Verið undirbúin fyrir flugtak Ingibjörg Isaksen skrifar 13. júní 2023 14:00 Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Fjármögnun nauðsynlegra framkvæmda Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðaflugs síðustu misseri. Það liggur fyrir að ráðast þarf í nauðsynlegar framkvæmdir svo flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Þessi skref sem stigin eru með bættri fjármögnun eru mikilvæg og leggja grunninn að því sem lengi hefur verið talað um, það er að opna fleiri gáttir inn til landsins og dreifa þannig ferðamönnum víðar um landið okkar. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast með þessu til muna. Skynsamleg gjaldtaka Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hefur ekki lagt neinn skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbygging á nauðsynlegum innviðum. Undirrituð telur afar skynsamlegt að fara í gjaldtöku sem þessa og tryggja þannig fjármagn til þess að fara í nauðsynlega uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Í stóra samhenginu er þetta afskaplega hóflegt gjald á hvern farþega, minna en ígildi kaffibolla. Stuðningur við ferðaþjónustu Fyrir utan að varaflugvellir eru mikilvægir í tillit til öryggissjónarmiða, opna þeir einnig möguleika á að fjölga farþegum til landsins, auknir farþegar þýða auknar tekjur til landsins. Flugvellir á landsbyggðinni styðja við ferðaþjónustu og fyrirtæki. Innviðaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafa lagt mikla áherslu á það í sínum störfum að opna gáttirnar á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beinu flugi frá Evrópu, bæði með markvissri uppbyggingu og með stuðningi Flugþróunarsjóðs. Heimafólk á Norðausturlandi hafa sýnt ótrúlega framsýni og dugnað í störfum sínum og við sjáum árangurinn koma í ljós smátt og smátt. Það er bjart fram undan í fluginu. Þau skref sem stigin hafa verið leggja grunninn að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi á Norðausturlandi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Samgöngur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Fjármögnun nauðsynlegra framkvæmda Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðaflugs síðustu misseri. Það liggur fyrir að ráðast þarf í nauðsynlegar framkvæmdir svo flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Þessi skref sem stigin eru með bættri fjármögnun eru mikilvæg og leggja grunninn að því sem lengi hefur verið talað um, það er að opna fleiri gáttir inn til landsins og dreifa þannig ferðamönnum víðar um landið okkar. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast með þessu til muna. Skynsamleg gjaldtaka Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hefur ekki lagt neinn skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbygging á nauðsynlegum innviðum. Undirrituð telur afar skynsamlegt að fara í gjaldtöku sem þessa og tryggja þannig fjármagn til þess að fara í nauðsynlega uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Í stóra samhenginu er þetta afskaplega hóflegt gjald á hvern farþega, minna en ígildi kaffibolla. Stuðningur við ferðaþjónustu Fyrir utan að varaflugvellir eru mikilvægir í tillit til öryggissjónarmiða, opna þeir einnig möguleika á að fjölga farþegum til landsins, auknir farþegar þýða auknar tekjur til landsins. Flugvellir á landsbyggðinni styðja við ferðaþjónustu og fyrirtæki. Innviðaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafa lagt mikla áherslu á það í sínum störfum að opna gáttirnar á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beinu flugi frá Evrópu, bæði með markvissri uppbyggingu og með stuðningi Flugþróunarsjóðs. Heimafólk á Norðausturlandi hafa sýnt ótrúlega framsýni og dugnað í störfum sínum og við sjáum árangurinn koma í ljós smátt og smátt. Það er bjart fram undan í fluginu. Þau skref sem stigin hafa verið leggja grunninn að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi á Norðausturlandi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar