Innlent

Jón Gunnar skipaður skrif­stofu­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytinu

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Gunnar Vilhelmsson.
Jón Gunnar Vilhelmsson. Stjr

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað Jón Gunnar Vilhelmsson í embætti skrifstofustjóra skrifstofu stjórnunar og umbóta hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að staðan hafi verið auglýst í apríl síðastliðinn. Jón Gunnar hafi verið valinn í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd, en Jón Gunnar tók við embættinu 14. júní síðastliðinn.

Jón Gunnar hefur starfað hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu síðastliðin sjö ár og verið staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnunar og umbóta í rúm fimm ár.

„Jón Gunnar er með B.A. gráðu í hagfræði frá University of Toronto og M.Phil gráðu í alþjóðahagfræði og fjármálum frá University of Glasgow, auk þess að hafa verðbréfaréttindi. Hann hefur yfir 20 ára reynslu af stjórnun og rekstri og yfirgripsmikla þekkingu á fjármálum og opinberri stjórnsýslu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×