Félagsmenn BSRB samþykktu nýjan kjarasamning Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2023 13:04 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB var að vonum ánægð með niðurstöður atkvæðagreiðslna. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslu um kjarasamning ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í hádeginu í dag. Mikill meirihluti félagsmanna samþykkti samninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Samningurinn var undirritaður af samninganefndum deiluaðila þann 10. júní síðastliðinn en BSRB hafði áður staðið í verkfallsaðgerðum í þrjátíu sveitarfélögum á meðan ekki náðist að semja. Samkvæmt hinum nýja samningi munu mánaðarlaun hækka um að lágmarki 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 krónur. Þá náðist einnig samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 krónum auk þess sem samið var um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. „Niðurstaðan er afgerandi og endurspeglar að félagsfólk er hóflega sátt með þennan samning. Það er óþolandi að það hafi þurft svo umfangsmiklar aðgerðir til að ná fram réttlátum og sanngjörnum kröfum þeirra. Verkföllin skiluðu þó meira en kjarabótum því þau sýndu sveitarfélögunum svart á hvítu hversu ómissandi starfsfólk þeirra er,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB í tilkynningunni. „Með þessum kjarasamningum var tekið skref í rétta átt til að launin endurspegli raunverulegt verðmæti þeirra starfa – en baráttan heldur áfram og við höfum þegar hafið undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga.“ Niðurstöður atkvæðagreiðslna félagsmanna BSRB: Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, 95,92% samþykktuFOSS – stéttarfélag í almannaþjónustu, 90,33% samþykktuKjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, 91,7% samþykktuStarfsmannafélag Garðabæjar: 88,54% samþykktuStarfsmannafélag Suðurnesja, 94,16% samþykktuStarfsmannafélag Vestmannaeyja, 95,1% samþykktuStarfsmannafélag Mosfellsbæjar, 90,83% samþykktuStarfsmannafélag Kópavogs, 92% samþykktuStarfsmannafélag Húsavíkur, 93,33% samþykktuStarfsmannafélag Hafnafjarðar, 91,02% samþykktuSameyki stéttarfélag í almannaþjónustu (Seltjarnarnes og Akranes), 87,96% samþykktu Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Samningurinn var undirritaður af samninganefndum deiluaðila þann 10. júní síðastliðinn en BSRB hafði áður staðið í verkfallsaðgerðum í þrjátíu sveitarfélögum á meðan ekki náðist að semja. Samkvæmt hinum nýja samningi munu mánaðarlaun hækka um að lágmarki 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 krónur. Þá náðist einnig samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 krónum auk þess sem samið var um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. „Niðurstaðan er afgerandi og endurspeglar að félagsfólk er hóflega sátt með þennan samning. Það er óþolandi að það hafi þurft svo umfangsmiklar aðgerðir til að ná fram réttlátum og sanngjörnum kröfum þeirra. Verkföllin skiluðu þó meira en kjarabótum því þau sýndu sveitarfélögunum svart á hvítu hversu ómissandi starfsfólk þeirra er,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB í tilkynningunni. „Með þessum kjarasamningum var tekið skref í rétta átt til að launin endurspegli raunverulegt verðmæti þeirra starfa – en baráttan heldur áfram og við höfum þegar hafið undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga.“ Niðurstöður atkvæðagreiðslna félagsmanna BSRB: Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, 95,92% samþykktuFOSS – stéttarfélag í almannaþjónustu, 90,33% samþykktuKjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, 91,7% samþykktuStarfsmannafélag Garðabæjar: 88,54% samþykktuStarfsmannafélag Suðurnesja, 94,16% samþykktuStarfsmannafélag Vestmannaeyja, 95,1% samþykktuStarfsmannafélag Mosfellsbæjar, 90,83% samþykktuStarfsmannafélag Kópavogs, 92% samþykktuStarfsmannafélag Húsavíkur, 93,33% samþykktuStarfsmannafélag Hafnafjarðar, 91,02% samþykktuSameyki stéttarfélag í almannaþjónustu (Seltjarnarnes og Akranes), 87,96% samþykktu
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira