Verðmat Sjóvar lækkaði lítillega en er umtalsvert yfir markaðsvirði

Verðmat Jakobsson Capital á Sjóvá lækkaði lítillega milli ársfjórðunga í ljósi dekkri horfa fyrir reksturinn í ár. Stjórnendur félagsins eru „örlítið dekkri á tryggingarreksturinn“ nú en við áramót, segir í verðmatinu. Það er engu að síður 22 prósent yfir markaðsvirði um þessar mundir.