Fjórar sænskar borgir bítast um að fá að halda Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 14:40 Loreen vann Eurovision í annað sinn þegar keppnin fór fram í Liverpool í Englandi í maí síðastliðinn. Hún hafði áður unnið keppnina með laginu Euphoria í Bakú í Aserbaídsjan árið 2012. EPA Frestur sænska ríkissjónvarpsins til að sækja um að fá að halda Eurovision í maí á næsta ári rann út á mánudaginn. Yfirvöld í fjórum sænskum borgum sendu inn umsóknir um að fá að halda keppnina. Sænskir fjölmiðlar segja að umsóknir hafi borist frá höfuðborginni Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og svo Örnskjöldsvik. Ljóst er að Svíar munu halda keppnina í maí á næsta ári eftir að Loreen og lag hennar Tattoo vann sigur í keppninni sem fram fór í Liverpool í Bretlandi fyrir um mánuði. Með sigrinum jöfnuðu Svíar met Íra með því að hafa unnið Eurovision sjö sinnum. Stokkhólmur: Yfirvöld í Stokkhólmi leggja til að keppnin verði haldin annað hvort á þjóðarleikvangnum Friends Arena eða þá Tele2 Arena. Eurovision hefur áður farið fram í Stokkhólmi árin 1975, 2000 og 2016. Gautaborg: Yfirvöld í Gautaborg leggja til að Eurovision fari fram í tónleika- íþróttahöllinni Scandinavium þar sem keppnin var haldin árið 1985. Margir eru á því að „röðin sé komin“ að Gautaborg, en aldur hallarinnar og hvort þak hennar þoli nauðsynlegan ljósabúnað í lofti hafa vakið upp spurningar. Malmö: Eurovision hefur áður verið haldin í Malmö árin 1992 og 2013, eftir sigra Carolu (Fångad av en stormvind) og Loreen (Euphoria). Lagt er til að keppnin verði haldin í Malmö Arena þar sem keppnin var síðast haldin 2013. Örnsköldsvik: Borgaryfirvöld í Örnsköldsvik leggja til að keppnin verði haldin í Hägglunds Arena sem oft hefur hýst undankvöld í Melodifestivalen, söngvakeppninni þar sem framlag Svía í Eurovision er valið. Ljóst er að að Örnsköldsvik, sem er að finna um fimm hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi, gæti aldrei skaffað hótelgistingu fyrir alla gesti Eurovision. Bent er á að hægt væri að sigla skemmtiferðaskipum til borgarinnar til að hýsa liðið. Vonast er til að hægt verði að kynna síðar í sumar hvaða borg muni hýsa keppnina á næsta ári. Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo Svíþjóð Eurovision Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar segja að umsóknir hafi borist frá höfuðborginni Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og svo Örnskjöldsvik. Ljóst er að Svíar munu halda keppnina í maí á næsta ári eftir að Loreen og lag hennar Tattoo vann sigur í keppninni sem fram fór í Liverpool í Bretlandi fyrir um mánuði. Með sigrinum jöfnuðu Svíar met Íra með því að hafa unnið Eurovision sjö sinnum. Stokkhólmur: Yfirvöld í Stokkhólmi leggja til að keppnin verði haldin annað hvort á þjóðarleikvangnum Friends Arena eða þá Tele2 Arena. Eurovision hefur áður farið fram í Stokkhólmi árin 1975, 2000 og 2016. Gautaborg: Yfirvöld í Gautaborg leggja til að Eurovision fari fram í tónleika- íþróttahöllinni Scandinavium þar sem keppnin var haldin árið 1985. Margir eru á því að „röðin sé komin“ að Gautaborg, en aldur hallarinnar og hvort þak hennar þoli nauðsynlegan ljósabúnað í lofti hafa vakið upp spurningar. Malmö: Eurovision hefur áður verið haldin í Malmö árin 1992 og 2013, eftir sigra Carolu (Fångad av en stormvind) og Loreen (Euphoria). Lagt er til að keppnin verði haldin í Malmö Arena þar sem keppnin var síðast haldin 2013. Örnsköldsvik: Borgaryfirvöld í Örnsköldsvik leggja til að keppnin verði haldin í Hägglunds Arena sem oft hefur hýst undankvöld í Melodifestivalen, söngvakeppninni þar sem framlag Svía í Eurovision er valið. Ljóst er að að Örnsköldsvik, sem er að finna um fimm hundruð kílómetra norður af Stokkhólmi, gæti aldrei skaffað hótelgistingu fyrir alla gesti Eurovision. Bent er á að hægt væri að sigla skemmtiferðaskipum til borgarinnar til að hýsa liðið. Vonast er til að hægt verði að kynna síðar í sumar hvaða borg muni hýsa keppnina á næsta ári. Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo
Sigrar Svía í Eurovision: 1974: ABBA – Waterloo. 1984: Herrey's – Diggi-loo Diggy-ley. 1991: Carola – Fångad Av En Stormvind. 1999: Charlotte Nilsson – Take Me To Your Heaven. 2012: Loreen – Euphoria. 2015: Måns Zelmerlöw – Heroes. 2023: Loreen – Tattoo
Svíþjóð Eurovision Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira