Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan tólf. Vísir/vilhelm

Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.

Úkraínuher býst við erfiðari átökum en áður nú þegar gagnsókn hans er formlega hafin. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu segir herforingja landsins vongóða og í góðu skapi, þrátt fyrir að sóknin muni taka tíma.

Greiðlega gekk að slökkva eld sem kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum í Reykjavík í gærkvöld. Þetta segir vakthafandi varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sem lýsir miklum hita og reyk á verkstæðinu í gær.

Þá fjöllum við um áhugaverða rannsókn sem sýnir fram á að erfðir hafi áhrif á tónhæð raddar. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×