Svefnlausir Serbar að springa úr stolti yfir Jokic sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 09:00 Nikola Jokic smellir kossi á dóttur sína eftir að Denver Nuggets varð NBA-meistari. getty/Justin Edmonds Serbar eru gríðarlega stoltir af Nikola Jokic eftir að hann leiddi Denver Nuggets til síns fyrsta NBA-meistaratitils. Denver varð NBA-meistari aðfaranótt þriðjudags eftir sigur á Miami Heat, 94-89, á heimavelli. Denver vann einvígið, 4-1. Jokic skoraði 28 stig og tók sextán fráköst í fimmta leiknum og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014. Þá kunnu fáir deili á honum en í dag er hann án mikils vafa besti körfuboltamaður heims. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) 2021 og 2022 en fór loks alla leið með Denver-liðinu í vetur. Aldrei hefur leikmaður sem var valinn jafn seint í nýliðavalinu verið valinn bestur í úrslitaeinvígi. Jokic er fyrstur í sögu NBA til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar allra í sömu úrslitakeppninni.getty/Justin Edmonds Jokic er sjötti leikmaðurinn sem er fæddur utan Bandaríkjanna sem er valinn bestur í úrslitaeinvígi og sá fyrsti frá Austur-Evrópu. Og skiljanlega eru Serbar stoltir af sínum manni. „Það hefur verið mjög spennandi og sérstakt að horfa á Nikola í hverjum einasta leik,“ sagði Nebojsa Knezevic, serbneskur þjálfari karlaliðs ÍA í körfubolta. „Síðast þegar ég fékk þessa tilfinningu var þegar Sacramento Kings mætti Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 2002. Þá léku Peja Stojakovic og Vlade Divac með Kings. Því miður unnu þeir ekki. En ég held að enginn hafi sofið í gærnótt og öll Serbía er mjög stolt.“ Hógvær fjölskyldumaður Jokic lætur verkin tala og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir allri athyglinni sem hann fær. Eftir að Denver tryggði sér titilinn sagðist hann varla nenna að fara í meistaraskrúðgönguna sem fylgir venjulega titli sem þeim sem Nuggets vann. „Hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er svo hógvær, fjölskyldumaður sem gerir alla í kringum sig betri,“ sagði Nebojsa um hvað gerir Jokic að jafn frábærum körfuboltamanni og hann er. „Nikola er mjög frægur í Serbíu, sérstaklega núna og mér finnst allir vera mjög ánægðir fyrir hans hönd og stoltir af honum. Allir vonast til að hann leiði Serbíu til gullverðlauna á HM í ár.“ Frábært að vera Serbi þessa dagana Nebojsa segir að Jokic sé eflaust færsælasti íþróttamaður Serba í sögulegu samhengi, fyrir utan auðvitað Novak Djokovic, sigursælasta tenniskappa sögunnar. Eftir sigur Novaks Djokovic á Opna franska meistaramótinu hefur enginn tenniskappi unnið fleiri risamót í sögunni en hann, eða 23.getty/Quality Sport Images „Serbía átti marga frábæra íþróttamenn í gamla daga og sumir þeirra unnu ótrúleg afrek. En Djokovic og Jokic eru á öðrum stað og mjög ráðandi í sinni íþrótt. Það er frábært að vera Serbi þessa dagana,“ sagði stoltur Nebojsa að lokum. NBA Serbía Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Denver varð NBA-meistari aðfaranótt þriðjudags eftir sigur á Miami Heat, 94-89, á heimavelli. Denver vann einvígið, 4-1. Jokic skoraði 28 stig og tók sextán fráköst í fimmta leiknum og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014. Þá kunnu fáir deili á honum en í dag er hann án mikils vafa besti körfuboltamaður heims. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) 2021 og 2022 en fór loks alla leið með Denver-liðinu í vetur. Aldrei hefur leikmaður sem var valinn jafn seint í nýliðavalinu verið valinn bestur í úrslitaeinvígi. Jokic er fyrstur í sögu NBA til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar allra í sömu úrslitakeppninni.getty/Justin Edmonds Jokic er sjötti leikmaðurinn sem er fæddur utan Bandaríkjanna sem er valinn bestur í úrslitaeinvígi og sá fyrsti frá Austur-Evrópu. Og skiljanlega eru Serbar stoltir af sínum manni. „Það hefur verið mjög spennandi og sérstakt að horfa á Nikola í hverjum einasta leik,“ sagði Nebojsa Knezevic, serbneskur þjálfari karlaliðs ÍA í körfubolta. „Síðast þegar ég fékk þessa tilfinningu var þegar Sacramento Kings mætti Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 2002. Þá léku Peja Stojakovic og Vlade Divac með Kings. Því miður unnu þeir ekki. En ég held að enginn hafi sofið í gærnótt og öll Serbía er mjög stolt.“ Hógvær fjölskyldumaður Jokic lætur verkin tala og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir allri athyglinni sem hann fær. Eftir að Denver tryggði sér titilinn sagðist hann varla nenna að fara í meistaraskrúðgönguna sem fylgir venjulega titli sem þeim sem Nuggets vann. „Hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er svo hógvær, fjölskyldumaður sem gerir alla í kringum sig betri,“ sagði Nebojsa um hvað gerir Jokic að jafn frábærum körfuboltamanni og hann er. „Nikola er mjög frægur í Serbíu, sérstaklega núna og mér finnst allir vera mjög ánægðir fyrir hans hönd og stoltir af honum. Allir vonast til að hann leiði Serbíu til gullverðlauna á HM í ár.“ Frábært að vera Serbi þessa dagana Nebojsa segir að Jokic sé eflaust færsælasti íþróttamaður Serba í sögulegu samhengi, fyrir utan auðvitað Novak Djokovic, sigursælasta tenniskappa sögunnar. Eftir sigur Novaks Djokovic á Opna franska meistaramótinu hefur enginn tenniskappi unnið fleiri risamót í sögunni en hann, eða 23.getty/Quality Sport Images „Serbía átti marga frábæra íþróttamenn í gamla daga og sumir þeirra unnu ótrúleg afrek. En Djokovic og Jokic eru á öðrum stað og mjög ráðandi í sinni íþrótt. Það er frábært að vera Serbi þessa dagana,“ sagði stoltur Nebojsa að lokum.
NBA Serbía Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira