„Líður eins og það sé verið að segja mér að skilja augun mín eftir“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júní 2023 15:39 Max er að sögn Más augun hans og besti vinur hans. Már Gunnarsson Már Gunnarsson, söngvari og námsmaður, þarf að borga háan kostnað í hvert skipti sem hann heimsækir fjölskylduna til Íslands með leiðsöguhundinn sinn. Hann segir það eina í stöðunni að láta hundinn frá sér verði ekkert gert. „Max er augun mín og besti vinur minn, og það er verið að gera mér nánast ómögulegt að komast heim með augun mín,“ segir Már, sem er búsettur í Lundúnum þar sem hann er við nám. Kostnaður við að komast heim í sumarfrí með Max, leiðsöguhundinn sinn, nemur sex hundruð þúsund krónum. Már segist hafa ákveðið að koma ekki heim til Íslands síðustu jól vegna kostnaðar sem fylgdi því að fá Max heim með sér. Hann hafi þá séð að ástandið gæti ekki haldið þannig áfram það sem eftir lifði námsins, sem er fimm ára langt. Strax í upphafi annar byrjaði Már að skipuleggja heimkomu nú í sumar. Þá hafi Matvælastofnun sent honum lista yfir þau atriði sem þyrfti að uppfylla í aðdraganda heimkomunnar. Þar á meðal þyrfti hann að verða sér úti um lyf sem eru ekki lengur notuð í Bretlandi vegna hættu á að hundar myndi ónæmi fyrir þeim. Þá segir Már að fjölmargir aðrir kostnaðarliðir hafi safnast upp og úr varð að heildarkostnaður við að koma hundinum til landsins nam sex hundruð þúsund krónum. Þar heyrði meðal annars innflutningsgjald, lyfjakostnaður og dýralæknakostnaður bæði úti í Lundúnum og á Íslandi undir. Már og Max hafa fylgst að í tvö ár.Már Gunnarsson Aðskildir á flugvellinum og hundurinn settur í vöruhús Í tengslum við ferðalagið til Íslands segir Már frá ýmsum hindrunum. Fyrir það fyrsta hafi þeir þurft að lenda á Íslandi á virkum degi milli klukkan níu og fjögur, á tilsettum vinnutíma starfsmanna Matvælastofnunar. „Þannig að í staðinn fyrir að kaupa flug á þrjátíu þúsund krónur þurfti ég frekar að kaupa flug á hundrað og tíu þúsund,“ segir Már. Þegar þeir lentu á Keflavíkurflugvelli segir Már frá því að hann og Max hafi verið aðskildir, sem honum þótti mjög einkennilegt. Þeir hafi oft ferðast um Evrópu án þess að vera nokkurn tímann aðskildir. Þá segist Már hafa haldið að fagaðili kæmi til með að taka á móti þeim á flugvellinum. „Ég stóð í þeirri trú að það yrði dýralæknir sem myndi taka á móti Max þegar við lentum,“ segir Már. En sú var ekki raunin. „Það var bara eitthvað flugvallastarfsfólk sem tók hann og fór með hann eitthvert annað.“ Már segir erfitt að hafa ekki fengið að fylgja Max. „Ég suðaði og suðaði en ég mátti ekki fara með honum,“ segir Már. Að sögn Más var farið með Max í vöruhús á flugvellinum. „Hann var bara tekinn eins og taska eða eitthvað,“ segir Már. Í vöruhúsinu segir hann Max loks hitt dýralækni. Hélt að heimkoman yrði mun ódýrari Þegar heim var komið þurfti Már samkvæmt fyrirmælum Matvælastofnunar að fá dýralækni sem hefði yfirumsjón með heimasóttkví Max, sem tæki tvær vikur. Már segist hafa þurft að verða sér út um utanaðkomandi dýralækni sjálfur til þess. „Það fullt af dýralæknum sem vinna hjá MAST, sem þekkja reglurnar, og þetta eru líka þeirra kröfur svo ég skildi ekki af hverju MAST sendi ekki bara aðila frá sér,“ segir hann. „Fyrst þegar ég fór í þetta ferli hugsaði ég að ég þyrfti mögulega að borga hundrað þúsund krónur til að geta gert þetta, sem mér fannst samt of mikið. En þetta er að enda í um sex hundruð þúsund kalli,“ segir Már um öll útgjöldin sem fylgdu heimkomunni. Hundurinn hjálpartæki Már áréttir að hann hafi fullan skilning á því að passa þarf upp á innkomu dýra í landið. „Mér finnst samt sem áður að það þurfi að taka tillit til þess að þetta er hjálpartæki í eigu ríkisins, faktískt séð á ríkið hundinn.“ Hann segir hundinn koma í stað augna. Að augu Max séu raunar augu hans. „Mér líður eins og það sé bara verið að segja mér að skilja augun mín eftir á Englandi.“ Már segist ekki sjá fram á að geta borgað þennan kostnað í hvert skipti sem hann kemur heim í fimm ára löngu námi erlendis. „Það er nógu dýrt nú þegar að vera erlendis og borga skólagjöld, leigu og uppihald á mér og hundinum. Ef mig langar svo að koma heim um jólin og á sumrin þá þyrfti ég í hvert skipti að borga sex hundruð þúsund krónur,“ segir Már. „Við erum ekki að rukka fólk til þess að koma með hjólastólana sína til landsins, af hverju erum við að rukka þetta?“ Már á fjögur ár eftir af náminu í Lundúnum. Már Gunnarsson Stofnanirnar bendi hver á aðra Már segist hafa rekið sig á ýmsa veggi í heimkomuferlinu. Þegar hann talaði við félagsmálaráðuneytið, sem á í raun hundinn, hafi honum verið bent á að biðja Lionsklúbbinn eða Blindrafélagið um styrk. „Þau voru í raun bara að segja mér að ég þyrfti að reiða mig á góðvild góðgerðasamtaka sem lögðu mikið á sig á sínum tíma til að safna fyrir hundinum,“ segir Már. Hann bendir á að Lionsklúbburinn hafi safnað pening fyrir leiðsöguhundinum fyrir tveimur árum. Hann segir það hallærislegt af ráðuneytinu að hafa lagt til að hann leitaði aftur þangað, þar sem þau hafi nú þegar gert meira en nóg fyrir hann. Már segist hafa reynt að hafa samband við Matvælaráðuneytið en verið hunsaður, þótt Matvælastofnun hafi vísað honum þangað. „Það voru bar allir að benda á hvern annan.“ Hann segir að ef ástandinu verður ekki breytt sjái hann enga aðra lausn en að láta hundinn frá sér. Málefni fatlaðs fólks Dýr Hundar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
„Max er augun mín og besti vinur minn, og það er verið að gera mér nánast ómögulegt að komast heim með augun mín,“ segir Már, sem er búsettur í Lundúnum þar sem hann er við nám. Kostnaður við að komast heim í sumarfrí með Max, leiðsöguhundinn sinn, nemur sex hundruð þúsund krónum. Már segist hafa ákveðið að koma ekki heim til Íslands síðustu jól vegna kostnaðar sem fylgdi því að fá Max heim með sér. Hann hafi þá séð að ástandið gæti ekki haldið þannig áfram það sem eftir lifði námsins, sem er fimm ára langt. Strax í upphafi annar byrjaði Már að skipuleggja heimkomu nú í sumar. Þá hafi Matvælastofnun sent honum lista yfir þau atriði sem þyrfti að uppfylla í aðdraganda heimkomunnar. Þar á meðal þyrfti hann að verða sér úti um lyf sem eru ekki lengur notuð í Bretlandi vegna hættu á að hundar myndi ónæmi fyrir þeim. Þá segir Már að fjölmargir aðrir kostnaðarliðir hafi safnast upp og úr varð að heildarkostnaður við að koma hundinum til landsins nam sex hundruð þúsund krónum. Þar heyrði meðal annars innflutningsgjald, lyfjakostnaður og dýralæknakostnaður bæði úti í Lundúnum og á Íslandi undir. Már og Max hafa fylgst að í tvö ár.Már Gunnarsson Aðskildir á flugvellinum og hundurinn settur í vöruhús Í tengslum við ferðalagið til Íslands segir Már frá ýmsum hindrunum. Fyrir það fyrsta hafi þeir þurft að lenda á Íslandi á virkum degi milli klukkan níu og fjögur, á tilsettum vinnutíma starfsmanna Matvælastofnunar. „Þannig að í staðinn fyrir að kaupa flug á þrjátíu þúsund krónur þurfti ég frekar að kaupa