Festist á Tortóla í faraldrinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. júní 2023 10:00 Þór Örn Flygenring flutti til Tortóla til að þjálfa í siglingum mánuði áður en heimsfaraldur gekk yfir. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra frá ævintýrum hans og lífi. Vísir/Vilhelm Lífskúnstnerinn, ævintýramaðurinn, flugþjóninn, siglingaþjálfarinn og mótorhjóla áhugamaðurinn Þór Örn Flygenring ber bersýnilega marga hatta og hefur verið óhræddur við að ferðast til framandi staða einn síns liðs. Hvort sem það er að keyra á mótorhjóli niður Balkanskagann, sigla á afskekktum svæðum í Indónesíu eða vera fastur á Tortóla hefur Þór lent í ófáum ævintýrum og lýsir sér sem yfirveguðum karakter sem framkvæmir gjarnan fyrst og hugsar svo. Það hefur hingað til reynst honum ansi vel. Blaðamaður hitti Þór í kaffi og fékk að heyra nánar frá viðburðaríku lífi hans. Þór hefur upplifað ýmis ævintýri á lífsleiðinni.Vísir/Vilhelm Ætlaði að flytja til Frakklands en endaði í reisu „Ævintýraþráin byrjaði held ég bara þegar ég var barn. Ég fór svo fyrst einn í utanlandsferð þegar ég var um 22 ára. Þá fór ég til Frakklands með hugmyndina um að ég væri að flytja þangað en síðan var ég ekki alveg að fíla mig þar.“ Á þessum tíma var Þór nýbúinn að ljúka mótorhjólaprófi og keypti sér mótorhjól í Frakklandi. „Mér leiddist í Frakklandi þannig að ég endaði á að keyra niður alla Ítalíu, niður allan Balkanskagann og inn til Grikklands. Pælingin var að selja hjólið þegar ég var kominn þangað en þá hefði ég þurft að fara í gegnum rosa mikla bjúrókrasíu til að fá það skráð inn í landið fyrir pappíra og afsal þannig að ég ákvað að senda það heim. Það hefði annað hvort verið það eða að skilja það eftir. Ég er búinn að vera að vinna í því í vetur að koma því á göturnar í sumar þannig að þá get ég farið að ferðast á því um landið.“ Frá Grikklandi flaug Þór svo til Taílands þar sem hann ferðaðist um einn í mánuð. „Þar fór ég til dæmis á köfunarnámskeið og skoðaði alls konar skemmtilegt.“ Þór á ferðalagi á mótorhjólinu. Aðsend Nennir ekki að bíða eftir „rétta“ tímanum Þetta er einungis brotabrot af ævintýrum Þórs, sem segir það hafa sína kosti og galla að ferðast einn. „Þú þarft aldrei að bíða því Lalli vinur þinn er lengi að reima skóna eða eitthvað svoleiðis og þú getur gert það sem þú vilt þegar þú vilt. Svo er líka oft dálítið erfitt að finna einhvern sem nennir að koma að ferðast í til dæmis þrjá mánuði. Það eru allir eitthvað svo uppteknir og fastir í öllu. Ég ætla ekki að bíða þangað til að einhver finni réttan tíma til að ferðast, ég þarf bara að kýla á hlutina. Ég reyni alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Þór elskar siglingaíþróttina.Aðsend Siglingar náðu honum strax Þór byrjaði að stunda siglingar þegar hann var átta ára gamall og á þeim tíma kviknaði ástríðan strax. „Ég mætti aftur og aftur á sama siglinganámskeiðið þangað til að ég varð loksins nógu gamall til að skrá mig í siglingaklúbb. Þá eyddi ég öllum sumrum í að leika mér að sigla. Þegar ég varð átján fékk ég mér vinnu við að kenna að sigla og er í því þrjú sumur í röð.“ View this post on Instagram A post shared by Thor Flygenring (@thorfly) Eftir það sneri Þór sér að öðrum áhugamálum en fór svo aftur að fá siglingarþrána. „Ég gat ekki fengið ráðningu hjá mínum siglingaklúbbi vegna kynjakvóta þannig að ég ræð mig inn á samskonar námskeið hjá Kópavogsbæ. Þeir nota aðstöðu hjá siglingaíþróttafélagi og forstöðufólkið hjá klúbbnum réði mig svo inn sem þjálfara. Þá hafði ég aldrei stundað siglingar sem íþrótt en var samt farin að þjálfa.“ Þór er duglegur að framkvæma hugmyndir sínar og kýla á hlutina.Aðsend Flutti til Tortóla korter í Covid Á þessum tíma kynntist Þór írskum manni sem var að vinna með honum sem var á leið til Tortóla. „Ég var alveg búinn að sjá fyrir mér að það væri gaman að gera eitthvað svona eftir ár eða tvö en hann segir mér að það sé laus staða þarna í Tortóla og það sé verið að leita eftir því að ráða inn. Þannig að ég stekk á það, fæ starfið og flyt þá niður eftir í febrúar 2020,“ segir Þór og hlær en stuttu eftir að hann flutti hófst alheimsfaraldur. „Ég næ aðeins að byrja að þjálfa en mánuði eftir að ég er kominn út skellur allt í lás og það er útgöngubann. Ég er nýkominn á eyjuna og þekkti engan. Á meðan ég var í þessu útgöngubanni voru þau einu sem ég náði að tala við eldri hjón sem bjuggu fyrir ofan og svo hringdi ég Facetime símtöl við alla í fjölskyldunni að minnsta kosti einu sinni á dag bara til að halda geðheilsu,“ segir Þór kíminn. Þór náði aðeins að sigla í Tortóla áður en öllu var skellt í lás.Aðsend Snúið að komast heim Eftir að Covid smitunum fór fækkandi um tíma fóru hlutirnir að breytast í Tortóla. „Þá er okkur hleypt aftur út og þá fer allt hægt og rólega aftur í gang og maður fer að þjálfa aftur.“ Hann segist þó fljótt hafa farið að hugsa aftur heim. „Þetta hljómar rosa vel á pappír, að búa á einhverri paradísareyju, og það er rosa næs að fara í frí þangað en það er kannski annað að búa þarna þegar það er allt í lás. Þegar það er enginn ferðamannabransi í gangi og ekkert að gerast. Þannig að ég var búinn að hugsa að þetta væri kannski ekki alveg eitthvað sem ég fíla og þegar það lítur svo út fyrir að það sé aftur að detta í útgöngubann þá ákvað ég bara að fara heim.“ Þór segir það hljóma vel á blaði að búa á Paradísareyju en raunveruleikinn sé annar þegar það ríkir útgöngubann. Hann ákvað því að fara aftur til Íslands.Aðsend Ferðalagið var ansi snúið en Þór komst þó að lokum heim. „Ég gat ekki farið í gegnum Bandaríkin því Trump var á þessum tíma búinn að banna Evrópubúa en ég þurfti bara að fara lengra suður niður í aðrar karabískar eyjur. Þar gat ég flogið til Englands og þaðan heim. Þetta var ekki beint stressandi, ég er alltaf voða afslappaður með allt. En þetta var þreytandi, maður var smá að verða uppgefinn á þessu ástandi. Það var vissulega tími á meðan ég var úti þar sem ég var fastur, ég hefði ekki getað farið neitt þó að ég vildi það.“ Hann segir gott að hafa komist heim. „Þegar ég lenti tók við viku sóttkví og það voru allir að kíkja á mann í dyragættina og segja vá hvað þú ert brúnn,“ segir Þór hlæjandi. „Það var í raun eina sem var hægt að gera þarna úti, að liggja í sólbaði. Það var búið að loka allri starfsemi þarna, þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er að vera nýr á eyju þar sem öll aktívítís eru bönnuð.“ Sjórinn heillar Þór.Aðsend Algjör ró í sjónum Aðspurður hvað heilli hann mest við siglingarnar segir Þór það vera frelsið. „Siglingarnar hljóma oft eins og þetta sé rosalegt action og allt í rugli en mér finnst þetta vera róandi og þetta heillar mig mikið. Að fara þarna út á hafið, þú ert ekki með hljóðin í bílunum og heyrir bara í vindinum og vatninu. Að vera út að sigla í einn eða tvo klukkutíma er bara eins og að fara í sumarbústað í fjóra, fimm daga fyrir mér.“ Hann segir siglingaíþróttina stóra úti í heimi en ekki eins vinsæla hérlendis. „Það er svolítið hugsunarháttur í Íslendingunum að hér sé sjórinn, þar geti sjómenn dáið og þetta sé hættulegt. En það er hægt að gera þetta á öruggan hátt.“ Þór segir að hægt sé að stunda siglingar á öruggan hátt.Aðsend Rökréttast að vinna á spítala í alheimsfaraldri Eftir að Þór kom heim frá Tortóla fór hann að vinna á geðsviði Landspítalans. „Ég hafði aldrei unnið í sambærilegri vinnu áður og þetta var ákveðið ævintýri út af fyrir sig. Ég vissi ekkert alveg hvað mig langaði að fara að gera en þá fannst mér rökréttast að fara að vinna á spítala í alheimsfaraldri og fá smá reynslu í bankann.“ Þór á einum af sínum siglingaævintýraferðalögum, í Indónesíu.Aðsend Það er sjaldan lognmolla í kringum Þór. Fyrir rúmu ári síðan kynntist hann fólki á Facebook sem hafði siglt skútu frá Ástralíu til Indónesíu. „Þau voru að leita að auka áhafnarmeðlimi til að sigla með sér og tóku eitt eða tvö Facetime viðtöl við mig. Svo tek ég sénsinn, kaupi flugmiða og fer út. Ég þurfti reyndar að taka viku sóttkví inni á hótelherbergi í Jakarta áður en ég fékk loksins að fljúga áfram. Ég sigldi svo með þeim í mánuð í mjög afskekktri Indónesíu. Fólk var að stoppa út á götu að taka myndir af manni því mögulega gætirðu verið frægur Hollywood leikari og svo voru krakkar að hlaupa á eftir manni úti um allt. Eftir mánuðinn með þeim fór ég til Balí þar sem ég gat slakað á í mánuð á eftir og þetta var mjög skemmtilegt.“ Fyrir sumarið langaði Þór aftur að prófa eitthvað nýtt svo að hann sótti um vinnu hjá Icelandair sem flugþjónn, sem hann fékk. „Það verður mjög skemmtilegt og ég hlakka til sumarsins.“ View this post on Instagram A post shared by Thor Flygenring (@thorfly) Hefur alltaf reddast Af öllum löndum sem hann hefur heimsótt segir Þór Ítalíu standa upp úr og mun hann koma til með að heimsækja Ítalíu aftur og aftur. Þrátt fyrir að hafa nú þegar ferðast heilmikið segir hann ótal margt sem hann eigi eftir að gera. „Ég hef aldrei komið til Suður Ameríku og Afríku og mig langar mikið þangað. Svo langar mig að sigla yfir Atlantshafið, frá Kanaríeyjum og yfir til Suður Ameríku. Ég er ekkert kominn með það í neinn undirbúning en ef ég fæ eitthvað í hugann þá mun það þó að öllum líkindum gerast. Ég framkvæmi bara og hugsa seinna,“ segir hann hlæjandi. Þór lifir í nú-inu og má með sanni segja að hann lifi ævintýraríku lífi.Aðsend Aðspurður hvort það hafi einhvern tíma komið í bakið á honum: „Nei ekki svo ég muni eftir. Þetta hefur alltaf reddast. Ég hugsa mikið í nú-inu og hef ekki hugmynd um hvað ég verð til dæmis að gera eftir tíu ár. Hver veit hvað mér mun detta í hug,“ segir Þór brosandi að lokum. Ferðalög Siglingaíþróttir Íslendingar erlendis Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið
Hvort sem það er að keyra á mótorhjóli niður Balkanskagann, sigla á afskekktum svæðum í Indónesíu eða vera fastur á Tortóla hefur Þór lent í ófáum ævintýrum og lýsir sér sem yfirveguðum karakter sem framkvæmir gjarnan fyrst og hugsar svo. Það hefur hingað til reynst honum ansi vel. Blaðamaður hitti Þór í kaffi og fékk að heyra nánar frá viðburðaríku lífi hans. Þór hefur upplifað ýmis ævintýri á lífsleiðinni.Vísir/Vilhelm Ætlaði að flytja til Frakklands en endaði í reisu „Ævintýraþráin byrjaði held ég bara þegar ég var barn. Ég fór svo fyrst einn í utanlandsferð þegar ég var um 22 ára. Þá fór ég til Frakklands með hugmyndina um að ég væri að flytja þangað en síðan var ég ekki alveg að fíla mig þar.“ Á þessum tíma var Þór nýbúinn að ljúka mótorhjólaprófi og keypti sér mótorhjól í Frakklandi. „Mér leiddist í Frakklandi þannig að ég endaði á að keyra niður alla Ítalíu, niður allan Balkanskagann og inn til Grikklands. Pælingin var að selja hjólið þegar ég var kominn þangað en þá hefði ég þurft að fara í gegnum rosa mikla bjúrókrasíu til að fá það skráð inn í landið fyrir pappíra og afsal þannig að ég ákvað að senda það heim. Það hefði annað hvort verið það eða að skilja það eftir. Ég er búinn að vera að vinna í því í vetur að koma því á göturnar í sumar þannig að þá get ég farið að ferðast á því um landið.“ Frá Grikklandi flaug Þór svo til Taílands þar sem hann ferðaðist um einn í mánuð. „Þar fór ég til dæmis á köfunarnámskeið og skoðaði alls konar skemmtilegt.“ Þór á ferðalagi á mótorhjólinu. Aðsend Nennir ekki að bíða eftir „rétta“ tímanum Þetta er einungis brotabrot af ævintýrum Þórs, sem segir það hafa sína kosti og galla að ferðast einn. „Þú þarft aldrei að bíða því Lalli vinur þinn er lengi að reima skóna eða eitthvað svoleiðis og þú getur gert það sem þú vilt þegar þú vilt. Svo er líka oft dálítið erfitt að finna einhvern sem nennir að koma að ferðast í til dæmis þrjá mánuði. Það eru allir eitthvað svo uppteknir og fastir í öllu. Ég ætla ekki að bíða þangað til að einhver finni réttan tíma til að ferðast, ég þarf bara að kýla á hlutina. Ég reyni alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Þór elskar siglingaíþróttina.Aðsend Siglingar náðu honum strax Þór byrjaði að stunda siglingar þegar hann var átta ára gamall og á þeim tíma kviknaði ástríðan strax. „Ég mætti aftur og aftur á sama siglinganámskeiðið þangað til að ég varð loksins nógu gamall til að skrá mig í siglingaklúbb. Þá eyddi ég öllum sumrum í að leika mér að sigla. Þegar ég varð átján fékk ég mér vinnu við að kenna að sigla og er í því þrjú sumur í röð.“ View this post on Instagram A post shared by Thor Flygenring (@thorfly) Eftir það sneri Þór sér að öðrum áhugamálum en fór svo aftur að fá siglingarþrána. „Ég gat ekki fengið ráðningu hjá mínum siglingaklúbbi vegna kynjakvóta þannig að ég ræð mig inn á samskonar námskeið hjá Kópavogsbæ. Þeir nota aðstöðu hjá siglingaíþróttafélagi og forstöðufólkið hjá klúbbnum réði mig svo inn sem þjálfara. Þá hafði ég aldrei stundað siglingar sem íþrótt en var samt farin að þjálfa.“ Þór er duglegur að framkvæma hugmyndir sínar og kýla á hlutina.Aðsend Flutti til Tortóla korter í Covid Á þessum tíma kynntist Þór írskum manni sem var að vinna með honum sem var á leið til Tortóla. „Ég var alveg búinn að sjá fyrir mér að það væri gaman að gera eitthvað svona eftir ár eða tvö en hann segir mér að það sé laus staða þarna í Tortóla og það sé verið að leita eftir því að ráða inn. Þannig að ég stekk á það, fæ starfið og flyt þá niður eftir í febrúar 2020,“ segir Þór og hlær en stuttu eftir að hann flutti hófst alheimsfaraldur. „Ég næ aðeins að byrja að þjálfa en mánuði eftir að ég er kominn út skellur allt í lás og það er útgöngubann. Ég er nýkominn á eyjuna og þekkti engan. Á meðan ég var í þessu útgöngubanni voru þau einu sem ég náði að tala við eldri hjón sem bjuggu fyrir ofan og svo hringdi ég Facetime símtöl við alla í fjölskyldunni að minnsta kosti einu sinni á dag bara til að halda geðheilsu,“ segir Þór kíminn. Þór náði aðeins að sigla í Tortóla áður en öllu var skellt í lás.Aðsend Snúið að komast heim Eftir að Covid smitunum fór fækkandi um tíma fóru hlutirnir að breytast í Tortóla. „Þá er okkur hleypt aftur út og þá fer allt hægt og rólega aftur í gang og maður fer að þjálfa aftur.“ Hann segist þó fljótt hafa farið að hugsa aftur heim. „Þetta hljómar rosa vel á pappír, að búa á einhverri paradísareyju, og það er rosa næs að fara í frí þangað en það er kannski annað að búa þarna þegar það er allt í lás. Þegar það er enginn ferðamannabransi í gangi og ekkert að gerast. Þannig að ég var búinn að hugsa að þetta væri kannski ekki alveg eitthvað sem ég fíla og þegar það lítur svo út fyrir að það sé aftur að detta í útgöngubann þá ákvað ég bara að fara heim.“ Þór segir það hljóma vel á blaði að búa á Paradísareyju en raunveruleikinn sé annar þegar það ríkir útgöngubann. Hann ákvað því að fara aftur til Íslands.Aðsend Ferðalagið var ansi snúið en Þór komst þó að lokum heim. „Ég gat ekki farið í gegnum Bandaríkin því Trump var á þessum tíma búinn að banna Evrópubúa en ég þurfti bara að fara lengra suður niður í aðrar karabískar eyjur. Þar gat ég flogið til Englands og þaðan heim. Þetta var ekki beint stressandi, ég er alltaf voða afslappaður með allt. En þetta var þreytandi, maður var smá að verða uppgefinn á þessu ástandi. Það var vissulega tími á meðan ég var úti þar sem ég var fastur, ég hefði ekki getað farið neitt þó að ég vildi það.“ Hann segir gott að hafa komist heim. „Þegar ég lenti tók við viku sóttkví og það voru allir að kíkja á mann í dyragættina og segja vá hvað þú ert brúnn,“ segir Þór hlæjandi. „Það var í raun eina sem var hægt að gera þarna úti, að liggja í sólbaði. Það var búið að loka allri starfsemi þarna, þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er að vera nýr á eyju þar sem öll aktívítís eru bönnuð.“ Sjórinn heillar Þór.Aðsend Algjör ró í sjónum Aðspurður hvað heilli hann mest við siglingarnar segir Þór það vera frelsið. „Siglingarnar hljóma oft eins og þetta sé rosalegt action og allt í rugli en mér finnst þetta vera róandi og þetta heillar mig mikið. Að fara þarna út á hafið, þú ert ekki með hljóðin í bílunum og heyrir bara í vindinum og vatninu. Að vera út að sigla í einn eða tvo klukkutíma er bara eins og að fara í sumarbústað í fjóra, fimm daga fyrir mér.“ Hann segir siglingaíþróttina stóra úti í heimi en ekki eins vinsæla hérlendis. „Það er svolítið hugsunarháttur í Íslendingunum að hér sé sjórinn, þar geti sjómenn dáið og þetta sé hættulegt. En það er hægt að gera þetta á öruggan hátt.“ Þór segir að hægt sé að stunda siglingar á öruggan hátt.Aðsend Rökréttast að vinna á spítala í alheimsfaraldri Eftir að Þór kom heim frá Tortóla fór hann að vinna á geðsviði Landspítalans. „Ég hafði aldrei unnið í sambærilegri vinnu áður og þetta var ákveðið ævintýri út af fyrir sig. Ég vissi ekkert alveg hvað mig langaði að fara að gera en þá fannst mér rökréttast að fara að vinna á spítala í alheimsfaraldri og fá smá reynslu í bankann.“ Þór á einum af sínum siglingaævintýraferðalögum, í Indónesíu.Aðsend Það er sjaldan lognmolla í kringum Þór. Fyrir rúmu ári síðan kynntist hann fólki á Facebook sem hafði siglt skútu frá Ástralíu til Indónesíu. „Þau voru að leita að auka áhafnarmeðlimi til að sigla með sér og tóku eitt eða tvö Facetime viðtöl við mig. Svo tek ég sénsinn, kaupi flugmiða og fer út. Ég þurfti reyndar að taka viku sóttkví inni á hótelherbergi í Jakarta áður en ég fékk loksins að fljúga áfram. Ég sigldi svo með þeim í mánuð í mjög afskekktri Indónesíu. Fólk var að stoppa út á götu að taka myndir af manni því mögulega gætirðu verið frægur Hollywood leikari og svo voru krakkar að hlaupa á eftir manni úti um allt. Eftir mánuðinn með þeim fór ég til Balí þar sem ég gat slakað á í mánuð á eftir og þetta var mjög skemmtilegt.“ Fyrir sumarið langaði Þór aftur að prófa eitthvað nýtt svo að hann sótti um vinnu hjá Icelandair sem flugþjónn, sem hann fékk. „Það verður mjög skemmtilegt og ég hlakka til sumarsins.“ View this post on Instagram A post shared by Thor Flygenring (@thorfly) Hefur alltaf reddast Af öllum löndum sem hann hefur heimsótt segir Þór Ítalíu standa upp úr og mun hann koma til með að heimsækja Ítalíu aftur og aftur. Þrátt fyrir að hafa nú þegar ferðast heilmikið segir hann ótal margt sem hann eigi eftir að gera. „Ég hef aldrei komið til Suður Ameríku og Afríku og mig langar mikið þangað. Svo langar mig að sigla yfir Atlantshafið, frá Kanaríeyjum og yfir til Suður Ameríku. Ég er ekkert kominn með það í neinn undirbúning en ef ég fæ eitthvað í hugann þá mun það þó að öllum líkindum gerast. Ég framkvæmi bara og hugsa seinna,“ segir hann hlæjandi. Þór lifir í nú-inu og má með sanni segja að hann lifi ævintýraríku lífi.Aðsend Aðspurður hvort það hafi einhvern tíma komið í bakið á honum: „Nei ekki svo ég muni eftir. Þetta hefur alltaf reddast. Ég hugsa mikið í nú-inu og hef ekki hugmynd um hvað ég verð til dæmis að gera eftir tíu ár. Hver veit hvað mér mun detta í hug,“ segir Þór brosandi að lokum.
Ferðalög Siglingaíþróttir Íslendingar erlendis Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið