Clark hélt McIlroy í skefjum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 07:30 Wyndham Clark fagnaði sigri á risamóti í fyrsta sinn. Richard Heathcote/Getty Images Wyndham Clark tryggði sér sigur á Opna bandaríska risamótinu í golfi, US Open, í nótt. Hann kláraði fjórða og seinasta hringinn á pari og endaði því samtals á tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Norður-Íranum Rory McIlroy sem hafnaði í öðru sæti. McIlroy, sem situr æi þriðja sæti heimslistans í golfi, var að leita að sínum fyrsta sigri á risamóti síðan árið 2014, en Clark hafði ekki enn fagnað sigri á risamóti. Bandaríkjamaðurinn Clark var með þriggja högga forystu á McIlroy að 14 holum loknum á lokahringnum sem hófst í gær, en tveir skollar í röð á 15. og 16. holu hleyptu spennu í leikinn. Clark hélt þó haus á seinustu tveim holum mótsins, náði pari á þeim báðum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti á ferlinum. A major breakthrough! 🏆@Wyndham_Clark is the 123rd #USOpen champion! pic.twitter.com/1ufXwSAU7D— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2023 Clark kláraði hringina fjóra á samtals 270 höggum, tíu höggum undir pari vallarins. Eins og áður segir varð McIlroy annar á níu höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hafnaði þriðji á sjö höggum undir pari. Methafarnir Ricky Fowler og Xander Schauffele náðu ekki að halda flugi eftir fyrsta hring mótsins þar sem þeir kláruðu holurnar 18 á nýju mótsmeti þegar þeir léku báðir á 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler lék fjórða hringinn í gær á 75 höggum og endar á fimm höggum undir pari í fimmta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Scauffele og þrír aðrir kylfingar enda í tíunda sæti á samtals þremur höggum undir pari. Opna bandaríska Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
McIlroy, sem situr æi þriðja sæti heimslistans í golfi, var að leita að sínum fyrsta sigri á risamóti síðan árið 2014, en Clark hafði ekki enn fagnað sigri á risamóti. Bandaríkjamaðurinn Clark var með þriggja högga forystu á McIlroy að 14 holum loknum á lokahringnum sem hófst í gær, en tveir skollar í röð á 15. og 16. holu hleyptu spennu í leikinn. Clark hélt þó haus á seinustu tveim holum mótsins, náði pari á þeim báðum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti á ferlinum. A major breakthrough! 🏆@Wyndham_Clark is the 123rd #USOpen champion! pic.twitter.com/1ufXwSAU7D— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2023 Clark kláraði hringina fjóra á samtals 270 höggum, tíu höggum undir pari vallarins. Eins og áður segir varð McIlroy annar á níu höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hafnaði þriðji á sjö höggum undir pari. Methafarnir Ricky Fowler og Xander Schauffele náðu ekki að halda flugi eftir fyrsta hring mótsins þar sem þeir kláruðu holurnar 18 á nýju mótsmeti þegar þeir léku báðir á 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler lék fjórða hringinn í gær á 75 höggum og endar á fimm höggum undir pari í fimmta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Scauffele og þrír aðrir kylfingar enda í tíunda sæti á samtals þremur höggum undir pari.
Opna bandaríska Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira