Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2023 10:37 Johnson virðist æfareiður vegna skýrslunnar og hefur talað um „pólitíska aftöku“. AP/Frank Augstein Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. Hin þverpólitíska nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi „lokað augunum fyrir sannleikanum“ og hafði ákveðið að setja hann í 90 daga bann frá þinginu áður en hann sagði af sér þingmennsku að eigin frumkvæði þegar ljóst var í hvað stefndi. Samkvæmt nefndinni gaf Johnson ekki aðeins misvísandi svör um brot á sóttvarnarreglum í Downingstræti 10, heldur afvegaleiddi hann þingnefndina sjálfa, braut gegn reglum með því að leka upplýsingum úr skýrslu nefndarinnar í síðustu viku og gróf þar með undan lýðræðislegu hlutverki þingsins. Nefndin hefur lagt það til að Johnson verði sviptur passanum sem veitir fyrrverandi þingmönnum aðgang að Westminster. Þá hefur Verkamannaflokkurinn krafist þess að Johnson endurgreiði þau 245 þúsund pund sem skattgreiðendur hafa greitt í lögmannskostnað fyrir hann og Frjálslyndi demókrataflokkurinn kallað eftir því að hann verði sviptur 115 þúsund punda árlegri greiðslu sem fyrrverandi forsætisráðherra. "It is a dreadful day to see a former Prime Minister attacking Parliament."Former Conservative MP and Attorney General Dominic Grieve reacts to the Privileges Committee's report on Boris Johnson misleading the Commons over partygate.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501 pic.twitter.com/az407k3sv3— Sky News (@SkyNews) June 15, 2023 Í skýrslu þingnefndarinnar segir að Johnson hafi ítrekað verið vísvítandi misvísandi í svörum sínum varðandi Partygate og að fullyrðing hans um að hann hefði talið að öll þau samkvæmi sem voru haldin í Downingstræti hefðu verið í samræmi við sóttvarnareglur ættu enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefðu árásir hans á nefndina og störf hennar jafngilt árás á lýðræðislegar stofnanir ríkisins. Í skýrslunni er þess getið að stjórnvöld upplýstu í síðasta mánuði um sextán samkomur til viðbótar, sem Johnson hefur sagt að hafi verið nauðsynlegar þar sem eiginkona hans var ólétt. Nefndin segir að ef í ljós komi að sú fullyrðing sé ósönn, hafi Johnson enn og aftur gerst sekur um að vanvirða þingið. Nefndin gagnrýnir Johnson fyrir að hafa viljandi hunsað sannleikann og sakar hann um að hafa freistað þess að endurskrifa reglurnar til að passa því sem hann vildi meina að hefði átt sér stað. Í kjölfar grófra árása Johnson og stuðningsmanna hans á nefndarmenn hefði verið til skoðunar að auka öryggi þeirra. Íhaldsmaðurinn Penny Mordaunt, forseti þingsins, hefur sagt að þingmönnum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða atkvæði þegar skýrslan verður tekin fyrir. Hún segir að menn verði að gera það sem þeir telja rétt og að ekki ætti að setja þrýsting á þingmenn að kjósa á einn veg eða annan. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian. Bretland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hin þverpólitíska nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Johnson hafi „lokað augunum fyrir sannleikanum“ og hafði ákveðið að setja hann í 90 daga bann frá þinginu áður en hann sagði af sér þingmennsku að eigin frumkvæði þegar ljóst var í hvað stefndi. Samkvæmt nefndinni gaf Johnson ekki aðeins misvísandi svör um brot á sóttvarnarreglum í Downingstræti 10, heldur afvegaleiddi hann þingnefndina sjálfa, braut gegn reglum með því að leka upplýsingum úr skýrslu nefndarinnar í síðustu viku og gróf þar með undan lýðræðislegu hlutverki þingsins. Nefndin hefur lagt það til að Johnson verði sviptur passanum sem veitir fyrrverandi þingmönnum aðgang að Westminster. Þá hefur Verkamannaflokkurinn krafist þess að Johnson endurgreiði þau 245 þúsund pund sem skattgreiðendur hafa greitt í lögmannskostnað fyrir hann og Frjálslyndi demókrataflokkurinn kallað eftir því að hann verði sviptur 115 þúsund punda árlegri greiðslu sem fyrrverandi forsætisráðherra. "It is a dreadful day to see a former Prime Minister attacking Parliament."Former Conservative MP and Attorney General Dominic Grieve reacts to the Privileges Committee's report on Boris Johnson misleading the Commons over partygate.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501 pic.twitter.com/az407k3sv3— Sky News (@SkyNews) June 15, 2023 Í skýrslu þingnefndarinnar segir að Johnson hafi ítrekað verið vísvítandi misvísandi í svörum sínum varðandi Partygate og að fullyrðing hans um að hann hefði talið að öll þau samkvæmi sem voru haldin í Downingstræti hefðu verið í samræmi við sóttvarnareglur ættu enga stoð í raunveruleikanum. Þá hefðu árásir hans á nefndina og störf hennar jafngilt árás á lýðræðislegar stofnanir ríkisins. Í skýrslunni er þess getið að stjórnvöld upplýstu í síðasta mánuði um sextán samkomur til viðbótar, sem Johnson hefur sagt að hafi verið nauðsynlegar þar sem eiginkona hans var ólétt. Nefndin segir að ef í ljós komi að sú fullyrðing sé ósönn, hafi Johnson enn og aftur gerst sekur um að vanvirða þingið. Nefndin gagnrýnir Johnson fyrir að hafa viljandi hunsað sannleikann og sakar hann um að hafa freistað þess að endurskrifa reglurnar til að passa því sem hann vildi meina að hefði átt sér stað. Í kjölfar grófra árása Johnson og stuðningsmanna hans á nefndarmenn hefði verið til skoðunar að auka öryggi þeirra. Íhaldsmaðurinn Penny Mordaunt, forseti þingsins, hefur sagt að þingmönnum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiða atkvæði þegar skýrslan verður tekin fyrir. Hún segir að menn verði að gera það sem þeir telja rétt og að ekki ætti að setja þrýsting á þingmenn að kjósa á einn veg eða annan. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian.
Bretland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira