Lífið

Gísli Örn óvænt stjarna á TikTok

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
TikTok er víst ekki bara fyrir unga fólkið.
TikTok er víst ekki bara fyrir unga fólkið. skjáskot/tiktok

Gísli Örn Garðarsson, sem lengi hefur verið einn vinsælasti leikari landsins, er óvænt stjarna á samfélagsmiðlinum TikTok.

Gísli hóf TikTok ferilinn á mánudag í ferðalagi með fjölskyldunni í Lundúnum. Með í för er Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, og virðist hópurinn hafa farið á tónleika söngvarans vinsæla Harry Styles á Wembley leikvanginum í gær. Hann heldur þrenna tónleika á Wembley til viðbótar í þessari viku.

Algoriþminn kínverski virðist hafa áttað sig snemma á því að þarna væri á ferðinni vinsæll íslenskur leikari. Nokkur þúsund hafa þegar líkað við myndbönd hans, þar sem minni áhersla en vanalega er lögð á gæði framleiðslunnar - svona miðað við önnur verkefni Gísla Arnar. Hér eru þeir Sveppi að drekka bjór:

Og í slökun í almenningsgarði:

Og loks í gír fyrir tónleika Harry Styles:

Vel hefur gengið hjá Gísla Erni undanfarið og ekki bara á TikTok. Sem dæmi fengu þættirnir Verbúðin, framleiddir af Vesturport, mikið lof og tók hann í framhaldinu að sér leikstjórn tveggja þátta í þriðju þáttaröð af hinum geysivinsælu norsku Exit þáttunum:


Tengdar fréttir

Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum

Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.