Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2023 07:57 Kim Jong Un ásamt dóttur sinni. Á meðan elítan lifir í vellystingum virðist sem hungursneyð sé mögulega í uppsiglingu. epa/KCNA „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ Að þessu spyr Chan Ho, einn þriggja íbúa í Norður-Kóreu sem hefur átt í leynilegum samskiptum við BBC um nokkurt skeið. Chan Ho er dulnefni. Einstaklingarnir sem BBC hefur rætt við hafa ótrúlega sögu að segja; af heilu fjölskyldunum sem svelta og harkalegum refsiaðgerðum stjórnvalda gegn öllum þeim sem voga sér að brjóta gegn settum reglum, jafnvel þótt það sé aðeins til að halda sjálfum sér og fjölskyldu sinni á lífi. Þeir segja ástandið hafa versnað til muna eftir að landamærunum var lokað í byrjun árs 2020 vegna Covid-19. Lokað var á innflutning ýmissa nauðsynja og smygl, sem hélt lífinu í mörgum fjölskyldum, varð nær ómögulegt. Áður en landamærunum var lokað seldi Myong Suk sýklalyf og önnur nauðsynleg lyf á markaðnum, sem hún hafði látið smygla fyrir sig frá Kína. Nú er nær ómögulegt að komast yfir nokkuð til að selja og Myong Suk segist hafa stanslausar áhyggjur. BBC segir hana í sömu sporum og flestar konur í Norður-Kóreu, sem hafa hingað til verið aðalfyrirvinna fjölskyldunnar þar sem mennirnir eru skikkaðir í störf sem skila nánast engu til heimilisins. Á mörkuðunum er nú nánast ekkert að fá. Þegar Covid-19 breiddist út hafði Chan Ho fyrst áhyggjur af því að deyja úr sjúkdómnum. Eftir því sem tíminn leið fór hann þó að hafa mun meiri áhyggjur af því að svelta. Í þorpinu þar sem hann býr voru kona sem var orðin óvinnufær og börnin hennar tvö fyrst til að deyja úr hungri. Svo móðir sem var dæmd til erfiðisvinnu fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum og sonur hennar. Þá var sonur vinar Chan Ho nýlega leystur undan herskyldu vegna vannæringar. Hann dó skömmu síðar. „Ég get ekki sofið þegar ég hugsa um börnin mín, að þau þurfi að lifa í þessu vonlausa helvíti,“ segir Chan Ho. Í höfuðborginni Pyongyang reynir Ji Yeon að aðstoða þá sem minna mega sín, jafnvel þótt hún þurfi sjálf að berjast fyrir því að halda fjölskyldu sinni á lífi. Hún segir betlurum hafa fjölgað og þegar hún athugar með þá sem liggja í götunni reynast flestir þeirra látnir. Einn daginn bankaði hún á dyr nágrannafjölskyldunnar, til að færa þeim vatn. Ekkert svar. Þegar yfirvöld fóru inn þremur dögum síðar kom í ljós að allir voru látnir; höfðu soltið til dauða. Aftökur eru daglegt brauð en þrátt fyrir stöðugan áróður stjórnvalda og sambandsleysið við umheiminn virðist unga fólkið hafa sínar efasemdir. „Við ólumst upp við gjafir frá ríkinu en undir Kim Jong Un hefur fólk ekki fengið neitt,“ segir Ryu Hyun Woo, fyrrverandi diplómati sem flúði árið 2019. „Unga fólkið spyr sig nú að því hvað stjórnvöld hafi gert fyrir það.“ Prófessorinn Andrei Lankov, sem hefur rannsakað Norður-Kóreu í 40 ár, segir hins vegar áhyggjuefni hversu vel stjórnvöldum hefur tekist að sá vantrausti meðal íbúa í garð hvors annars. „Ef fólk treystir ekki hvort öðru er ómögulegt fyrir andstöðu að dafna,“ segir hann. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Norður-Kórea Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Að þessu spyr Chan Ho, einn þriggja íbúa í Norður-Kóreu sem hefur átt í leynilegum samskiptum við BBC um nokkurt skeið. Chan Ho er dulnefni. Einstaklingarnir sem BBC hefur rætt við hafa ótrúlega sögu að segja; af heilu fjölskyldunum sem svelta og harkalegum refsiaðgerðum stjórnvalda gegn öllum þeim sem voga sér að brjóta gegn settum reglum, jafnvel þótt það sé aðeins til að halda sjálfum sér og fjölskyldu sinni á lífi. Þeir segja ástandið hafa versnað til muna eftir að landamærunum var lokað í byrjun árs 2020 vegna Covid-19. Lokað var á innflutning ýmissa nauðsynja og smygl, sem hélt lífinu í mörgum fjölskyldum, varð nær ómögulegt. Áður en landamærunum var lokað seldi Myong Suk sýklalyf og önnur nauðsynleg lyf á markaðnum, sem hún hafði látið smygla fyrir sig frá Kína. Nú er nær ómögulegt að komast yfir nokkuð til að selja og Myong Suk segist hafa stanslausar áhyggjur. BBC segir hana í sömu sporum og flestar konur í Norður-Kóreu, sem hafa hingað til verið aðalfyrirvinna fjölskyldunnar þar sem mennirnir eru skikkaðir í störf sem skila nánast engu til heimilisins. Á mörkuðunum er nú nánast ekkert að fá. Þegar Covid-19 breiddist út hafði Chan Ho fyrst áhyggjur af því að deyja úr sjúkdómnum. Eftir því sem tíminn leið fór hann þó að hafa mun meiri áhyggjur af því að svelta. Í þorpinu þar sem hann býr voru kona sem var orðin óvinnufær og börnin hennar tvö fyrst til að deyja úr hungri. Svo móðir sem var dæmd til erfiðisvinnu fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum og sonur hennar. Þá var sonur vinar Chan Ho nýlega leystur undan herskyldu vegna vannæringar. Hann dó skömmu síðar. „Ég get ekki sofið þegar ég hugsa um börnin mín, að þau þurfi að lifa í þessu vonlausa helvíti,“ segir Chan Ho. Í höfuðborginni Pyongyang reynir Ji Yeon að aðstoða þá sem minna mega sín, jafnvel þótt hún þurfi sjálf að berjast fyrir því að halda fjölskyldu sinni á lífi. Hún segir betlurum hafa fjölgað og þegar hún athugar með þá sem liggja í götunni reynast flestir þeirra látnir. Einn daginn bankaði hún á dyr nágrannafjölskyldunnar, til að færa þeim vatn. Ekkert svar. Þegar yfirvöld fóru inn þremur dögum síðar kom í ljós að allir voru látnir; höfðu soltið til dauða. Aftökur eru daglegt brauð en þrátt fyrir stöðugan áróður stjórnvalda og sambandsleysið við umheiminn virðist unga fólkið hafa sínar efasemdir. „Við ólumst upp við gjafir frá ríkinu en undir Kim Jong Un hefur fólk ekki fengið neitt,“ segir Ryu Hyun Woo, fyrrverandi diplómati sem flúði árið 2019. „Unga fólkið spyr sig nú að því hvað stjórnvöld hafi gert fyrir það.“ Prófessorinn Andrei Lankov, sem hefur rannsakað Norður-Kóreu í 40 ár, segir hins vegar áhyggjuefni hversu vel stjórnvöldum hefur tekist að sá vantrausti meðal íbúa í garð hvors annars. „Ef fólk treystir ekki hvort öðru er ómögulegt fyrir andstöðu að dafna,“ segir hann. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Norður-Kórea Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira