Stígðu fram og taktu pláss Grace Achieng skrifar 12. júní 2023 12:00 Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga. Ég fékk þessa kosningu vegna þess að ég þorði að rétti upp hönd, eitthvað sem konur af erlendum uppruna þora ekki alltaf að gera, sérstaklega þær sem ekki eru hvítar. Ég vil nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu. Ég tengi við konuna sem hefur alltaf setið aftast, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Ég vil sýna að allir geta stigið fram og látið í sér heyra. Ég vil sýna stúlkum og konum að þú getur rétt upp hönd og látið í þér heyra óháð þjóðerni, kynþætti, samfélagsstöðu eða hvaða skilgreiningu sem er. Bara þorðu að stíga fram og taka pláss. Þar að auki tel ég mig þurfa að tala fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum og sérstaklega þeirra sem ekki eru hvítar á hörund. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit, í efsta þrepinu eru hvítir Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar og aðrir vestur Evrópubúar. Þar á eftir koma austur Evrópubúar, síðan Asíubúar og brúnt / svart fólk sem rekur lestina. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun og standast hæfniskröfur erum við ekki ráðin í fínni störf, þurfum að sætta okkur við láglaunastörf sem hafa litla möguleika til framþróunar til þess að geta greitt reikninga og dregið fram lífið. Tungumálið er oft notað sem ástæða en það virðist ekki vera vandamál þegar hvítt fólk er ráðið í þessi störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri markað menningartengdum úreldum stereótýpum. Ég er fyrsta svarta konan og önnur af erlendum uppruna til að vera í stjórn FKA en ég mun ekki verða sú síðasta. Við getum öll orðið fyrirmyndir ef við fáum sömu tækifærin og ég vil sjá fleiri fyrirmyndir sem líkjast mér. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að eiga sér fyrirmyndir sem maður tengir við – að sjá ljóslifandi birtingarmyndir drauma sinna. Það er eitthvað við það að sjá einhvern sem líkist manni sjálfum sem gerir draumana raunverulegri. Það gefur manni möguleikann á að leyfa sér að dreyma og endurskilgreina sig. Að stíga fram og taka pláss. Ég vil því nota þennan vettvang í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Ég óska þess heitt að framganga mín ásamt annarra í stjórninni opni hliðið fyrir öllum konum. Höfundur er stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga. Ég fékk þessa kosningu vegna þess að ég þorði að rétti upp hönd, eitthvað sem konur af erlendum uppruna þora ekki alltaf að gera, sérstaklega þær sem ekki eru hvítar. Ég vil nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu. Ég tengi við konuna sem hefur alltaf setið aftast, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Ég vil sýna að allir geta stigið fram og látið í sér heyra. Ég vil sýna stúlkum og konum að þú getur rétt upp hönd og látið í þér heyra óháð þjóðerni, kynþætti, samfélagsstöðu eða hvaða skilgreiningu sem er. Bara þorðu að stíga fram og taka pláss. Þar að auki tel ég mig þurfa að tala fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum og sérstaklega þeirra sem ekki eru hvítar á hörund. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit, í efsta þrepinu eru hvítir Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar og aðrir vestur Evrópubúar. Þar á eftir koma austur Evrópubúar, síðan Asíubúar og brúnt / svart fólk sem rekur lestina. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun og standast hæfniskröfur erum við ekki ráðin í fínni störf, þurfum að sætta okkur við láglaunastörf sem hafa litla möguleika til framþróunar til þess að geta greitt reikninga og dregið fram lífið. Tungumálið er oft notað sem ástæða en það virðist ekki vera vandamál þegar hvítt fólk er ráðið í þessi störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri markað menningartengdum úreldum stereótýpum. Ég er fyrsta svarta konan og önnur af erlendum uppruna til að vera í stjórn FKA en ég mun ekki verða sú síðasta. Við getum öll orðið fyrirmyndir ef við fáum sömu tækifærin og ég vil sjá fleiri fyrirmyndir sem líkjast mér. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að eiga sér fyrirmyndir sem maður tengir við – að sjá ljóslifandi birtingarmyndir drauma sinna. Það er eitthvað við það að sjá einhvern sem líkist manni sjálfum sem gerir draumana raunverulegri. Það gefur manni möguleikann á að leyfa sér að dreyma og endurskilgreina sig. Að stíga fram og taka pláss. Ég vil því nota þennan vettvang í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Ég óska þess heitt að framganga mín ásamt annarra í stjórninni opni hliðið fyrir öllum konum. Höfundur er stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun