Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2023 11:43 Hér má sjá auglýsingu þar sem Seltjarnarnesbær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti sem sætti sig við ýmislegt. Auglýsingin er þó runnin undan rifjum BSRB, ekki Seltjarnarnesbæjar. BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélega. Þar kemur fram að undanfarnar vikur hafi BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir „ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.“ „Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum,“ segir í tilkynningunni. Óska eftir meðvirkum starfskröftum Um er að ræða auglýsingar sem settar eru fram í nafni þeirra sveitarfélaga sem BSRB stendur nú í kjaraviðræðum við. Þær hafa meðal annars birst á stjórum auglýsingaskjám víðs vegar um landið, en þar er látið sýnast sem sveitarfélögin óski eftir meðvirkum eða nægjusömum starfskröftum sem sætti sig við að sumir fái launahækkanir, en aðrir ekki. Krafa BSRB er einmitt sú að félagsmenn sínir fái sömu laun og félagsmenn annarra stéttarfélaga sem vinna sömu störf. Í síðasta mánuði lýsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mikilli óánægju með auglýsingarnar. Sagðist hann telja að auglýsingarnar væru ólöglegar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram nú. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi margoft rætt við stjórn BSRB um að láta af birtingu og dreifingu auglýsinganna. „Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Stéttarfélög Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélega. Þar kemur fram að undanfarnar vikur hafi BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir „ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.“ „Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum,“ segir í tilkynningunni. Óska eftir meðvirkum starfskröftum Um er að ræða auglýsingar sem settar eru fram í nafni þeirra sveitarfélaga sem BSRB stendur nú í kjaraviðræðum við. Þær hafa meðal annars birst á stjórum auglýsingaskjám víðs vegar um landið, en þar er látið sýnast sem sveitarfélögin óski eftir meðvirkum eða nægjusömum starfskröftum sem sætti sig við að sumir fái launahækkanir, en aðrir ekki. Krafa BSRB er einmitt sú að félagsmenn sínir fái sömu laun og félagsmenn annarra stéttarfélaga sem vinna sömu störf. Í síðasta mánuði lýsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mikilli óánægju með auglýsingarnar. Sagðist hann telja að auglýsingarnar væru ólöglegar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram nú. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi margoft rætt við stjórn BSRB um að láta af birtingu og dreifingu auglýsinganna. „Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Stéttarfélög Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira