Innherji

Fjár­mögnun banka­kerfisins er að fara verða „snúnari“ en áður

Hörður Ægisson skrifar
Allir stóru bankarnir hafa á síðustu mánuðum ráðist í stórar evruútgáfur auk þess sem Kvika banki gaf út fyrir skemmstu skuldabréf í norskum og sænskum krónum fyrir jafnvirði um 11 milljarða íslenskra króna á 410 punkta álagi ofan á millibankavexti.
Allir stóru bankarnir hafa á síðustu mánuðum ráðist í stórar evruútgáfur auk þess sem Kvika banki gaf út fyrir skemmstu skuldabréf í norskum og sænskum krónum fyrir jafnvirði um 11 milljarða íslenskra króna á 410 punkta álagi ofan á millibankavexti.

Breytinga er að vænta í áherslum íslensku bankanna við fjármögnun á markaði og ljóst að þeir munu þurfa að breikka kaupendahópinn að ótryggðum skuldabréfum samhliða því að þau verða í meira mæli gefin út á innanlandsmarkaði. Markaðsfjármögnun bankakerfisins, sem hefur orðið mun dýrari síðustu misseri vegna umróts og óvissu á alþjóðamörkuðum, er að fara verða „erfiðari“ en áður, að sögn seðlabankastjóra.


Tengdar fréttir

Bankarnir „reiða sig“ helst til of mikið á evrópska skulda­bréfa­fjár­­festa

Þegar kemur að fjármögnun á erlendum mörkuðum þá hafa íslensku bankarnir að undanförnu gert sér grein fyrir því að þeir eru að treysta of mikið á evrópska fjárfesta, að sögn bankastjóra Arion, sem telur að bankarnir hafi góða sögu að segja og mikilvægt sé reyna ná til breiðari hóps erlendra skuldabréfafjárfesta. Væntingar eru sömuleiðis um að lífeyrissjóðirnir fari að sýna meiri áhuga á að kaupa skuldabréf á bankanna.

Arion fylgir á eftir Ís­lands­banka með út­gáfu upp á 300 milljónir evra

Arion banki hefur klárað útgáfu á almennum skuldabréfum til hóps alþjóðlega fjárfesta fyrir samtals 300 milljónir evra, jafnvirði um 45 milljarðar króna, en vaxtaálagið var 407 punktar. Það er lítillega lægra álag en í sambærilegri skuldabréfaútgáfu Íslandsbanka í síðustu viku en vaxtakjör bankanna eru með þeim óhagstæðustu sem þeir hafa fengið frá fjármálahruninu 2008 og endurspegla erfiðar aðstæður á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×