Gekk berserksgang í sumarbústað Árni Sæberg skrifar 16. júní 2023 16:59 Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir að hóta lögregluþjóni lífláti í lyftu á lögreglustöðinni á Selfossi. Vísir/Vilhelm Selfyssingur á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir fimm líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni og umferðarlagabrot. Meðal brotanna eru fjórar líkamsárásir framdar í sumarbústað sama kvöldið. Fyrsta ákæra á hendur manninum er dagsett í ágúst árið 2021. Samkvæmt ákæru voru málavextir þeir að lögregla fór að Hótel Selfossi vegna tilkynningar um slagsmál fyrir utan hótelið í júní árið 2020. Þar hafi þeir hitt fyrir hóp fólki sem hélt manninum niðri vegna þess hve æstur hann var. Maðurinn hafi verið handtekinn og færður til fangaklefa þar sem hann var verulega dónalegur og með skæting. Hann hafi meðal annars hótað lögregluþjónum lífláti og barsmíðum. Í skýrslu lögreglumanns kemur fram að þegar lögreglumenn hafi verið að færa manninn í lyftu á lögreglustöð hafi með verið með derring, og þegar þeir hafi fært hann að fangamóttöku hafi hann reynt að sparka í fótlegg lögreglumannsins en ekki hitt. Þá hafi hann sagt „Brjóttu á mér hendina áður en ég fucking drep þig, áður en ég drep þig, ég mun stinga þig í andlitið, treystu mér, ég drep þig.“ Brjálaðist í sumarbústað Annar ákæruliður er dagsettur september árið 2020. Í frumskýrslu lögreglu segir að lögreglu hafi borist tilkynning í janúar árið 2020 vegna óláta í sumarbústað á Vaðnesvegi, þar sem maður hefði veist að nokkrum og ærst eftir rifrildi. Á vettvangi hafi lögreglumenn hitt fyrir tilkynnanda, sem kveðið hafi manninn hafa slegið hann í höfuðið og ráðist á nokkra aðra. Þá hafi lögreglumenn farið inn í sumarbústaðinn og hitt þar manninn í einu herbergi bústaðarins, hvar hann hafi setið einn og verið í símanum. Hann hafi verið frekar rólegur, sjáanlega mjög ölvaður og í uppnámi. Aðspurður hafi hann kveðið ekkert hafa gerst og þetta væri allt bull. Í eldhúsi bústaðarins hafi verið fólk sem allt var í miklu uppnámi og talsvert ölvað. Hafi reynst erfitt að fá greinargóðan framburð hjá því, en það þó sammælst um að upp hafi komið atvik inni í einu herbergjanna þar sem maðurinn hafi gengið fram af þolinmæði hinna með dónaskap og leiðindum. Hann hafi verið æstur og árásargjarn sem hafi endað með handalögmálum milli hans og annarra. Vitni hafi lýst atvikum svo að maðurinn hafi verið einn inni í herbergi með konu og þrír hafi verið að reyna að komast inn í herbergið. Maðurinn hafi verið ósáttur við það og lamið einn í vinstra eyrað, kýlt annan í nefið og skallað hann og bitið þriðja í vinstri öxlina. Þegar lögreglu bar að garði hafi eitt vitnið verið með greinilegt bitfar á öxlinni, sem blæddi úr og virtist talsvert djúpt. Annar hafi verið með sjáanlega áverka í andliti, mjög bólginn við nefbein og ekki getað andað í gegnum aðra nösina. Hann hafi einnig veriðbólginn á enni. Sá þriðji hafi ekki verið með sjáanlega áverka. Þá hafi fjórða vitnið og brotaþolinn mætt á lögreglustöð ásamt konunni sem hafði verið í herberginu með manninum. Sá lýsti atvikum þannig að hann hafi verið að gera að sárum eins mannanna í sófa í stofu bústaðarins, þegar maðurinn hafi komið þangað mjög æstur, bitið hann í nefið og slegið í andlitið. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök en kannaðist við að hafa slegið frá sér í bústaðnum. Það hafi verið gert í neyðarvörn þegar meintir brotaþolar veittust að honum. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að sú fullyrðing eigi sér ekki stoð í gögnum málsins. Greip í nærbuxur manns Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í maí árið 2020, framan við inngang að eldsneytisverslun á Selfossi, veist að manni, með því að grípa aftan í nærbuxur sem hann klæddist og kasta honum þannig til hliðar og örskömmu síðar veist að honum að nýju, gripið í peysu sem hann klæddist og kastað honum þannig að hann lenti á baki á stétt og þar sem hann lá, fyrst sparkað í hægri hlið líkama hans og svo gripið aftur í peysu sem hann klæddist og rifið hann þannig upp af stéttinni og kastað honum aftur til jarðar; allt framangreint með þeim afleiðingum að hann hlaut þreifi eymsli yfir mjaðmabeinum og þjóvöðva. Maðurinn játaði þetta brot sitt skýlaust auk þess að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengi. Maðurinn var sakfelldur í öllum ákæruliðum í héraði og dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, þar af var fullnustu þriggja mánað frestað til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða 120 þúsund krónur í sekt og þola ævilanga sviptingu ökuréttinda, að greiða einum brotaþola 300 þúsund krónur í miskabætur og 250 þúsund krónur í málskostnað og að greiða allan sakarkostnað, rúmlega eina milljón króna. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóm með vísan til heimilda hans. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins tæplega 800 þúsund krónur og málskostnað brotaþola vegna málsmeðferðar fyrir Landsrétti, 250 þúsund krónur. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Suðurlands má lesa hér. Dómsmál Árborg Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fyrsta ákæra á hendur manninum er dagsett í ágúst árið 2021. Samkvæmt ákæru voru málavextir þeir að lögregla fór að Hótel Selfossi vegna tilkynningar um slagsmál fyrir utan hótelið í júní árið 2020. Þar hafi þeir hitt fyrir hóp fólki sem hélt manninum niðri vegna þess hve æstur hann var. Maðurinn hafi verið handtekinn og færður til fangaklefa þar sem hann var verulega dónalegur og með skæting. Hann hafi meðal annars hótað lögregluþjónum lífláti og barsmíðum. Í skýrslu lögreglumanns kemur fram að þegar lögreglumenn hafi verið að færa manninn í lyftu á lögreglustöð hafi með verið með derring, og þegar þeir hafi fært hann að fangamóttöku hafi hann reynt að sparka í fótlegg lögreglumannsins en ekki hitt. Þá hafi hann sagt „Brjóttu á mér hendina áður en ég fucking drep þig, áður en ég drep þig, ég mun stinga þig í andlitið, treystu mér, ég drep þig.“ Brjálaðist í sumarbústað Annar ákæruliður er dagsettur september árið 2020. Í frumskýrslu lögreglu segir að lögreglu hafi borist tilkynning í janúar árið 2020 vegna óláta í sumarbústað á Vaðnesvegi, þar sem maður hefði veist að nokkrum og ærst eftir rifrildi. Á vettvangi hafi lögreglumenn hitt fyrir tilkynnanda, sem kveðið hafi manninn hafa slegið hann í höfuðið og ráðist á nokkra aðra. Þá hafi lögreglumenn farið inn í sumarbústaðinn og hitt þar manninn í einu herbergi bústaðarins, hvar hann hafi setið einn og verið í símanum. Hann hafi verið frekar rólegur, sjáanlega mjög ölvaður og í uppnámi. Aðspurður hafi hann kveðið ekkert hafa gerst og þetta væri allt bull. Í eldhúsi bústaðarins hafi verið fólk sem allt var í miklu uppnámi og talsvert ölvað. Hafi reynst erfitt að fá greinargóðan framburð hjá því, en það þó sammælst um að upp hafi komið atvik inni í einu herbergjanna þar sem maðurinn hafi gengið fram af þolinmæði hinna með dónaskap og leiðindum. Hann hafi verið æstur og árásargjarn sem hafi endað með handalögmálum milli hans og annarra. Vitni hafi lýst atvikum svo að maðurinn hafi verið einn inni í herbergi með konu og þrír hafi verið að reyna að komast inn í herbergið. Maðurinn hafi verið ósáttur við það og lamið einn í vinstra eyrað, kýlt annan í nefið og skallað hann og bitið þriðja í vinstri öxlina. Þegar lögreglu bar að garði hafi eitt vitnið verið með greinilegt bitfar á öxlinni, sem blæddi úr og virtist talsvert djúpt. Annar hafi verið með sjáanlega áverka í andliti, mjög bólginn við nefbein og ekki getað andað í gegnum aðra nösina. Hann hafi einnig veriðbólginn á enni. Sá þriðji hafi ekki verið með sjáanlega áverka. Þá hafi fjórða vitnið og brotaþolinn mætt á lögreglustöð ásamt konunni sem hafði verið í herberginu með manninum. Sá lýsti atvikum þannig að hann hafi verið að gera að sárum eins mannanna í sófa í stofu bústaðarins, þegar maðurinn hafi komið þangað mjög æstur, bitið hann í nefið og slegið í andlitið. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök en kannaðist við að hafa slegið frá sér í bústaðnum. Það hafi verið gert í neyðarvörn þegar meintir brotaþolar veittust að honum. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að sú fullyrðing eigi sér ekki stoð í gögnum málsins. Greip í nærbuxur manns Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í maí árið 2020, framan við inngang að eldsneytisverslun á Selfossi, veist að manni, með því að grípa aftan í nærbuxur sem hann klæddist og kasta honum þannig til hliðar og örskömmu síðar veist að honum að nýju, gripið í peysu sem hann klæddist og kastað honum þannig að hann lenti á baki á stétt og þar sem hann lá, fyrst sparkað í hægri hlið líkama hans og svo gripið aftur í peysu sem hann klæddist og rifið hann þannig upp af stéttinni og kastað honum aftur til jarðar; allt framangreint með þeim afleiðingum að hann hlaut þreifi eymsli yfir mjaðmabeinum og þjóvöðva. Maðurinn játaði þetta brot sitt skýlaust auk þess að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengi. Maðurinn var sakfelldur í öllum ákæruliðum í héraði og dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, þar af var fullnustu þriggja mánað frestað til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða 120 þúsund krónur í sekt og þola ævilanga sviptingu ökuréttinda, að greiða einum brotaþola 300 þúsund krónur í miskabætur og 250 þúsund krónur í málskostnað og að greiða allan sakarkostnað, rúmlega eina milljón króna. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóm með vísan til heimilda hans. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins tæplega 800 þúsund krónur og málskostnað brotaþola vegna málsmeðferðar fyrir Landsrétti, 250 þúsund krónur. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Suðurlands má lesa hér.
Dómsmál Árborg Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira