverulegum aðgerðum til að vinna gegn verðbólgunni í baráttunni gegn örbirgð, í baráttunni gegn vaxandi fátækt. Á síðastliðnum sex árum hefur fátækt íslenskra barna vaxið úr 9,1% í 13,1%. Hvorki meira né minna en á síðastliðnum sex árum í landi tækifæranna hefur fátækt íslenskra barna vaxið um 44%. Hver hefði trúað því? Flokkur fólksins hefur lagt fram tugir þingsályktana og frumvarpa sem hefðu ekki aðeins útrýmt sárri fátækt heldur komið í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir í samfélaginu í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Sem dæmi má nefna afnám verðtrygingar, leigubremsu/leiguþak, húsnæðisliðinn úr vísitölu, hækkun á lágmarksframfærslu í 400 þús. kr. skatta og skerðingalaust. Öllum okkar málum sturtað í ruslið af ríkisstjórninni. Skilaboð stjórnvalda eru skýr, við ætlum að skila auðu og erum farin í sumarfrí. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Aldrei hef ég upplifað eins mikið vonleysi og sorg í samfélaginu okkar og aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að ráðherraherinn sem á að vera brjóstvörn allra landsmanna, skuli einungis vera skjöldur og hlíf fyrir þá sem allt eiga. Fyrir þá sem þurfa ekki á hjálp þeirra að halda enda standa það vel fjárhagslega að þau taka varla eftir því að okurvextir og óðaverðbólga æði hér um samfélagið sem eldur um akur. Nei, þessi ríkisstjórn hefur stungið fingrunum í eyrun og kosið að túlka neyðarópin frá þeim sem eru að bugast sem gleðióp þeirra sem hafa það að meðaltali alveg rosalega gott. Hver þekkir ekki möntruna um að hér drjúpi smjör af hverju strái af því að OECD segir það. Já, að meðaltali hafa Íslendingar það algjörlega frábært, þar sem kaupmáttur hefur aldrei verið meiri og laun aldrei hærri? Ráðamenn keppast hver í kapp við annan við að reyna að telja fátæku fólki trú um að víst hafi þau það verulega gott. Þetta er jú land tækifæranna. Þvílík hræsni. Ég kvíði því að skoða pósthólfið mitt hvern einasta dag þar sem tugir bréfa bíða mín frá fátæku fólki í neyð. Póstur eins og: Nú er 1. júní og ég á bara 2.000 kr. til að lifa af út mánuðinn og ég er einungis búinn að greiða húsaleiguna mína. Eða: Ég get ekki meir, ég er bugaður maður. Eða: Ég á ekki fyrir mat handa börnunum mínum. Ef það væri ekki fyrir hjálparstofnanir og ölmusu sem ég þigg annars staðar frá þá myndum við svelta hér heilu hungri í „landi tækifæranna.“ Ráðamenn sitja í fílabeinsturni sínum og strá af og til örlítilli mylsnu af allsnægtaborði sínu yfir hópinn sem drukknandi hrópar á hjálp. En það bólar ekki á raunverulegum aðgerðum til að vinna gegn verðbólgunni í baráttunni gegn örbirgð, í baráttunni gegn vaxandi fátækt. Á síðastliðnum sex árum hefur fátækt íslenskra barna vaxið úr 9,1% í 13,1%. Hvorki meira né minna en á síðastliðnum sex árum í landi tækifæranna hefur fátækt íslenskra barna vaxið um 44%. Hver hefði trúað því? Flokkur fólksins hefur lagt fram tugir þingsályktana og frumvarpa sem hefðu ekki aðeins útrýmt sárri fátækt heldur komið í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir í samfélaginu í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Sem dæmi má nefna afnám verðtrygingar, leigubremsu/leiguþak, húsnæðisliðinn úr vísitölu, hækkun á lágmarksframfærslu í 400 þús. kr. skatta og skerðingalaust. Öllum okkar málum sturtað í ruslið af ríkisstjórninni. Skilaboð stjórnvalda eru skýr, við ætlum að skila auðu og erum farin í sumarfrí. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar