Bjarni boðar ráðherraskipti á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2023 11:00 Bjarni Benediktsson segir ekkert óvænt í pípunum varðandi ráðherraskipti. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verði ráðherra á allra næstu dögum. Hann segir ekki óvæntra tíðinda að vænta þegar kemur að ráðherraskiptum. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt til leiks þann 28. nóvember 2021 að loknum alþingiskosningum. Þá kom fram að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eftir átján mánuði í starfi. Einhver skjálfti hefur verið meðal Sjálfstæðisfólks í Suðurkjördæmi um að Bjarni stæði ekki við gefin loforð, sem hann ítrekaði þó í Pallborðinu á Vísir í nóvember síðastliðnum. Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að honum fyndist ekkert sniðugt að skipta um hest í miðri á. Guðrún Hafsteinsdóttir tjáði Vísi í morgun að hún hefði ekkert heyrt frá formanninum um skipulagsbreytingar sem væru tímabærar. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að Bjarni ætti að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Staða Sjálfstæðisflokksins var hvergi sterkari en í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en staða flokksins í kjördæminu hefur verið sterk um árabil. Bjarni var spurður út í kröfuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Hún er bara sjálfsögð og ég bara óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með góðan stuðning úr kjördæminu. Fyrir mér hefur nákvæmlega ekkert breyst. Mörgum finnst sem átján mánuðir hafa verið lengi að líða. Það er fyrst núna sem þeir eru liðnir. Þess vegna er komið að því að Guðrún komi inn í ríkisstjórnina,“ segir Bjarni. Það muni ekki gerast í dag en á næstu dögum. „Nei, það er auðvitað augljóst að til þess að ráðherraskipti eigi sér stað þarf að kalla til ríkisráðs fundar. Gæti orðið í þessum mánuði.“ Bjarni sagði í Pallborðinu í nóvember að Guðrún færi í dómsmálaráðuneytið og ekki stæði til að flytja Jón til í ráðherraembætti. Hann ætli að ræða við þingflokkinn og svo við fjölmiðla eftir að niðurstaða liggi fyrir um tillögu hans til flokksins. „Ég held það verði engin óvænt tíðindi varðandi ráðherraskipti hjá okkur. Það er dagaspursmál hvenær að því verður komin.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans staddir erlendis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt til leiks þann 28. nóvember 2021 að loknum alþingiskosningum. Þá kom fram að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eftir átján mánuði í starfi. Einhver skjálfti hefur verið meðal Sjálfstæðisfólks í Suðurkjördæmi um að Bjarni stæði ekki við gefin loforð, sem hann ítrekaði þó í Pallborðinu á Vísir í nóvember síðastliðnum. Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að honum fyndist ekkert sniðugt að skipta um hest í miðri á. Guðrún Hafsteinsdóttir tjáði Vísi í morgun að hún hefði ekkert heyrt frá formanninum um skipulagsbreytingar sem væru tímabærar. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að Bjarni ætti að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Staða Sjálfstæðisflokksins var hvergi sterkari en í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en staða flokksins í kjördæminu hefur verið sterk um árabil. Bjarni var spurður út í kröfuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Hún er bara sjálfsögð og ég bara óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með góðan stuðning úr kjördæminu. Fyrir mér hefur nákvæmlega ekkert breyst. Mörgum finnst sem átján mánuðir hafa verið lengi að líða. Það er fyrst núna sem þeir eru liðnir. Þess vegna er komið að því að Guðrún komi inn í ríkisstjórnina,“ segir Bjarni. Það muni ekki gerast í dag en á næstu dögum. „Nei, það er auðvitað augljóst að til þess að ráðherraskipti eigi sér stað þarf að kalla til ríkisráðs fundar. Gæti orðið í þessum mánuði.“ Bjarni sagði í Pallborðinu í nóvember að Guðrún færi í dómsmálaráðuneytið og ekki stæði til að flytja Jón til í ráðherraembætti. Hann ætli að ræða við þingflokkinn og svo við fjölmiðla eftir að niðurstaða liggi fyrir um tillögu hans til flokksins. „Ég held það verði engin óvænt tíðindi varðandi ráðherraskipti hjá okkur. Það er dagaspursmál hvenær að því verður komin.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans staddir erlendis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira