Toto vonar að Hamilton undirriti nýjan samning fyrir næstu keppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2023 14:31 Toto Wolff vonar að Lewis Hamilton verði búinn að skrifa undir nýjan samning við Mercedes fyrir helgi. Clive Mason/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, segir að nú sé það frekar spurning um daga en vikur hvenær sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton muni skrifa undir nýjan samning við liðið. „Það mun gerast mjög fljótlega. Við erum að tala um daga frekar en vikur. Við erum að vinna í þessu,“ sagði Toto, aðspurður að því hvort Hamilton myndi undirrita samninginn fyrir kanadíska kappaksturinn sem fram fer um næstu helgi. „Ég er að fara að hitta hann seinna í dag. Kannski ræðum við þessi mál þá. Við eigum í svo góðu sambandi að ég kvíði fyrir því að þurfa að fara að tala um peningamálin við hann.“ Framtíð Hamiltons hjá Mercedes virtist í lausu lofti fyrir nokkrum vikum og veltu einhverjir því fyrir sér hvort hann myndi skilja við liðið og keyra um á rauðum Ferrari á næsta tímabili. Sjálfur hefur sjöfaldi heimsmeistarinn þó blásið á þær sögusagnir og nú stefnir allt í að þessi 38 ára gamli ökuþór haldi tryggð við Mercedes. Hamilton á sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Mercedes, en búist er við því að nýi samningurinn verði til nokkurra ára. Því má búast við því að Hamilton muni keyra Mercedes-bíl í Formúlu 1 eitthvað inn í fimmtugsaldurinn. Hamilton er sigursælasti ökuþór í Formúlu 1 frá upphafi og hefur unnið 103 af þeim 317 keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Þá hefur hann orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum, oftar en nokkur annar, ef frá er talinn Michael Schumacher sem einnig varð heimsmeistari sjö sinnum. Akstursíþróttir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
„Það mun gerast mjög fljótlega. Við erum að tala um daga frekar en vikur. Við erum að vinna í þessu,“ sagði Toto, aðspurður að því hvort Hamilton myndi undirrita samninginn fyrir kanadíska kappaksturinn sem fram fer um næstu helgi. „Ég er að fara að hitta hann seinna í dag. Kannski ræðum við þessi mál þá. Við eigum í svo góðu sambandi að ég kvíði fyrir því að þurfa að fara að tala um peningamálin við hann.“ Framtíð Hamiltons hjá Mercedes virtist í lausu lofti fyrir nokkrum vikum og veltu einhverjir því fyrir sér hvort hann myndi skilja við liðið og keyra um á rauðum Ferrari á næsta tímabili. Sjálfur hefur sjöfaldi heimsmeistarinn þó blásið á þær sögusagnir og nú stefnir allt í að þessi 38 ára gamli ökuþór haldi tryggð við Mercedes. Hamilton á sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Mercedes, en búist er við því að nýi samningurinn verði til nokkurra ára. Því má búast við því að Hamilton muni keyra Mercedes-bíl í Formúlu 1 eitthvað inn í fimmtugsaldurinn. Hamilton er sigursælasti ökuþór í Formúlu 1 frá upphafi og hefur unnið 103 af þeim 317 keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Þá hefur hann orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum, oftar en nokkur annar, ef frá er talinn Michael Schumacher sem einnig varð heimsmeistari sjö sinnum.
Akstursíþróttir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira