Ungmenni viti oft ekki hvað megi ekki segja Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2023 11:47 Soffía Pálsdóttir er skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Vísir Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk. Í minnisblaði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að í vetur hafi í flestum hverfum borgarinnar komið upp alvarleg mál meðal unglinga þar sem ofbeldi var beitt. Var minnisblað þetta sent vegna beiðni Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um viðbrögð við auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Nú síðast í nótt var ráðist á sautján ára dreng með barefli við Mjóddina í Reykjavík. Fjórir menn á aldrinum sautján til tuttugu ára voru handteknir vegna árásarinnar. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, segir sviðið hafa miklar áhyggjur af framþróuninni. „Það er bæði líkamlegt ofbeldi, barsmíðar og slagsmál og síðan í einhverjum tilfellum, en sem betur fer ekki oft, hnífaburður. Svo er þetta stafræna ofbeldi. Það hefur líka aukist mikið. Mögulegar afleiðingar af myndsendingum á samfélagsmiðlum eru að valda því að það verður einhver ólga í hópnum. Þau eru þá að hittast á götunni í einhverjum uppgjörsmálum. Við höfum tekið mjög hart á þessu og erum með mikla eftirfylgni í þessu í hverfunum,“ segir Soffía. Flakkandi félagsmiðstöð Meðal þess sem ráðið hefur komið á laggirnar til að bregðast við þessu er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Starfsmenn hennar keyra á milli hverfa og finna ungmenni sem talið er að séu í áhættuhópi. „Reynslan hefur verið sú að krakkar sem hafa ekki verið að finna sig í einhverju hafa verið að elta félagsmiðstöðina. Hún færist á milli borgarhluta og milli hverfa. Þá hafa þau, sem hafa kannski ekki viljað sækja eitthvað annað starf eða hafa ekki tök á því, sótt í þessa starfsemi,“ segir Soffía. Senda skilaboð í hugsunarleysi Mikið er unnið með foreldrum og segir Soffía að oft vanti að börnum sé kennt hvað megi segja og hvað megi ekki segja við aðra. Börn segi oft hluti sem þau átti sig ekki á að sé ekki í lagi að segja. „Oft ætla þau sér ekki að gera þetta. Þau eru ung, óreynd og óþroskuð. Ekki alltaf búin að ná þroska og geta ekki sett sig í spor annarra. Ýta á send í hugsunarleysi. Það er svolítið hópur sem við ætlum að vinna með í félagsmiðstöðvum, að ná til þessara óvirku áhorfenda. Sem eru að „læk-a“, eru að deila myndböndum eða einhverju slíku sem þau í hjarta sínu vita að þau eiga ekki að gera,“ segir Soffía. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Í minnisblaði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að í vetur hafi í flestum hverfum borgarinnar komið upp alvarleg mál meðal unglinga þar sem ofbeldi var beitt. Var minnisblað þetta sent vegna beiðni Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um viðbrögð við auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Nú síðast í nótt var ráðist á sautján ára dreng með barefli við Mjóddina í Reykjavík. Fjórir menn á aldrinum sautján til tuttugu ára voru handteknir vegna árásarinnar. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg, segir sviðið hafa miklar áhyggjur af framþróuninni. „Það er bæði líkamlegt ofbeldi, barsmíðar og slagsmál og síðan í einhverjum tilfellum, en sem betur fer ekki oft, hnífaburður. Svo er þetta stafræna ofbeldi. Það hefur líka aukist mikið. Mögulegar afleiðingar af myndsendingum á samfélagsmiðlum eru að valda því að það verður einhver ólga í hópnum. Þau eru þá að hittast á götunni í einhverjum uppgjörsmálum. Við höfum tekið mjög hart á þessu og erum með mikla eftirfylgni í þessu í hverfunum,“ segir Soffía. Flakkandi félagsmiðstöð Meðal þess sem ráðið hefur komið á laggirnar til að bregðast við þessu er flakkandi félagsmiðstöðin Flotinn. Starfsmenn hennar keyra á milli hverfa og finna ungmenni sem talið er að séu í áhættuhópi. „Reynslan hefur verið sú að krakkar sem hafa ekki verið að finna sig í einhverju hafa verið að elta félagsmiðstöðina. Hún færist á milli borgarhluta og milli hverfa. Þá hafa þau, sem hafa kannski ekki viljað sækja eitthvað annað starf eða hafa ekki tök á því, sótt í þessa starfsemi,“ segir Soffía. Senda skilaboð í hugsunarleysi Mikið er unnið með foreldrum og segir Soffía að oft vanti að börnum sé kennt hvað megi segja og hvað megi ekki segja við aðra. Börn segi oft hluti sem þau átti sig ekki á að sé ekki í lagi að segja. „Oft ætla þau sér ekki að gera þetta. Þau eru ung, óreynd og óþroskuð. Ekki alltaf búin að ná þroska og geta ekki sett sig í spor annarra. Ýta á send í hugsunarleysi. Það er svolítið hópur sem við ætlum að vinna með í félagsmiðstöðvum, að ná til þessara óvirku áhorfenda. Sem eru að „læk-a“, eru að deila myndböndum eða einhverju slíku sem þau í hjarta sínu vita að þau eiga ekki að gera,“ segir Soffía.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira