Fá engan strandhjólastól í Holtsfjöru Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 16:29 Strandhjólastóll kostar hátt í milljón krónur. Getty Ísafjarðarbær hefur hafnað því að kaupa sérstakan strandhjólastól fyrir Holtsfjöru í Önundarfirði. Telur bærinn það ekki vera hluta af grunnþjónustunni. Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum þann 8. júní. Hafði sveitarfélaginu borist erindi frá einstaklingi um að þörf væri fyrir strandhjólastól í Holtsfjöru til þess að aðgengi yrði tryggt fyrir alla. Bent var á að Holtsfjara sé vinsælt útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar og ferðafólk. Reykjavíkurborg hafi tryggt aðgengi fyrir fatlaða að Nauthólsvík með þessum hætti. Strandhjólastóll, með baki sem hægt er að halla og lyftanlegum fótstuðningi, kostar tæplega 970 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða er fegurð Önundarfjarðar einkum Holtsfjöru að þakka. En fjaran er þakin gulleitum skeljasandi. „Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum,“ segir á vefsíðu Markaðsstofunnar. Eiga ekki fjöruna Skemmst er frá því að segja að velferðarnefndin hafnaði beiðninni með vísan til þess að þetta væri ekki hluti af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu beri að veita. Holtsfjara í Önundarfirði er vinsæll ferðamannastaður en ekki skilgreint útivistarsvæði samkvæmt Ísafjarðarbæ.Markaðsstofa Vestfjarða Í minnisblaði Ísafjarðarbæjar kemur fram að Ísafjarðarbær hafi enga formlega aðkomu að Holtsfjöru, enda ekki eigandi landsins sem fjaran tilheyrir. Þá sé engin aðstaða fyrir hendi, svo sem salerni, geymslur, sturtur eða búningsaðstaða. „Því fellur Holtsfjara ekki undir skilgreint útivistarsvæði,“ segir í minnisblaðinu. Einnig að Holtsfjara sé viðkvæmt varpsvæði fugla og aðgangur ekki leyfður í apríl, maí og fram í júnímánuð. „Ef frekari athugun á að fara fram í tengslum við erindið þarf að liggja fyrir formleg afstaða eigenda um nýtingu á Holtsfjöru og hvort ætlunin sé að útbúa einhvers konar útivistaraðstöðu,“ segir í minnisblaðinu. Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum þann 8. júní. Hafði sveitarfélaginu borist erindi frá einstaklingi um að þörf væri fyrir strandhjólastól í Holtsfjöru til þess að aðgengi yrði tryggt fyrir alla. Bent var á að Holtsfjara sé vinsælt útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar og ferðafólk. Reykjavíkurborg hafi tryggt aðgengi fyrir fatlaða að Nauthólsvík með þessum hætti. Strandhjólastóll, með baki sem hægt er að halla og lyftanlegum fótstuðningi, kostar tæplega 970 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða er fegurð Önundarfjarðar einkum Holtsfjöru að þakka. En fjaran er þakin gulleitum skeljasandi. „Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum,“ segir á vefsíðu Markaðsstofunnar. Eiga ekki fjöruna Skemmst er frá því að segja að velferðarnefndin hafnaði beiðninni með vísan til þess að þetta væri ekki hluti af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu beri að veita. Holtsfjara í Önundarfirði er vinsæll ferðamannastaður en ekki skilgreint útivistarsvæði samkvæmt Ísafjarðarbæ.Markaðsstofa Vestfjarða Í minnisblaði Ísafjarðarbæjar kemur fram að Ísafjarðarbær hafi enga formlega aðkomu að Holtsfjöru, enda ekki eigandi landsins sem fjaran tilheyrir. Þá sé engin aðstaða fyrir hendi, svo sem salerni, geymslur, sturtur eða búningsaðstaða. „Því fellur Holtsfjara ekki undir skilgreint útivistarsvæði,“ segir í minnisblaðinu. Einnig að Holtsfjara sé viðkvæmt varpsvæði fugla og aðgangur ekki leyfður í apríl, maí og fram í júnímánuð. „Ef frekari athugun á að fara fram í tengslum við erindið þarf að liggja fyrir formleg afstaða eigenda um nýtingu á Holtsfjöru og hvort ætlunin sé að útbúa einhvers konar útivistaraðstöðu,“ segir í minnisblaðinu.
Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent