Hafa áhyggjur af kortlagningu Rússa á sæstrengjum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. júní 2023 10:36 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Fulltrúar JEF ríkjanna, þar á meðal Íslands, funduðu á þriðjudag í Amsterdam. Eitt stærsta umræðuefnið á fundinum voru neðansjávarinnviðir sem ógnað er af Rússum. „Það liggur fyrir að Rússland hefur um nokkurt skeið stundað eftirlit og kortlagningu á svæðum þar sem mikilvægir neðansjávarinnviðir eru til staðar og hefur Ísland ásamt öðrum ríkjum áhyggjur af þeim umsvifum,“ segir Sveinn Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins í svari við fyrirspurn Vísis um fundinn. „Í kjölfar skemmdaverkanna á Nordstream gasleiðslunni hefur allt samstarf um vernd neðansjávarinnviða verið stóraukið með bættum upplýsingaskiptum og eftirliti meðal annars innan JEF samstarfsins og á vettvangi Atlantshafsbandalagins.“ JEF er öryggis og varnarbandalag tíu ríkja í norðurhluta Evrópu, sem flest eru einnig í Atlantshafsbandalaginu. JEF er undir forystu Breta en auk þess eru í því öll Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin og Holland. Á fundi varnarmálaráðherra í Amsterdam var meðal annars samþykktur 92 milljón punda stuðningur við Úkraínu, það er 16 milljarða króna. Einnig að efla upplýsingagjöf í varnarmálum milli ríkjanna og að verja neðansjávarinnviði. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri, sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Rússar sigldu nálægt IRIS Þegar kemur að neðansjávarinnviðum eru það fyrst og fremst fjarskiptasæstrengir sem Ísland þarf að huga að að sögn Sveins. Þeir gegna mikilvægu hlutverki fyrir samskipti landsins við umheiminn. „Unnið hefur verið að því að fjölga strengjum til að bæta rekstraröryggi þeirra, allt samstarf um eftirlit, upplýsingaskipti og viðbragð hefur verið aukið í samstarfi við bandalagsríki samhliða því að þróa frekari varatengingar,“ segir Sveinn. Fjarskiptastrengjum hefur verið fjölgað til að tryggja öryggi samskipta Íslands við útlönd.Farice Ekki eru margir mánuðir síðan að IRIS fjarskiptastrengurinn var formlega tekinn í gagnið. Hann liggur frá Þorlákshöfn að Galway á vesturströnd Írlands. Aðrir eru Farice sem liggur til Færeyja og Skotlands, Danice sem liggur til Danmerkur og Greenland Connect til Grænlands en hinn síðastnefndi er í eigu Grænlendinga. CANTAT 3 strengurinn, sem liggur milli Kanada og Evrópu, með tengingu við Vestmannaeyjar, er enn þá til en þykir úreltur og þjónustar fyrst og fremst olíuborpalla. Í apríl greindi Vísir frá því að tvö rússnesk skip, með getu til framkvæmda á sjávarbotni, hafi siglt grunsamlega nálægt IRIS strengnum við strönd Írlands. Írski flugherinn og flotinn fylgdust með ferðum skipanna og gerðu Íslendingum viðvart. Vernd bandarískra kafbáta Sveinn segir að vernd, eftirlit og viðbragð vegna mikilvægra neðansjávarinnviða kalli bæði á innlendan viðbúnað og samstarf við önnur ríki. Ríki beri ábyrgð á eigin lögsögu en vinni náið saman að því að efla eftirlit, upplýsingaskipti og mögulegt viðbragð vegna skemmda á neðansjávarinnviðum. Fulltrúar JEF ríkjanna funduðu í Amsterdam á þriðjudag. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri er annar frá vinstri á myndinni.JEF „Í mörgum tilfellum liggja slíkir innviðir um lögsögu nokkurra ríkja sem kallar á náið samráð og viðbragð. Innan Atlantshafsbandalagsins hefur markvisst verið unnið að því að styrkja samstarf á þessu sviði og hefur bandalagið jafnframt ályktað að það muni bregðast sameiginlega við vísvitandi árásum á mikilvæga innviði,“ segir Sveinn. Þá sé aukið kafbátaeftirlit bandalagsríkja umhverfis Ísland og nýleg ákvörðun stjórnvalda um að heimila bandarískum kafbátum að koma hingað liður í auknu eftirliti og tryggi jafn framt betra öryggi neðansjávarinnviða. Utanríkismál Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Skemmdu sæstrenginn til Svalbarða í fyrra Rússneskur togari skemmdi fjarskiptasæstrenginn sem liggur frá Noregi til Svalbarða í janúar árið 2022. Talið er að um viljaverk sé að ræða en togarinn sigldi fram og til baka með veiðarfærin yfir strenginn. 5. apríl 2023 13:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það liggur fyrir að Rússland hefur um nokkurt skeið stundað eftirlit og kortlagningu á svæðum þar sem mikilvægir neðansjávarinnviðir eru til staðar og hefur Ísland ásamt öðrum ríkjum áhyggjur af þeim umsvifum,“ segir Sveinn Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins í svari við fyrirspurn Vísis um fundinn. „Í kjölfar skemmdaverkanna á Nordstream gasleiðslunni hefur allt samstarf um vernd neðansjávarinnviða verið stóraukið með bættum upplýsingaskiptum og eftirliti meðal annars innan JEF samstarfsins og á vettvangi Atlantshafsbandalagins.“ JEF er öryggis og varnarbandalag tíu ríkja í norðurhluta Evrópu, sem flest eru einnig í Atlantshafsbandalaginu. JEF er undir forystu Breta en auk þess eru í því öll Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin og Holland. Á fundi varnarmálaráðherra í Amsterdam var meðal annars samþykktur 92 milljón punda stuðningur við Úkraínu, það er 16 milljarða króna. Einnig að efla upplýsingagjöf í varnarmálum milli ríkjanna og að verja neðansjávarinnviði. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri, sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Rússar sigldu nálægt IRIS Þegar kemur að neðansjávarinnviðum eru það fyrst og fremst fjarskiptasæstrengir sem Ísland þarf að huga að að sögn Sveins. Þeir gegna mikilvægu hlutverki fyrir samskipti landsins við umheiminn. „Unnið hefur verið að því að fjölga strengjum til að bæta rekstraröryggi þeirra, allt samstarf um eftirlit, upplýsingaskipti og viðbragð hefur verið aukið í samstarfi við bandalagsríki samhliða því að þróa frekari varatengingar,“ segir Sveinn. Fjarskiptastrengjum hefur verið fjölgað til að tryggja öryggi samskipta Íslands við útlönd.Farice Ekki eru margir mánuðir síðan að IRIS fjarskiptastrengurinn var formlega tekinn í gagnið. Hann liggur frá Þorlákshöfn að Galway á vesturströnd Írlands. Aðrir eru Farice sem liggur til Færeyja og Skotlands, Danice sem liggur til Danmerkur og Greenland Connect til Grænlands en hinn síðastnefndi er í eigu Grænlendinga. CANTAT 3 strengurinn, sem liggur milli Kanada og Evrópu, með tengingu við Vestmannaeyjar, er enn þá til en þykir úreltur og þjónustar fyrst og fremst olíuborpalla. Í apríl greindi Vísir frá því að tvö rússnesk skip, með getu til framkvæmda á sjávarbotni, hafi siglt grunsamlega nálægt IRIS strengnum við strönd Írlands. Írski flugherinn og flotinn fylgdust með ferðum skipanna og gerðu Íslendingum viðvart. Vernd bandarískra kafbáta Sveinn segir að vernd, eftirlit og viðbragð vegna mikilvægra neðansjávarinnviða kalli bæði á innlendan viðbúnað og samstarf við önnur ríki. Ríki beri ábyrgð á eigin lögsögu en vinni náið saman að því að efla eftirlit, upplýsingaskipti og mögulegt viðbragð vegna skemmda á neðansjávarinnviðum. Fulltrúar JEF ríkjanna funduðu í Amsterdam á þriðjudag. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri er annar frá vinstri á myndinni.JEF „Í mörgum tilfellum liggja slíkir innviðir um lögsögu nokkurra ríkja sem kallar á náið samráð og viðbragð. Innan Atlantshafsbandalagsins hefur markvisst verið unnið að því að styrkja samstarf á þessu sviði og hefur bandalagið jafnframt ályktað að það muni bregðast sameiginlega við vísvitandi árásum á mikilvæga innviði,“ segir Sveinn. Þá sé aukið kafbátaeftirlit bandalagsríkja umhverfis Ísland og nýleg ákvörðun stjórnvalda um að heimila bandarískum kafbátum að koma hingað liður í auknu eftirliti og tryggi jafn framt betra öryggi neðansjávarinnviða.
Utanríkismál Sæstrengir Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Skemmdu sæstrenginn til Svalbarða í fyrra Rússneskur togari skemmdi fjarskiptasæstrenginn sem liggur frá Noregi til Svalbarða í janúar árið 2022. Talið er að um viljaverk sé að ræða en togarinn sigldi fram og til baka með veiðarfærin yfir strenginn. 5. apríl 2023 13:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01
Skemmdu sæstrenginn til Svalbarða í fyrra Rússneskur togari skemmdi fjarskiptasæstrenginn sem liggur frá Noregi til Svalbarða í janúar árið 2022. Talið er að um viljaverk sé að ræða en togarinn sigldi fram og til baka með veiðarfærin yfir strenginn. 5. apríl 2023 13:12