Ferðaþjónustan og stöðugleikinn Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 13. júní 2023 09:00 Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda. Bæta þyrfti innviði, byggja þyrfti upp nýja áfangastaði og afla þyrfti tekna frá atvinnugreinni. Einn ráðgjafanna varaði Íslendinga við að láta græðgi og skammtímasjónarmið ráða för og stefna að of hraðri fjölgun ferðamanna. Svo virðist sem ráðgjafarnir hafi talað fyrir daufum eyrum. Fáeinum árum eftir skýrslu ráðgjafanna, komu hingað 2,2 milljónir ferðamanna með tilheyrandi álagi á innviði. Jafnframt var ekki ráðist í almenna gjaldtöku í greininni enda voru fyrirtæki í ferðaþjónustu því alfarið mótfallin. Ferðaþjónustan þensluvaldur í hagkerfinu Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Á síðasta ári fluttu til landsins yfir 10 þúsund manns til að starfa á vinnumarkaði á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði hér á landi. Mikil fjölgun ferðamanna hefur veruleg áhrif á hagkerfið, Seðlabankinn metur að vextir þurfi að verða enn hærri ef fjölgun ferðamanna verður umfram þeirra grunnsviðsmynd. Ef horft er á metnaðarfull áform Isavia, má búast við að áframhaldandi fjölgun á næstu árum. Er óeðlilegt að spurt sé, þola innviðir viðvarandi vöxt í fjölda ferðamanna? Er eðlilegt að greinin búi við skattalegar ívilnanir og að ferðamenn greiði ekki komugjald inn í landið? Verkalýðshreyfingin þekkir vel neikvæð áhrif hraðrar aukningar ferðamanna. Í rannsókn hagdeildar ASÍ frá árinu 2019 mátti sjá að helmingur krafna vegna launaþjófnaðar voru tengdar ferðaþjónustu. Störf í ferðaþjónustu eru gjarnan lægra launuð ásamt því að vera líklegri til að vera hlutastörf eða tímabundin störf. Hröð fólksfjölgun hefur ýtt undir óleyfisbúsetu hér á landi þar sem stór hópur býr við slæman húsakost. Ferðaþjónustan dró hagkerfið úr fjármálahruninu Það er staðreynd að ferðaþjónustan átti stóran þátt í að draga íslenskt hagkerfi hratt úr fjármálahruninu. Hún jók útflutningstekjur og skapaði fjölda nýrra og fjölbreyttra starfa um allt land. Það er einnig óumdeilt að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki og neikvæð hliðaráhrif. Forystufólk Samtaka Ferðaþjónustunnar lítur því miður á að þeir sem bendi á þessar staðreyndir séu að finna ferðaþjónustu allt til foráttu. Óháð því er nauðsynlegt að tekin sé umræða um framtíð ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á vinnumarkaði og hagkerfið í heild. Ísland á að taka á móti ferðamönnum og þeim sem hingað koma til að starfa í greininni. Ísland á að hins vegar að gera það vel. Of hraður vöxtur einnar atvinnugreinar getur aukið áhættu þjóðarbúsins. Það er hvorki atvinnugreininni né Íslandi til góða að innviðir standi ekki undir fjölda ferðamanna. Það er heldur ekki ásættanlegt að launafólk í greininni geti ekki búið við góðan húsakost og góð starfsskilyrði. Ferðaþjónustan á að vaxa og dafna en pössum að hafa viðvörunarorð hinna erlendu ráðgjafa í huga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaramál ASÍ Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda. Bæta þyrfti innviði, byggja þyrfti upp nýja áfangastaði og afla þyrfti tekna frá atvinnugreinni. Einn ráðgjafanna varaði Íslendinga við að láta græðgi og skammtímasjónarmið ráða för og stefna að of hraðri fjölgun ferðamanna. Svo virðist sem ráðgjafarnir hafi talað fyrir daufum eyrum. Fáeinum árum eftir skýrslu ráðgjafanna, komu hingað 2,2 milljónir ferðamanna með tilheyrandi álagi á innviði. Jafnframt var ekki ráðist í almenna gjaldtöku í greininni enda voru fyrirtæki í ferðaþjónustu því alfarið mótfallin. Ferðaþjónustan þensluvaldur í hagkerfinu Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Á síðasta ári fluttu til landsins yfir 10 þúsund manns til að starfa á vinnumarkaði á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði hér á landi. Mikil fjölgun ferðamanna hefur veruleg áhrif á hagkerfið, Seðlabankinn metur að vextir þurfi að verða enn hærri ef fjölgun ferðamanna verður umfram þeirra grunnsviðsmynd. Ef horft er á metnaðarfull áform Isavia, má búast við að áframhaldandi fjölgun á næstu árum. Er óeðlilegt að spurt sé, þola innviðir viðvarandi vöxt í fjölda ferðamanna? Er eðlilegt að greinin búi við skattalegar ívilnanir og að ferðamenn greiði ekki komugjald inn í landið? Verkalýðshreyfingin þekkir vel neikvæð áhrif hraðrar aukningar ferðamanna. Í rannsókn hagdeildar ASÍ frá árinu 2019 mátti sjá að helmingur krafna vegna launaþjófnaðar voru tengdar ferðaþjónustu. Störf í ferðaþjónustu eru gjarnan lægra launuð ásamt því að vera líklegri til að vera hlutastörf eða tímabundin störf. Hröð fólksfjölgun hefur ýtt undir óleyfisbúsetu hér á landi þar sem stór hópur býr við slæman húsakost. Ferðaþjónustan dró hagkerfið úr fjármálahruninu Það er staðreynd að ferðaþjónustan átti stóran þátt í að draga íslenskt hagkerfi hratt úr fjármálahruninu. Hún jók útflutningstekjur og skapaði fjölda nýrra og fjölbreyttra starfa um allt land. Það er einnig óumdeilt að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki og neikvæð hliðaráhrif. Forystufólk Samtaka Ferðaþjónustunnar lítur því miður á að þeir sem bendi á þessar staðreyndir séu að finna ferðaþjónustu allt til foráttu. Óháð því er nauðsynlegt að tekin sé umræða um framtíð ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á vinnumarkaði og hagkerfið í heild. Ísland á að taka á móti ferðamönnum og þeim sem hingað koma til að starfa í greininni. Ísland á að hins vegar að gera það vel. Of hraður vöxtur einnar atvinnugreinar getur aukið áhættu þjóðarbúsins. Það er hvorki atvinnugreininni né Íslandi til góða að innviðir standi ekki undir fjölda ferðamanna. Það er heldur ekki ásættanlegt að launafólk í greininni geti ekki búið við góðan húsakost og góð starfsskilyrði. Ferðaþjónustan á að vaxa og dafna en pössum að hafa viðvörunarorð hinna erlendu ráðgjafa í huga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun