Áhyggjur vaxa í takt við aukið koffínmagn orkudrykkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2023 11:42 Á meðan Prime Hydration er koffínlaus inniheldur Prime Energy 200 milligrömm af koffíni. Getty/Mike Kemp Áhyggjur eru uppi af mikilli koffínneyslu ungmenna en svokallaðir „orkudrykkir“ sem hafa ratað á markað á síðustu árum innihalda jafn mikið koffín eða meira koffín og tveir kaffibollar eða sex dósir af hefðbundnum gosdrykk. „Stuttu eftir að hafa drukkið þá, þá leituðu nemendur til heilsuþjónustunnar og sögðu að þeim liði ekki vel og að hjartað þeirra væri á fullu,“ segir Rebecca Brown, yfirmaður heilbrigðisþjónustu skólaumdæmisins í Wilmington í Massacusetts, um orkudrykkina Prime Energy. New York Times fjallar ítarlega um málið en í umfjöllun miðilsins segir meðal annars að dós af Prime Energy innihaldi um 200 milligrömm af koffíni, sem er hálfur ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna. Magnið samsvarar tveimur Red Bull orkudrykkjum, sem voru með þeim fyrstu sem komu á markað, tveimur kaffibollum eða sex dósum af Coca Cola. Þess ber að geta að tvær útgáfur eru til af Prime, sem er meðal annars í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar Logan Paul; Energy í dósum og Hydration í flöskum. Hydration er koffínlaus. Bráðalæknirinn Ryan Stanton segir að á sínum tíma hefðu allir talið að Red Bull væri toppurinn þegar kæmi að koffínmagni í orkudrykk en nú séu að koma á markað drykkir sem innihalda tvisvar til þrisvar sinnum meira koffínmagn. Sjálfur segist hann hafa tekið á móti ungmennum á sjúkrahúsinu þar sem hann starfar sem kvarta um kvíða og of hraðan hjartslátt, ekki síst í prófatíð. Eins og fyrr segir er ráðlagður dagskammtur af koffíni fyrir fullorðna 400 milligrömm og 100 milligrömm fyrir börn á aldrinum 12 til 18 en börn undir 12 ára eiga ekki að neita koffíns yfir höfuð. Sum skólaumdæmi í Bandaríkjunum hafa bannað sölu og dreifingu koffíndrykkja til grunnskólanema en yfirleitt er ekki bannað að taka þá með í skólann. Þeir sem hafa gagnrýnt takmarkanirnar benda hins vegar meðal annars á að kaffidrykkur á Starbucks getur innihaldið allt að 265 milligrömm af koffíni. Börn og uppeldi Heilsa Heilbrigðismál Drykkir Orkudrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Stuttu eftir að hafa drukkið þá, þá leituðu nemendur til heilsuþjónustunnar og sögðu að þeim liði ekki vel og að hjartað þeirra væri á fullu,“ segir Rebecca Brown, yfirmaður heilbrigðisþjónustu skólaumdæmisins í Wilmington í Massacusetts, um orkudrykkina Prime Energy. New York Times fjallar ítarlega um málið en í umfjöllun miðilsins segir meðal annars að dós af Prime Energy innihaldi um 200 milligrömm af koffíni, sem er hálfur ráðlagður dagskammtur fyrir fullorðna. Magnið samsvarar tveimur Red Bull orkudrykkjum, sem voru með þeim fyrstu sem komu á markað, tveimur kaffibollum eða sex dósum af Coca Cola. Þess ber að geta að tvær útgáfur eru til af Prime, sem er meðal annars í eigu samfélagsmiðlastjörnunnar Logan Paul; Energy í dósum og Hydration í flöskum. Hydration er koffínlaus. Bráðalæknirinn Ryan Stanton segir að á sínum tíma hefðu allir talið að Red Bull væri toppurinn þegar kæmi að koffínmagni í orkudrykk en nú séu að koma á markað drykkir sem innihalda tvisvar til þrisvar sinnum meira koffínmagn. Sjálfur segist hann hafa tekið á móti ungmennum á sjúkrahúsinu þar sem hann starfar sem kvarta um kvíða og of hraðan hjartslátt, ekki síst í prófatíð. Eins og fyrr segir er ráðlagður dagskammtur af koffíni fyrir fullorðna 400 milligrömm og 100 milligrömm fyrir börn á aldrinum 12 til 18 en börn undir 12 ára eiga ekki að neita koffíns yfir höfuð. Sum skólaumdæmi í Bandaríkjunum hafa bannað sölu og dreifingu koffíndrykkja til grunnskólanema en yfirleitt er ekki bannað að taka þá með í skólann. Þeir sem hafa gagnrýnt takmarkanirnar benda hins vegar meðal annars á að kaffidrykkur á Starbucks getur innihaldið allt að 265 milligrömm af koffíni.
Börn og uppeldi Heilsa Heilbrigðismál Drykkir Orkudrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira