Innlent

Ísland í efsta sæti yfir öruggustu lönd í heimi

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Fram kemur að lág glæpatíðni og lág tíðni uppþota og ofbeldisfullra mótmæla spili meðal annars inn í háa einkunn Íslands.
Fram kemur að lág glæpatíðni og lág tíðni uppþota og ofbeldisfullra mótmæla spili meðal annars inn í háa einkunn Íslands. Vísir/Vilhelm

Fjórtánda árið í röð vermir Ísland toppsætið yfir tíu öruggustu lönd heims. Landið er einnig efst á lista yfir öruggustu lönd í Evrópu.

Þetta kemur fram í nýrri mælingu á friðarvísitölu heimsins fyrir síðasta ár eða The Global Peace Index. Vísitalan er gefin út árlega af stofnuninni Institute for Economics and Peace en þar sem 163 þjóðríki eru dæmd út frá tíðni glæpa, fjölda morða og hryðjuverka, útgjalda til hermála og fleira.

Fram kemur að lág glæpatíðni og lág tíðni uppþota og ofbeldisfullra mótmæla spili meðal annars inn í háa einkunn Íslands. Þá búi Ísland yfir stöðugu stjórnmálakerfi og sé jafnframt tiltölulega öruggt gagnvart náttúruhamförum.

Nýja Sjáland, Írland, Danmörk, Austurríki, Portúgal, Slóvenía, Tékkland, Singapúr og Japan koma næst á eftir Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×