flug á hundrað og tíu þúsund,“ segir Már. Þegar þeir lentu á Keflavíkurflugvelli segir Már frá því að hann og Max hafi verið aðskildir, sem honum þótti mjög einkennilegt. Þeir hafi oft ferðast um Evrópu án þess að vera nokkurn tímann aðskildir. Þá segist Már hafa haldið að fagaðili kæmi til með að taka á móti þeim á flugvellinum. „Ég stóð í þeirri trú að það yrði dýralæknir sem myndi taka á móti Max þegar við lentum,“ segir Már. En sú var ekki raunin. „Það var bara eitthvað flugvallastarfsfólk sem tók hann og fór með hann eitthvert annað.“ Már segir erfitt að hafa ekki fengið að fylgja Max. „Ég suðaði og suðaði en ég mátti ekki fara með honum,“ segir Már. Að sögn Más var farið með Max í vöruhús á flugvellinum. „Hann var bara tekinn eins og taska eða eitthvað,“ segir Már. Í vöruhúsinu segir hann Max loks hitt dýralækni. Hélt að heimkoman yrði mun ódýrari Þegar heim var komið þurfti Már samkvæmt fyrirmælum Matvælastofnunar að fá dýralækni sem hefði yfirumsjón með heimasóttkví Max, sem tæki tvær vikur. Már segist hafa þurft að verða sér út um utanaðkomandi dýralækni sjálfur til þess. „Það fullt af dýralæknum sem vinna hjá MAST, sem þekkja reglurnar, og þetta eru líka þeirra kröfur svo ég skildi ekki af hverju MAST sendi ekki bara aðila frá sér,“ segir hann. „Fyrst þegar ég fór í þetta ferli hugsaði ég að ég þyrfti mögulega að borga hundrað þúsund krónur til að geta gert þetta, sem mér fannst samt of mikið. En þetta er að enda í um sex hundruð þúsund kalli,“ segir Már um öll útgjöldin sem fylgdu heimkomunni. Hundurinn hjálpartæki Már áréttir að hann hafi fullan skilning á því að passa þarf upp á innkomu dýra í landið. „Mér finnst samt sem áður að það þurfi að taka tillit til þess að þetta er hjálpartæki í eigu ríkisins, faktískt séð á ríkið hundinn.“ Hann segir hundinn koma í stað augna. Að augu Max séu raunar augu hans. „Mér líður eins og það sé bara verið að segja mér að skilja augun mín eftir á Englandi.“ Már segist ekki sjá fram á að geta borgað þennan kostnað í hvert skipti sem hann kemur heim í fimm ára löngu námi erlendis. „Það er nógu dýrt nú þegar að vera erlendis og borga skólagjöld, leigu og uppihald á mér og hundinum. Ef mig langar svo að koma heim um jólin og á sumrin þá þyrfti ég í hvert skipti að borga sex hundruð þúsund krónur,“ segir Már. „Við erum ekki að rukka fólk til þess að koma með hjólastólana sína til landsins, af hverju erum við að rukka þetta?“ Már á fjögur ár eftir af náminu í Lundúnum. Már Gunnarsson Stofnanirnar bendi hver á aðra Már segist hafa rekið sig á ýmsa veggi í heimkomuferlinu. Þegar hann talaði við félagsmálaráðuneytið, sem á í raun hundinn, hafi honum verið bent á að biðja Lionsklúbbinn eða Blindrafélagið um styrk. „Þau voru í raun bara að segja mér að ég þyrfti að reiða mig á góðvild góðgerðasamtaka sem lögðu mikið á sig á sínum tíma til að safna fyrir hundinum,“ segir Már. Hann bendir á að Lionsklúbburinn hafi safnað pening fyrir leiðsöguhundinum fyrir tveimur árum. Hann segir það hallærislegt af ráðuneytinu að hafa lagt til að hann leitaði aftur þangað, þar sem þau hafi nú þegar gert meira en nóg fyrir hann. Már segist hafa reynt að hafa samband við Matvælaráðuneytið en verið hunsaður, þótt Matvælastofnun hafi vísað honum þangað. „Það voru bar allir að benda á hvern annan.“ Hann segir að ef ástandinu verður ekki breytt sjái hann enga aðra lausn en að láta hundinn frá sér.
Málefni fatlaðs fólks Dýr Hundar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira