Í tilkynningu á veg Stjórnarráðsins segir að samkvæmt samningnum skuli Siðfræðistofnun vera forsætisráðuneytinu til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum á samningstímanum auk þess sem ráðuneytið geti óskað eftir ráðgjöf um einstök mál, þar með talið fyrirhugaða lagasetningu.
Þar að auki muni Siðfræðistofnun í samvinnu við forsætisráðuneytið vinna að gerð kennsluefnis, námskeiða og handbóka um siðareglur ráðherra og siðareglur starfsfólks Stjórnarráðsins. Þá verði skipulögð málþing um siðareglur og siðferði í opinberum störfum annars vegar og um gervigreind hins vegar.