Kærkomin hlý tunga í miðri viku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júní 2023 11:15 Sigurður segir að á höfuðborgarsvæðinu megi búast við 14 eða 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Vísir/Vilhelm Austurlandið er í sérflokki veðurfarslega séð um þessar mundir en köflótt verður á vesturhelmingi landsins næstu daga. Á þjóðhátíðardaginn eru mestar líkur á rigningu á Vestfjörðum. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, títt nefndur Siggi Stormur, segir að austurhelmingur landsins verði í sérflokki í vikunni eins og verið hefur. Hitinn þar er að rísa og strax á morgun gæti hann farið yfir 20 gráður, kannski 22 eða 23 þar sem hlýjast verður. „Þetta er sannkallað Mallorca veður, með þurrki, sól og hægum vindi,“ segir Sigurður. Segir hann að lífsins gæðum sé misskipt, og á vesturhelmingi landsins verði áfram köflótt. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar svolítil hlýindatunga að seilast að landinu, með 14 til 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Ekki verður skellibjart heldur skýjað á köflum. Hiti getur orðið þreytandi „Það er synd hvernig Reykjavík og vestanvert landið hefur verið svalt og menn eru að kvarta yfir því. Við erum ekki að fara að sigla inn í neina bongó blíðu hérna. Þetta verður köflótt og gæti aðeins dropað,“ segir Sigurður. Vilji fólk komast í sólina verði það að halda austur. „Það má ekki gleyma því að það getur verið þreytandi að vera í svona miklum hita. Við Íslendingar erum almennt ekki sé með kælingar í húsunum okkar og menn geta orðið þreyttir á endalausum hita. Fólk verður þá að fara í næsta læk og kæla sig,“ segir Sigurður. Þurrt að kalla á þjóðhátíðardaginn Í lok vikunnar nálgast úrkomusvæði landið að vestan, með súld en Sigurður segir það vera afskaplega rýrt. Aðspurður um veðrið á þjóðhátíðardaginn, á laugardag, segir Sigurður að það verði áfram rjómablíða á austanverðu landinu. Áfram verður mikill hitamunur á landinu á þjóðhátíðardaginn. Á Vestfjörðum eru mestar líkur á rigningu.Vísir/Friðrik Þór Vestanlands munu hlýindin aðeins dvína. Jafn vel megi búast við einhverjum dropum en spám beri ekki saman um það. „Það verður þurrt að kalla og hiti um 10 gráður. Ef það verður úrkoma þá verður hún mest á Vestfjörðum. En það verður sumarblíða á austurhelmingi landsins, 20 gráður,“ segir Sigurður. Veður 17. júní Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Sjá meira
Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, títt nefndur Siggi Stormur, segir að austurhelmingur landsins verði í sérflokki í vikunni eins og verið hefur. Hitinn þar er að rísa og strax á morgun gæti hann farið yfir 20 gráður, kannski 22 eða 23 þar sem hlýjast verður. „Þetta er sannkallað Mallorca veður, með þurrki, sól og hægum vindi,“ segir Sigurður. Segir hann að lífsins gæðum sé misskipt, og á vesturhelmingi landsins verði áfram köflótt. Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar svolítil hlýindatunga að seilast að landinu, með 14 til 15 gráðu hita á þriðjudag og miðvikudag. Ekki verður skellibjart heldur skýjað á köflum. Hiti getur orðið þreytandi „Það er synd hvernig Reykjavík og vestanvert landið hefur verið svalt og menn eru að kvarta yfir því. Við erum ekki að fara að sigla inn í neina bongó blíðu hérna. Þetta verður köflótt og gæti aðeins dropað,“ segir Sigurður. Vilji fólk komast í sólina verði það að halda austur. „Það má ekki gleyma því að það getur verið þreytandi að vera í svona miklum hita. Við Íslendingar erum almennt ekki sé með kælingar í húsunum okkar og menn geta orðið þreyttir á endalausum hita. Fólk verður þá að fara í næsta læk og kæla sig,“ segir Sigurður. Þurrt að kalla á þjóðhátíðardaginn Í lok vikunnar nálgast úrkomusvæði landið að vestan, með súld en Sigurður segir það vera afskaplega rýrt. Aðspurður um veðrið á þjóðhátíðardaginn, á laugardag, segir Sigurður að það verði áfram rjómablíða á austanverðu landinu. Áfram verður mikill hitamunur á landinu á þjóðhátíðardaginn. Á Vestfjörðum eru mestar líkur á rigningu.Vísir/Friðrik Þór Vestanlands munu hlýindin aðeins dvína. Jafn vel megi búast við einhverjum dropum en spám beri ekki saman um það. „Það verður þurrt að kalla og hiti um 10 gráður. Ef það verður úrkoma þá verður hún mest á Vestfjörðum. En það verður sumarblíða á austurhelmingi landsins, 20 gráður,“ segir Sigurður.
Veður 17. júní Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Sjá meira