„Ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig“ Hinrik Wöhler skrifar 12. júní 2023 22:30 Nik í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Keflavík vann óvæntan 2-1 sigur á Þrótti í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, þurfti að sætta sig við svekkjandi tap þrátt fyrir að Þróttur hafði yfirhöndina lungann úr leiknum. „Ekki mikið að segja, fyrsti hálfleikur var ekki nægilega góður miðað við okkar getu. Keflavík á hrós skilið, þær gerðu okkur lífið leitt og neyddum okkur í óeðlileg mistök. Mér fannst við vera sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og þá náðum við að opna vörnina hjá þeim, fengum tvö frábær færi þar sem við áttum að skora. Síðari hálfleikur átti að vera svipaður og við ætluðum að vera þolinmóðar. Svo kemur rauða spjaldið og þær skora beint úr aukaspyrnunni og við þurfum að fara að elta í leiknum. Þær skora síðan annað mark þegar við erum aðeins níu inn á vellinum en við héldum áfram að berjast og sköpuðum færi og náðum að skora mark. Höfðum jafnvel getað stolið stigi í lokin,“ sagði Nik skömmu eftir leikinn. Á 55. mínútu fékk Álfhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Linli Tu. Linli var sloppin ein í gegn og gaf Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, Álfhildi rautt spjald. „Klárlega vonbrigði, sérstaklega hvernig rauða spjaldið kom til. Við vorum ekki nægilega beittar í vörninni þegar skyndisóknin kom og Álfhildur þurfti að fara í tæklinguna og fær rautt, það er eins og það er. En á undan því, hefði Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átt að skora í fyrri hálfleik úr einu af færunum tveimur. Við héldum þó áfram að skapa færi og berjast, ef þetta hefði verið 1-0 hefði þetta verið möguleiki,“ sagði Nik. Nik bætir við að dómurinn var þó réttur og Álfhildur verðskuldaði rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var rautt spjald, Álfhildur var síðasti leikmaðurinn. Klárlega rautt spjald, engin spurning. Þegar ég fékk gula spjaldið þá var ég ekki að kvarta í dómaranum. Það var allt annað, ég var bara sparka í vatnsbrúsa. Gummi [Guðmundur Páll Friðbertsson] átti góðan leik, gef honum það.“ Þróttur bað einnig um vítaspyrnu eftir klukkutímaleik en leikmönnum Þróttar varð ekki að ósk sinni. „Ég sá ekki almennilega hvort það var hendi eða ekki en hvort sem er vorum við ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig.“ Það er stutt í næsta leik en 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna er leikinn í vikunni. Þróttur mætir Breiðablik á fimmtudaginn næstkomandi. „Við ætlum að rífa okkur upp. Í dag var mjög þreytandi leikur og leikmenn Breiðabliks verða örugglega ferskari en við. Við erum með eitthvað af meiðslum og verðum að sjá hvernig Ólöf verður. Við metum það á næstu dögum, alltaf gaman að spila í bikarnum og gefur okkur frí frá deildinni í bili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Ekki mikið að segja, fyrsti hálfleikur var ekki nægilega góður miðað við okkar getu. Keflavík á hrós skilið, þær gerðu okkur lífið leitt og neyddum okkur í óeðlileg mistök. Mér fannst við vera sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og þá náðum við að opna vörnina hjá þeim, fengum tvö frábær færi þar sem við áttum að skora. Síðari hálfleikur átti að vera svipaður og við ætluðum að vera þolinmóðar. Svo kemur rauða spjaldið og þær skora beint úr aukaspyrnunni og við þurfum að fara að elta í leiknum. Þær skora síðan annað mark þegar við erum aðeins níu inn á vellinum en við héldum áfram að berjast og sköpuðum færi og náðum að skora mark. Höfðum jafnvel getað stolið stigi í lokin,“ sagði Nik skömmu eftir leikinn. Á 55. mínútu fékk Álfhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Linli Tu. Linli var sloppin ein í gegn og gaf Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, Álfhildi rautt spjald. „Klárlega vonbrigði, sérstaklega hvernig rauða spjaldið kom til. Við vorum ekki nægilega beittar í vörninni þegar skyndisóknin kom og Álfhildur þurfti að fara í tæklinguna og fær rautt, það er eins og það er. En á undan því, hefði Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átt að skora í fyrri hálfleik úr einu af færunum tveimur. Við héldum þó áfram að skapa færi og berjast, ef þetta hefði verið 1-0 hefði þetta verið möguleiki,“ sagði Nik. Nik bætir við að dómurinn var þó réttur og Álfhildur verðskuldaði rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var rautt spjald, Álfhildur var síðasti leikmaðurinn. Klárlega rautt spjald, engin spurning. Þegar ég fékk gula spjaldið þá var ég ekki að kvarta í dómaranum. Það var allt annað, ég var bara sparka í vatnsbrúsa. Gummi [Guðmundur Páll Friðbertsson] átti góðan leik, gef honum það.“ Þróttur bað einnig um vítaspyrnu eftir klukkutímaleik en leikmönnum Þróttar varð ekki að ósk sinni. „Ég sá ekki almennilega hvort það var hendi eða ekki en hvort sem er vorum við ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig.“ Það er stutt í næsta leik en 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna er leikinn í vikunni. Þróttur mætir Breiðablik á fimmtudaginn næstkomandi. „Við ætlum að rífa okkur upp. Í dag var mjög þreytandi leikur og leikmenn Breiðabliks verða örugglega ferskari en við. Við erum með eitthvað af meiðslum og verðum að sjá hvernig Ólöf verður. Við metum það á næstu dögum, alltaf gaman að spila í bikarnum og gefur okkur frí frá deildinni í bili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira