Innlent

Gæslan með­vituð um ferðir og fyrir­ætlanir Wat­son og fé­laga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skip Watson er nefnt í höfuðið á athafnamanninum John Paul Jones Dejoria, sem stofnaði meðal annars hárvörulínuna Paul Mitchell og er ötull stuðningsmaður skipstjórans.
Skip Watson er nefnt í höfuðið á athafnamanninum John Paul Jones Dejoria, sem stofnaði meðal annars hárvörulínuna Paul Mitchell og er ötull stuðningsmaður skipstjórans. Facebook/Captain Paul Watson

Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 

John Paul Dejoria er skip á vegum Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, og er á leið hingað til lands til að freista þess að trufla og jafnvel stöðva hvalveiðar Hvals hf., sem hefjast á miðvikudag.

Fréttastofa hefur fylgst með ferðum skipsins á Marine Traffic og samfélagsmiðlum en það er ekki lengur sjáanlegt á skipaumferðarsíðunni. 

Landhelgisgæslan segir fylgst með ferðum skipsins en segir það ekki komið inn í íslenska efnahagslögsögu. 

„Þegar skipið kemur inn í lögsöguna verður áfram fylgst með ferðum þess, líkt og fylgst er með ferðum annarra skipa sem sigla innan íslensku efnahagslögsögunnar,“ segir í svari Gæslunnar.

Watson berst nú gegn hvalveiðum í gegnum Paul Watson Foundation og hefur áhöfn John Paul Dejoria verið kynnt til leiks á heimasíðunni Captain Paul Watson síðustu daga. Þar eru færslur taggaðar #johnpauldejoria, #NeptunesNavy og #oppaiakan.

Ljóst er af síðunni að vel er fylgst með þróun mála hérlendis en þar er meðal annars greint frá stöðu leyfismála Hvals hf. og undirbúningi veiðanna. Þá má sjá á nýjustu færslunni að um borð er sérstakt teymi sem á að miðla efni frá aðgerðum, þeirra á meðal sérhæfður drónaflugmaður.


Tengdar fréttir

Ó­vinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni

Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×