Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2023 11:43 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á síðasta ári nam 7,8 prósentum, sem er hæsta hlutfall síðan árið 2018, þegar hann nam 8,2 prósentum og hafði þá aldrei verið hærri. Þá nam hlutdeild ferðaþjónustu í heildarvinnustundum 8,3 í fyrra, og hefur sömuleiðis ekki verið hærri síðan 2018, þegar hlutfallið var 9,8 prósent. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir viðspyrnu ferðaþjónustunnar sterka. Góð teikn séu á lofti nánast hvar sem litið er. „Til dæmis á neyslu ferðamanna á landinu, sem er sú mesta sem við höfum séð, á breytilegu verðlagi. Og það á ári þar sem við erum með færri ferðamenn en áður, sem segir okkur það að verðmætin sem hver ferðamaður er að skilja eftir eru meiri en áður. Sem er líka það sem við viljum sjá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Útlit sé fyrir að árið í ár verði stærra en árin fyrir faraldur. „Það náttúrulega eru ansi margar breytur sem þarf að rannsaka betur til þess að við áttum okkur betur og getum spáð betur um framíðina, en það lítur út fyrir það að þessi þróun muni halda áfram.“ En er Ísland þá að nálgast hámarksafkastagetu í ferðaþjónustu? „Allar spurningar um það hvað við getum tekið á móti mörgum eru mjög afstæðar.“ Þar skipti meðal annars máli hvar ferðamennirnir halda sig, hvort þeir séu allir nálægt höfuðborgarsvæðinu eða dreifist um landið. Vel hafi gengið að byggja upp innviði og stefnan sé ekki að fylla landið af ferðamönnum þar til þolmörkum verði náð. „Markmiðið núna hlýtur að vera að ná stöðugleika í sjálfbærri atvinnugrein sem gefur af sér gríðarlegar fjárhæðir inn í þjóðarbúið og byggir upp samfélagið fyrir okkur öll. Það er markmiðið,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á síðasta ári nam 7,8 prósentum, sem er hæsta hlutfall síðan árið 2018, þegar hann nam 8,2 prósentum og hafði þá aldrei verið hærri. Þá nam hlutdeild ferðaþjónustu í heildarvinnustundum 8,3 í fyrra, og hefur sömuleiðis ekki verið hærri síðan 2018, þegar hlutfallið var 9,8 prósent. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir viðspyrnu ferðaþjónustunnar sterka. Góð teikn séu á lofti nánast hvar sem litið er. „Til dæmis á neyslu ferðamanna á landinu, sem er sú mesta sem við höfum séð, á breytilegu verðlagi. Og það á ári þar sem við erum með færri ferðamenn en áður, sem segir okkur það að verðmætin sem hver ferðamaður er að skilja eftir eru meiri en áður. Sem er líka það sem við viljum sjá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Útlit sé fyrir að árið í ár verði stærra en árin fyrir faraldur. „Það náttúrulega eru ansi margar breytur sem þarf að rannsaka betur til þess að við áttum okkur betur og getum spáð betur um framíðina, en það lítur út fyrir það að þessi þróun muni halda áfram.“ En er Ísland þá að nálgast hámarksafkastagetu í ferðaþjónustu? „Allar spurningar um það hvað við getum tekið á móti mörgum eru mjög afstæðar.“ Þar skipti meðal annars máli hvar ferðamennirnir halda sig, hvort þeir séu allir nálægt höfuðborgarsvæðinu eða dreifist um landið. Vel hafi gengið að byggja upp innviði og stefnan sé ekki að fylla landið af ferðamönnum þar til þolmörkum verði náð. „Markmiðið núna hlýtur að vera að ná stöðugleika í sjálfbærri atvinnugrein sem gefur af sér gríðarlegar fjárhæðir inn í þjóðarbúið og byggir upp samfélagið fyrir okkur öll. Það er markmiðið,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06