Meistarabanarnir taka á móti Blikum í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur“ Aron Guðmundsson skrifar 15. júní 2023 15:01 Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttara Vísir/Vilhelm Gunnarsson Það dregur til tíðinda í kvöld þegar að átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefjast og í Laugardalnum er á dagskrá stórleikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Breiðablik komst nokkuð örugglega áfram í átta liða úrslitin með sjö marka sigri á Fram á meðan að Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og slógu út ríkjandi bikarmeistara Vals.Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir liðið taka með sér jákvæða hluti og sjálfstraust úr síðustu umferð inn í leik kvöldsins.„Það var gott að byrja keppnina af þeim krafti sem við gerðum í sigurleiknum gegn Val, það eykur sjálfstraustið hjá okkur en að sama skapi vitum við að hver leikur á sitt eigið líf og leikur kvöldsins getur spilast hvernig sem er.Auðvitað hjálpar þessi sigurleikur gegn Val okkur en á sama skapi kemur lið Breiðabliks með fullt sjálfstraust inn í þessa viðureign eftir að hafa unnið ÍBV á dögunum í deildinni á meðan að við töpuðum fyrir Keflavík.“Álfhildur segir leikmenn Þróttar samstíga með það að vilja komast strax aftur á sigurbraut eftir fremur óvænt tap á dögunum.„Það var ekki góður leikur af okkar hálfu og við viljum svara fyrir það. Svo er bikarinn bara allt önnur keppni og maður veit einhvern veginn aldrei hvernig þeir leikir spilast.“Þróttur og Breiðablik hafa ekki mæst til þessa á yfirstandandi tímabili en ýmsar vísbendingar má þó draga út frá stöðu liðanna í Bestu deildinni.Aðeins þrjú stig skilja á milli þeirra í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.„Það býr mikill hraði í þessu Breiðabliks liði og þær eru ótrúlega góðar sóknarlega. Við vitum því að þetta verður hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja þrá það að vinna alveg rosalega mikið.“Hvernig finnst þér spilamennska liðsins hafa þróast á yfirstandandi tímabili?„Mér finnst hafa gengið vel hjá okkur, auðvitað höfum við samt sem áður tekið einhver feilspor en mér finnst við vera mjög vel spilandi.“Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í húfi í kvöld og ekki hægt að segja annað en að veðurfarslegar aðstæður bjóði upp á frábært umhverfi fyrir stórleikinn í Laugardalnum. Álfhildur vill sjá fulla stúku af fólki á heimavelli Þróttar.„Við viljum helst fylla völlinn. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið ótrúlega duglegir við að mæta á völlinn á tímabilinu og styðja okkur áfram. Ég er því að búast við að sjá fulla stúku í kvöld.“ Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Breiðablik komst nokkuð örugglega áfram í átta liða úrslitin með sjö marka sigri á Fram á meðan að Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og slógu út ríkjandi bikarmeistara Vals.Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir liðið taka með sér jákvæða hluti og sjálfstraust úr síðustu umferð inn í leik kvöldsins.„Það var gott að byrja keppnina af þeim krafti sem við gerðum í sigurleiknum gegn Val, það eykur sjálfstraustið hjá okkur en að sama skapi vitum við að hver leikur á sitt eigið líf og leikur kvöldsins getur spilast hvernig sem er.Auðvitað hjálpar þessi sigurleikur gegn Val okkur en á sama skapi kemur lið Breiðabliks með fullt sjálfstraust inn í þessa viðureign eftir að hafa unnið ÍBV á dögunum í deildinni á meðan að við töpuðum fyrir Keflavík.“Álfhildur segir leikmenn Þróttar samstíga með það að vilja komast strax aftur á sigurbraut eftir fremur óvænt tap á dögunum.„Það var ekki góður leikur af okkar hálfu og við viljum svara fyrir það. Svo er bikarinn bara allt önnur keppni og maður veit einhvern veginn aldrei hvernig þeir leikir spilast.“Þróttur og Breiðablik hafa ekki mæst til þessa á yfirstandandi tímabili en ýmsar vísbendingar má þó draga út frá stöðu liðanna í Bestu deildinni.Aðeins þrjú stig skilja á milli þeirra í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.„Það býr mikill hraði í þessu Breiðabliks liði og þær eru ótrúlega góðar sóknarlega. Við vitum því að þetta verður hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja þrá það að vinna alveg rosalega mikið.“Hvernig finnst þér spilamennska liðsins hafa þróast á yfirstandandi tímabili?„Mér finnst hafa gengið vel hjá okkur, auðvitað höfum við samt sem áður tekið einhver feilspor en mér finnst við vera mjög vel spilandi.“Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í húfi í kvöld og ekki hægt að segja annað en að veðurfarslegar aðstæður bjóði upp á frábært umhverfi fyrir stórleikinn í Laugardalnum. Álfhildur vill sjá fulla stúku af fólki á heimavelli Þróttar.„Við viljum helst fylla völlinn. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið ótrúlega duglegir við að mæta á völlinn á tímabilinu og styðja okkur áfram. Ég er því að búast við að sjá fulla stúku í kvöld.“
Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira