Umfjöllun: ÍBV - Breiðablik 0-3 | Breiðablik gerði góða ferð til Eyja Árni Jóhannsson skrifar 12. júní 2023 19:54 VÍSIR/VILHELM Breiðablik náði í öll stigin sem í boði voru fyrr í dag í Vestmannaeyjum í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Leikurinn var jafn en það voru gæði í sóknarmönnum Blika sem gerðu útslagið. Birta Georgsdóttir gerði tvö mörk og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt til að innsigla sigurinn undir lok leiks en staðan var 0-2 í hálfleik.. Eyjakonur geta verið svekktar að hafa ekki náð að skora því tækifærin komu til þeirra. Leikurinn sem fram fór í Vestmannaeyjum var mjög góð skemmtun en bæði lið, sem bæði eru frambærileg varnarlið, blésu til sóknar og skiptust á að skapa sér góðar stöður framarlega á vellinum og marktækifæri en báðir markverðir voru tilbúnar í slaginn og vörðu það sem þurfti að verja. Eyjakonur léku undan vindi í fyrri hálfleik og komu Blikum oft í vandræði þegar gestirnri ætluðu að spila út frá eigin marki. Breiðablik sýndi þó gæði sín í að komast hratt upp völlinn þegar pressan brást. Það gekk heldur betur upp hjá Blikum á 14. mínútu leiksins þegar Olga Sevcova átti skot sem Telma Ívarsdóttir þurfti að hafa mikið fyrir að klófesta en þegar boltinn var kominn í fangið á Telmu þá var hún fljót að hugsa, kom boltanum á Andreu Rut Bjarnadóttur sem einnig var fljót að hugsa og send boltann um leið á Birtu Georgsdóttur sem var stödd upp við vítateig heimakvenna. Hún lék á einn varnarmann áður en hún smurði knettinum upp í samskeytin með óverjandi skoti. Við þetta efldust Blikar, héldu boltanum mikið meira en náðu ekki að bæta við. Eyjakonur áttu svo fínan kafla en náðu ekki að skapa sér færi nema um langskot væri að ræða en skotin fóru yfirleitt yfir eða beint á Telmu. Á 40. mínútu komust Blikar tveimur mörkum yfir. Þá vann Birta Georgsdóttir boltann á vallarhelming ÍBV, sendi boltann út á Andreu Rut sem renndi boltanum aftur inn í vítateig á Birtu sem náði að koma sér í góða stöðu. Hún mundaði skotfótinn og náði að renna boltanum smekklega í fjærhornið. Mikið gæði í afgreiðslunni og Blikar héldu til búningsklefa með gott tveggja marka forskot. Seinni hálfleikur var með svipuðu sniði og sá fyrri. Bæði lið áttu sín upphlaup og tækifæri án þess þó að skapa sér dauðafæri. Þau færi sem litu dagsins ljós og hittu á rammann áttu markverðirnir í fullu téi við en fleiri skot en færri fóru þó yfir eða framhjá. Það dróg þó til tíðinda á 77. mínútu leiksins þegar Caeley Michael Lordemann skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstæðu. Mjög tæpt var að þetta hafi í raun og veru verið rangstaða og því er hægt að gefa sér það að Eyjakonur séu mjög svekktar með þennan dóm því þær voru að þjarma að Blikum og eitt mark á þessum tímapunkti leiksins hefði getað sett allt í háaloft. Markið dæmt af þó og við þetta datt dampurinn örlítið úr leik Eyjakvenna. Blikar náðu að halda heimakonum að mestu á sínum eigin vallarhelming síðustu mínútur leiksins og gulltryggðu síðan sigur sinn þegar Katrín Ásbjörnsdótti skoraði þriðja mark leiksins. Boltinn þræddur inn á teig Eyjakvenna á Katrínu sem þurfti lítið að gera til að senda boltann fram hjá markverði Eyjakvenna og innsigla sigurinn. Vel var spilað og farið hratt upp völlinn eins og Blikar eiga til. Mikil gæði voru í spilinu sem og afgreiðslunni. Eftir markið var lítið annað eftir en að klára leikinn sem Blikar og gerðu. Þær tylla sér í örskamma stund á topp deildarinnar en Valskonur munu endurheimta toppsætið síðar í kvöld þegar þær hafa unnið Tindastól á heimavelli. Valskonur yfir í hálfleik þegar þetta er ritað. Afhverju vann Breiðablik? Í þetta sinn voru það gæði sóknarmanna Breiðabliks sem gerðu útslagið. Bæði lið áttu sín færi en afgreiðslur Birtu Georgsdóttur og svo Katrínar Ásbjörnsdóttur fundu netmöskvana í þrígang sem var nóg í dag til að vinna leikinn því Eyjakonur hittu rammann ekki nógu vel ásamt því að Telma Ívarsdóttir gerði vel í sínum aðgerðum í kvöld. Hvað gekk illa? Leikurinn var vel leikinn af hálfu beggja liða sem greinilega vildu sækja og reyna að skora mörk. Hinsvegar gekk Eyjakonum illa að hitta á markið eða þá framhjá markverðinum þegar skotin hittu á rammann og því fór sem fór. Bestar á vellinum? Báðir markverðir liðanna gerðu vel í dag þrátt fyrir að Blikar hafi náð að skora þrisvar sinnum. Telma Ívarsdóttir hélt hreinu og Guðný Geirsdóttir hélt sínum konum innan seilingar með nokkrum góðum vörslum í kvöld. Þóra Björg Stefánsdóttir lét svo mest að sér kveða fyrir heimakonur. Birta Georgsdóttir skoraði svo tvö mjög góð mörk og átti mjög góðan leik í heild sinni. Hvað gerist næst? Blikar fá Þróttara í heimsókn í næstu umferð sem verður leikinn 21. júní nk. Í millitíðinni fara þær í heimsókn til Þróttara og etja kappi við þær í bikarnum. ÍBV fer í heimsókn í Hafnarfjörðinn þann 21. júní næstkomandi til að spila við FH. Í millitíðinni fá þær FH-inga í heimsókn í bikarnum. Skemmtilega uppröðun það. Besta deild kvenna ÍBV Breiðablik
Breiðablik náði í öll stigin sem í boði voru fyrr í dag í Vestmannaeyjum í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Leikurinn var jafn en það voru gæði í sóknarmönnum Blika sem gerðu útslagið. Birta Georgsdóttir gerði tvö mörk og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt til að innsigla sigurinn undir lok leiks en staðan var 0-2 í hálfleik.. Eyjakonur geta verið svekktar að hafa ekki náð að skora því tækifærin komu til þeirra. Leikurinn sem fram fór í Vestmannaeyjum var mjög góð skemmtun en bæði lið, sem bæði eru frambærileg varnarlið, blésu til sóknar og skiptust á að skapa sér góðar stöður framarlega á vellinum og marktækifæri en báðir markverðir voru tilbúnar í slaginn og vörðu það sem þurfti að verja. Eyjakonur léku undan vindi í fyrri hálfleik og komu Blikum oft í vandræði þegar gestirnri ætluðu að spila út frá eigin marki. Breiðablik sýndi þó gæði sín í að komast hratt upp völlinn þegar pressan brást. Það gekk heldur betur upp hjá Blikum á 14. mínútu leiksins þegar Olga Sevcova átti skot sem Telma Ívarsdóttir þurfti að hafa mikið fyrir að klófesta en þegar boltinn var kominn í fangið á Telmu þá var hún fljót að hugsa, kom boltanum á Andreu Rut Bjarnadóttur sem einnig var fljót að hugsa og send boltann um leið á Birtu Georgsdóttur sem var stödd upp við vítateig heimakvenna. Hún lék á einn varnarmann áður en hún smurði knettinum upp í samskeytin með óverjandi skoti. Við þetta efldust Blikar, héldu boltanum mikið meira en náðu ekki að bæta við. Eyjakonur áttu svo fínan kafla en náðu ekki að skapa sér færi nema um langskot væri að ræða en skotin fóru yfirleitt yfir eða beint á Telmu. Á 40. mínútu komust Blikar tveimur mörkum yfir. Þá vann Birta Georgsdóttir boltann á vallarhelming ÍBV, sendi boltann út á Andreu Rut sem renndi boltanum aftur inn í vítateig á Birtu sem náði að koma sér í góða stöðu. Hún mundaði skotfótinn og náði að renna boltanum smekklega í fjærhornið. Mikið gæði í afgreiðslunni og Blikar héldu til búningsklefa með gott tveggja marka forskot. Seinni hálfleikur var með svipuðu sniði og sá fyrri. Bæði lið áttu sín upphlaup og tækifæri án þess þó að skapa sér dauðafæri. Þau færi sem litu dagsins ljós og hittu á rammann áttu markverðirnir í fullu téi við en fleiri skot en færri fóru þó yfir eða framhjá. Það dróg þó til tíðinda á 77. mínútu leiksins þegar Caeley Michael Lordemann skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstæðu. Mjög tæpt var að þetta hafi í raun og veru verið rangstaða og því er hægt að gefa sér það að Eyjakonur séu mjög svekktar með þennan dóm því þær voru að þjarma að Blikum og eitt mark á þessum tímapunkti leiksins hefði getað sett allt í háaloft. Markið dæmt af þó og við þetta datt dampurinn örlítið úr leik Eyjakvenna. Blikar náðu að halda heimakonum að mestu á sínum eigin vallarhelming síðustu mínútur leiksins og gulltryggðu síðan sigur sinn þegar Katrín Ásbjörnsdótti skoraði þriðja mark leiksins. Boltinn þræddur inn á teig Eyjakvenna á Katrínu sem þurfti lítið að gera til að senda boltann fram hjá markverði Eyjakvenna og innsigla sigurinn. Vel var spilað og farið hratt upp völlinn eins og Blikar eiga til. Mikil gæði voru í spilinu sem og afgreiðslunni. Eftir markið var lítið annað eftir en að klára leikinn sem Blikar og gerðu. Þær tylla sér í örskamma stund á topp deildarinnar en Valskonur munu endurheimta toppsætið síðar í kvöld þegar þær hafa unnið Tindastól á heimavelli. Valskonur yfir í hálfleik þegar þetta er ritað. Afhverju vann Breiðablik? Í þetta sinn voru það gæði sóknarmanna Breiðabliks sem gerðu útslagið. Bæði lið áttu sín færi en afgreiðslur Birtu Georgsdóttur og svo Katrínar Ásbjörnsdóttur fundu netmöskvana í þrígang sem var nóg í dag til að vinna leikinn því Eyjakonur hittu rammann ekki nógu vel ásamt því að Telma Ívarsdóttir gerði vel í sínum aðgerðum í kvöld. Hvað gekk illa? Leikurinn var vel leikinn af hálfu beggja liða sem greinilega vildu sækja og reyna að skora mörk. Hinsvegar gekk Eyjakonum illa að hitta á markið eða þá framhjá markverðinum þegar skotin hittu á rammann og því fór sem fór. Bestar á vellinum? Báðir markverðir liðanna gerðu vel í dag þrátt fyrir að Blikar hafi náð að skora þrisvar sinnum. Telma Ívarsdóttir hélt hreinu og Guðný Geirsdóttir hélt sínum konum innan seilingar með nokkrum góðum vörslum í kvöld. Þóra Björg Stefánsdóttir lét svo mest að sér kveða fyrir heimakonur. Birta Georgsdóttir skoraði svo tvö mjög góð mörk og átti mjög góðan leik í heild sinni. Hvað gerist næst? Blikar fá Þróttara í heimsókn í næstu umferð sem verður leikinn 21. júní nk. Í millitíðinni fara þær í heimsókn til Þróttara og etja kappi við þær í bikarnum. ÍBV fer í heimsókn í Hafnarfjörðinn þann 21. júní næstkomandi til að spila við FH. Í millitíðinni fá þær FH-inga í heimsókn í bikarnum. Skemmtilega uppröðun það.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“