Erlent

Einn látinn eftir að brú féll saman í Fíla­delfíu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Framkvæmdir á nýrri brú munu taka nokkra mánuði.
Framkvæmdir á nýrri brú munu taka nokkra mánuði. AP

Einn hefur fundist látinn eftir að brú í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum féll saman í gær. Slysið varð til þess að hluti I-95 vegarins, sem er einn fjölfarnasti vegur austurstrandar Bandaríkjanna, lokaði.

Reuters greinir frá. Slysið átti sér stað í gær þegar eldur kviknaði í olíubíl sem var á ferð á vegi undir brúnni. Mikill hiti myndaðist sem varð til þess að brúin hrundi.

Upptök eldsvoðans hafa ekki verið staðfest. Lík fannst í dag í björgunaraðgerðum við rústirnar.

Greint var frá því að uppbygging nýrrar brúar kæmi til með að taka nokkra mánuði og að talsverð truflun á samgöngum verði á svæðinu meðan á framkvæmdunum stendur.

I-95 liggur frá Miami-ríki til landamæra Bandaríkjanna við Kanada í Maine-ríki. 160 þúsund bifvélar keyra veginn dag hvern.


Tengdar fréttir

Bíl­slys á Reykja­nes­braut

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að ökumaður hafi keyrt út af nálægt Kúagerði. Ekki hafi verið um að ræða árekstur.

Björgunar­að­gerðum lokið og nær 300 sagðir látnir

Tala staðfestra dauðsfalla í kjölfar lestarslyssins í Odisha-ríki í Indlandi í gær hefur hækkað upp í yfir 260 manns. Björgunaraðgerðum á slysstað er lokið og um þúsund manns eru sagðir slasaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×