Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-5 | Valsmenn kjöldrógu nýliðana Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. júní 2023 20:30 Valur sýndi sparihliðarnir í Kórnum. Vísir/Hulda Margrét HK fékk Val í heimsókn í Kórinn í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá léku gestirnir frá Hlíðarenda á alsoddi í síðari hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Lokatölur 0-5. HK kom inn í leikinn með fjögur töp í röð á bakinu en þeirra stærsta tap var í síðasta leik gegn ÍBV út í Eyjum, 3-0 lokatölur þar. Valsmenn komu einnig inn í leikinn á litlu skriði, aðeins einn sigur í síðustu fimm leikjum á þeim bænum. Eitthvað varð því undan að láta í Kórnum. HK byrjaði leikinn af krafti og fengu úrvalsfæri eftir aðeins 40 sekúndur. Birkir Valur Jónsson átti þá fyrirgjöf sem Eyþór Aron Wöhler náði að koma í átt að marki af stuttu færi. Frederik Schram þó vandanum vaxinn og varði í horn. Heimamenn fengu annan séns á 18. mínútu til að komast yfir þegar Arnþór Ari Atlason fékk algjört dauðafæri einn gegn Frederik Schram en aftur varði Frederik. Aðeins tveimur mínútum síðar fengu HK-ingar þetta allt í bakið. Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk þá boltann úti á hægri kantinum og keyrði á vörn HK. Tryggvi Hrafn kom sér á hægri fótinn og setti hann niður í hægra hornið. Frábært mark en hægt að setja spurningarmerki bæði við varnarmenn HK sem og Arnar Frey í marki HK. Valsmennstýrðu öllu sem fram fór á vellinum eftir markið og áttu heimamenn í vök að verjast þar sem Valsmenn þjörmuðu að þeim úr öllum áttum. Staðan 0-1 í hálfleik og heimamenn sennilega svekktir að vera ekki búnir að koma boltanum allavega einu sinni í markið. Valsmenn komu tví- ef ekki þríefldir inn í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk á fyrst korteri síðari hálfleiksins. Aron Jóhannsson skoraði fyrsta markið af þessum þrem mörkum úr miðjum teignum eftir frábært samspil Adams Ægis og Birkis Más upp hægri kantinn. Næsta mark kom beint úr aukaspyrnu frá hinum sparkvissa Tryggva Hrafni, mark af dýrari gerðinni. Fjórða mark Vals kom svo á sextugustu mínútu þegar Patrick Pedersen kom boltanum í netið af stuttu færi eftir skot sem fór af varnarmanni og datt fyrir fætur Danans. Patrick sem kom inn á í hálfleik var ekki hættur þarna en hann skoraði fimmta mark Valsmanna einnig. Danski markaskorarinn gaf þá stungusendingu á Tryggva Hrafn sem var kominn einn gegn markverði HK en í stað þess að skjóta og fullkomna þrennu sína renndi hann boltanum á Patrick sem gat ekki annað en skorað í autt markið. Hans 9. mark gegn HK í aðeins sex leikjum. Staðan 0-5 og enn þá rúmt korter eftir af leiknum. Leikurinn fjaraði þó út eftir þetta mark og bæði lið sátt með að spila út leikinn úr því sem komið var. Af hverju vann Valur? Fótboltaleg gæði í þessu Valsliði eru rosaleg. HK-ingar áttu í stökustu vandræðum með alla sóknarmenn Vals í þessum leik sem sundurspiluðu HK í upphafi síðari hálfleiks sem á endanum skar úr um, og vel það, hvar sigurinn myndi enda í Kórnum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Valsliðið í heild í raun og veru. Frederik Schram varði öll dauðafæri HK-inga í upphafi leiks og varnarmenn Vals héldu svo sóknarmönnum HK víðs fjarri marki sínu eftir það. Sóknarmenn Vals léku svo loks á alsoddi sem skilaði sér í fimm skoruðum mörkum. Ef það ætti þó að taka einn mann út fyrir sviga var það Tryggvi Hrafn Haraldsson sem braut ísinn í leiknum með frábæru einstaklingsframtaki. Ofan á það skoraði hann mark úr aukaspyrnu og lagði upp síðasta mark leiksins. Ofurframmistaða. Hvað gekk illa? Síðari hálfleikurinn hjá leikmönnum HK var agalegur. Leikurinn tapaðist á fyrsta korterinu í síðari hálfleik þar sem ekki stóð steinn yfir steini í leik liðsins. Einnig má nefna færanýtingu liðsins í stöðunni 0-0 en leikurinn hefði spilast allt öðruvísi þá ef heimamenn hefðu verið kaldari í færunum sínum. Hvað gerist næst? Nú tekur við tæplega tveggja vikna langt landsleikjahlé í Bestu deildinni. Í þessu hléi mun íslenska karlalandsliðið mæta Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli. Næsta umferð Bestu deildarinnar hefst 23. Júní. Allt of létt og andlaust og lélegt þetta korter Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét „Ég hreinlega veit það ekki. Við bara komum ömurlegir út úr hálfleiknum, fyrsta korterið þarna í seinni hálfleiknum bara skelfilegt. Leikurinn algjörlega game-over eftir það korter. Ég bara átta mig ekki á því hvernig þetta getur gerst,“ sagði niðurlútur þjálfari HK, Ómar Ingi Guðmundsson, aðspurður út í spilamennsku liðs síns gegn Val. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn, við fáum þrjú fín færi og vorum bara þéttir og spiluðum nokkuð góðan varnarleik í fyrri hálfleik. Það var engin neikvæði inn í klefa eftir fyrri hálfleikinn. Auðvitað þetta skot frá Tryggva Hrafni sem kemur þeim í 1-0 í fyrri hálfleik en annað en það þá fannst mér við fá fína sénsa til að skora. Við hefðum bara átt að skora ef allt hefði verið eðlilegt,“ sagði Ómar Ingi um frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik. Valur skoraði þrjú mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks sem skar algjörlega úr um úrslit leiksins í Kórnum. „Þetta korter bara skemmir þetta og við höfum ekkert efni á að spila svona korter á neinum tímapunkti í sumar. Þetta var bara allt of létt og andlaust og lélegt þetta korter og þá er leikurinn bara handónýtur.“ Nú er hin hefðbundna deildarkeppni hálfnuð og HK með 13 stig. Aðspurður hvernig fyrri hlutinn hefur verið að mati Ómars Inga og hvernig síðari hlutinn lítur við honum hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ekki verið að koma stig að undanförnu en byrjunin var góð og ég veit ekki hvort að menn hafi átt inni fyrir því að hvíla sig aðeins. Þrettán stig eftir fyrri umferðina bara allt í lagi. Síðustu leikir, sérstaklega gegn FH og ÍBV, þá hefði ég viljað gera töluvert betur í þeim tveim. Við eigum þó seinni hlutann eftir af þessari venjulegu deildarkeppni eftir og við þurfum að gera í það minnsta jafnvel og mjög líklega betur í næstu ellefu leikjum heldur en við náðum í fyrri hlutanum,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Besta deild karla Valur HK Fótbolti Íslenski boltinn
HK fékk Val í heimsókn í Kórinn í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá léku gestirnir frá Hlíðarenda á alsoddi í síðari hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Lokatölur 0-5. HK kom inn í leikinn með fjögur töp í röð á bakinu en þeirra stærsta tap var í síðasta leik gegn ÍBV út í Eyjum, 3-0 lokatölur þar. Valsmenn komu einnig inn í leikinn á litlu skriði, aðeins einn sigur í síðustu fimm leikjum á þeim bænum. Eitthvað varð því undan að láta í Kórnum. HK byrjaði leikinn af krafti og fengu úrvalsfæri eftir aðeins 40 sekúndur. Birkir Valur Jónsson átti þá fyrirgjöf sem Eyþór Aron Wöhler náði að koma í átt að marki af stuttu færi. Frederik Schram þó vandanum vaxinn og varði í horn. Heimamenn fengu annan séns á 18. mínútu til að komast yfir þegar Arnþór Ari Atlason fékk algjört dauðafæri einn gegn Frederik Schram en aftur varði Frederik. Aðeins tveimur mínútum síðar fengu HK-ingar þetta allt í bakið. Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk þá boltann úti á hægri kantinum og keyrði á vörn HK. Tryggvi Hrafn kom sér á hægri fótinn og setti hann niður í hægra hornið. Frábært mark en hægt að setja spurningarmerki bæði við varnarmenn HK sem og Arnar Frey í marki HK. Valsmennstýrðu öllu sem fram fór á vellinum eftir markið og áttu heimamenn í vök að verjast þar sem Valsmenn þjörmuðu að þeim úr öllum áttum. Staðan 0-1 í hálfleik og heimamenn sennilega svekktir að vera ekki búnir að koma boltanum allavega einu sinni í markið. Valsmenn komu tví- ef ekki þríefldir inn í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk á fyrst korteri síðari hálfleiksins. Aron Jóhannsson skoraði fyrsta markið af þessum þrem mörkum úr miðjum teignum eftir frábært samspil Adams Ægis og Birkis Más upp hægri kantinn. Næsta mark kom beint úr aukaspyrnu frá hinum sparkvissa Tryggva Hrafni, mark af dýrari gerðinni. Fjórða mark Vals kom svo á sextugustu mínútu þegar Patrick Pedersen kom boltanum í netið af stuttu færi eftir skot sem fór af varnarmanni og datt fyrir fætur Danans. Patrick sem kom inn á í hálfleik var ekki hættur þarna en hann skoraði fimmta mark Valsmanna einnig. Danski markaskorarinn gaf þá stungusendingu á Tryggva Hrafn sem var kominn einn gegn markverði HK en í stað þess að skjóta og fullkomna þrennu sína renndi hann boltanum á Patrick sem gat ekki annað en skorað í autt markið. Hans 9. mark gegn HK í aðeins sex leikjum. Staðan 0-5 og enn þá rúmt korter eftir af leiknum. Leikurinn fjaraði þó út eftir þetta mark og bæði lið sátt með að spila út leikinn úr því sem komið var. Af hverju vann Valur? Fótboltaleg gæði í þessu Valsliði eru rosaleg. HK-ingar áttu í stökustu vandræðum með alla sóknarmenn Vals í þessum leik sem sundurspiluðu HK í upphafi síðari hálfleiks sem á endanum skar úr um, og vel það, hvar sigurinn myndi enda í Kórnum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Valsliðið í heild í raun og veru. Frederik Schram varði öll dauðafæri HK-inga í upphafi leiks og varnarmenn Vals héldu svo sóknarmönnum HK víðs fjarri marki sínu eftir það. Sóknarmenn Vals léku svo loks á alsoddi sem skilaði sér í fimm skoruðum mörkum. Ef það ætti þó að taka einn mann út fyrir sviga var það Tryggvi Hrafn Haraldsson sem braut ísinn í leiknum með frábæru einstaklingsframtaki. Ofan á það skoraði hann mark úr aukaspyrnu og lagði upp síðasta mark leiksins. Ofurframmistaða. Hvað gekk illa? Síðari hálfleikurinn hjá leikmönnum HK var agalegur. Leikurinn tapaðist á fyrsta korterinu í síðari hálfleik þar sem ekki stóð steinn yfir steini í leik liðsins. Einnig má nefna færanýtingu liðsins í stöðunni 0-0 en leikurinn hefði spilast allt öðruvísi þá ef heimamenn hefðu verið kaldari í færunum sínum. Hvað gerist næst? Nú tekur við tæplega tveggja vikna langt landsleikjahlé í Bestu deildinni. Í þessu hléi mun íslenska karlalandsliðið mæta Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli. Næsta umferð Bestu deildarinnar hefst 23. Júní. Allt of létt og andlaust og lélegt þetta korter Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét „Ég hreinlega veit það ekki. Við bara komum ömurlegir út úr hálfleiknum, fyrsta korterið þarna í seinni hálfleiknum bara skelfilegt. Leikurinn algjörlega game-over eftir það korter. Ég bara átta mig ekki á því hvernig þetta getur gerst,“ sagði niðurlútur þjálfari HK, Ómar Ingi Guðmundsson, aðspurður út í spilamennsku liðs síns gegn Val. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn, við fáum þrjú fín færi og vorum bara þéttir og spiluðum nokkuð góðan varnarleik í fyrri hálfleik. Það var engin neikvæði inn í klefa eftir fyrri hálfleikinn. Auðvitað þetta skot frá Tryggva Hrafni sem kemur þeim í 1-0 í fyrri hálfleik en annað en það þá fannst mér við fá fína sénsa til að skora. Við hefðum bara átt að skora ef allt hefði verið eðlilegt,“ sagði Ómar Ingi um frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik. Valur skoraði þrjú mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks sem skar algjörlega úr um úrslit leiksins í Kórnum. „Þetta korter bara skemmir þetta og við höfum ekkert efni á að spila svona korter á neinum tímapunkti í sumar. Þetta var bara allt of létt og andlaust og lélegt þetta korter og þá er leikurinn bara handónýtur.“ Nú er hin hefðbundna deildarkeppni hálfnuð og HK með 13 stig. Aðspurður hvernig fyrri hlutinn hefur verið að mati Ómars Inga og hvernig síðari hlutinn lítur við honum hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ekki verið að koma stig að undanförnu en byrjunin var góð og ég veit ekki hvort að menn hafi átt inni fyrir því að hvíla sig aðeins. Þrettán stig eftir fyrri umferðina bara allt í lagi. Síðustu leikir, sérstaklega gegn FH og ÍBV, þá hefði ég viljað gera töluvert betur í þeim tveim. Við eigum þó seinni hlutann eftir af þessari venjulegu deildarkeppni eftir og við þurfum að gera í það minnsta jafnvel og mjög líklega betur í næstu ellefu leikjum heldur en við náðum í fyrri hlutanum,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti