„Mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni“ Íris Hauksdóttir skrifar 9. júní 2023 11:35 Vera Design og Kraftur styrktarfélag krabbameinssjúkra tóku höndum saman með nýrri skartgripalínu. Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra tók nýverið höndum saman við skartgripalínuna Vera Design. Í kjölfarið hannaði Vera Design nýja fallega skartgripalínu fyrir Kraft og mun allur ágóði renna til félagsins. Tíu ár eru síðan Íris Björk Tanja Jónsdóttir eigandi Vera Design stofnaði fyrirtækið sem hefur dafnað vel síðan þá. Það var svo í byrjun þessa árs sem Írisi barst tölvupóstur frá Krafts konum varðandi samstarf. „Æðruleysisbænin, hringurinn, er með fyrstu gripunum sem Vera Design kom með á markað, hafði vakið athygli þeirra. Þess vegna leituðu þær til okkar með hönnun á nýrri línu fyrir Kraft. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni,“ segir Íris og heldur áfram. „Þetta er mikilvægt á svo margan hátt. Gefa allan ágóða sölunnar Vera Design hannar skartgripi sem eru tímalausir og hafa merkingu. Það er boðskapur í allri hönunninni, og þannig passar það mjög vel inn í heim Vera Design að vera með línu með svo mikilvægum skilaboðum „LÍFIÐ ER NÚNA“ sem á við alla alltaf. Svo ekki sé talað um að fá að taka þátt í að styrkja þessi mikilvægu samtök sem styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Einstakur skartgripur með kraftmiklum boðskap Þar sem um góðgerðarmálefni er að ræða segir Íris að aldrei hafi komið annað til greina en að gefa allan ágóða sölunnar. „Ég sé þetta sem fallegt verkefni ætlað til þess að styðja við einstaklinga sem herja erfiða baráttu við sjúkdóm sem tekur gríðarlega á alla sem standa nálægt.“ Íris Björk Tanja stofandi og eigandi Vera Design ásamt Ingu Dóru sem gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Hún hefur víðtæka reynslu úr skartgripageiranum.aðsend Línuna hannaði Íris með það í hug að um tímalaust skart væri að ræða. „Að mínu mati er mikilvægast að boðskapurinn fái að njóta sín og að hægt sé að nota skartið á nokkra vegu. Það hefur verið áhersla hjá Vera Design frá upphafi. Henta við öll tækifæri Það eru þrjár útgáfur af armböndum og hálsmenin koma með tveimur hálsfestum, silfur og leðuról sem hægt er að nota á nokkra vegu. Öll línan er úr 925 sterling silfri og kemur bæði rhodiun húðuð og með 18k gull húð. Útkoman er algjörlega geggjuð og við erum mjög stoltar af þessari vörulínu. Skartið hentar fyrir alla og skilaboðin komast áleiðis, bæði fyrir þann sem ber skartið sem og hina sem berja það augum.“ Vera Design er með tæplega þrjátíu útsölustaði um land allt og tekur Íris það fram að algjört gagnsæi sé á sölu og ágóða verkefnis. „Það skiptir okkur miklu máli að það sé engin milliliður í innheimtu á sölu línunnar,“ segir Íris að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skartgripalínuna hér. Tíska og hönnun Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Tíu ár eru síðan Íris Björk Tanja Jónsdóttir eigandi Vera Design stofnaði fyrirtækið sem hefur dafnað vel síðan þá. Það var svo í byrjun þessa árs sem Írisi barst tölvupóstur frá Krafts konum varðandi samstarf. „Æðruleysisbænin, hringurinn, er með fyrstu gripunum sem Vera Design kom með á markað, hafði vakið athygli þeirra. Þess vegna leituðu þær til okkar með hönnun á nýrri línu fyrir Kraft. Það er mikill heiður að vera treyst fyrir svona stóru verkefni,“ segir Íris og heldur áfram. „Þetta er mikilvægt á svo margan hátt. Gefa allan ágóða sölunnar Vera Design hannar skartgripi sem eru tímalausir og hafa merkingu. Það er boðskapur í allri hönunninni, og þannig passar það mjög vel inn í heim Vera Design að vera með línu með svo mikilvægum skilaboðum „LÍFIÐ ER NÚNA“ sem á við alla alltaf. Svo ekki sé talað um að fá að taka þátt í að styrkja þessi mikilvægu samtök sem styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Einstakur skartgripur með kraftmiklum boðskap Þar sem um góðgerðarmálefni er að ræða segir Íris að aldrei hafi komið annað til greina en að gefa allan ágóða sölunnar. „Ég sé þetta sem fallegt verkefni ætlað til þess að styðja við einstaklinga sem herja erfiða baráttu við sjúkdóm sem tekur gríðarlega á alla sem standa nálægt.“ Íris Björk Tanja stofandi og eigandi Vera Design ásamt Ingu Dóru sem gekk til liðs við fyrirtækið á síðasta ári. Hún hefur víðtæka reynslu úr skartgripageiranum.aðsend Línuna hannaði Íris með það í hug að um tímalaust skart væri að ræða. „Að mínu mati er mikilvægast að boðskapurinn fái að njóta sín og að hægt sé að nota skartið á nokkra vegu. Það hefur verið áhersla hjá Vera Design frá upphafi. Henta við öll tækifæri Það eru þrjár útgáfur af armböndum og hálsmenin koma með tveimur hálsfestum, silfur og leðuról sem hægt er að nota á nokkra vegu. Öll línan er úr 925 sterling silfri og kemur bæði rhodiun húðuð og með 18k gull húð. Útkoman er algjörlega geggjuð og við erum mjög stoltar af þessari vörulínu. Skartið hentar fyrir alla og skilaboðin komast áleiðis, bæði fyrir þann sem ber skartið sem og hina sem berja það augum.“ Vera Design er með tæplega þrjátíu útsölustaði um land allt og tekur Íris það fram að algjört gagnsæi sé á sölu og ágóða verkefnis. „Það skiptir okkur miklu máli að það sé engin milliliður í innheimtu á sölu línunnar,“ segir Íris að lokum. Áhugasamir geta kynnt sér skartgripalínuna hér.
Tíska og hönnun Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira