Watson segir að skip hans muni halda sig utan við tólf mílna mörkun og bíða hvalbátanna þar. En honum var bannað að koma til Íslands ævilangt eftir að hvalbátunum var sökkt.
„Hvaladráp er bannað samkvæmt alþjóðalögum og við erum að reyna að vernda dýrategund í útrýmingarhættu fyrir ólöglegu athæfi,“ segir Watson í Zoom viðtali frá skipi sínu sem er statt rétt utan við 200 mílna efnahagslögsögu Íslands.

Óttastu að Landhelgisgæslan muni taka þig fastan ef þú ferð inn fyrir tólf sjómílna lögsöguna?
„Þá yrðum við að fara inn fyrir 12 mílurnar, en það hyggjumst við ekki gera. Ég er kannski alræmdur en ég hef ekki framið glæp á Íslandi. Við sökktum hvalveiðiskipunum árið 1986 en Ísland kaus að ákæra mig ekki. Engin ákæra var gefin út, engin réttarhöld og því enginn glæpur,“ segir Watson.
Þú fékkst ævilangt bann við komu til landsins?
„Ísland óttast í raun að koma fyrir rétt fyrir „ólöglegt“ athæfi Watsons gegn hvalveiðiflotanum. Hvalveiðar hafa verið ólöglegar frá 1986. Ég kom til Reykjavíkur árið 1985 og sagði að við myndum ekki gera neitt fyrr en 1986 þegar hvalveiðibannið gengi í gildi. Þegar árið 1986 gekk í garð skutuð þið 96 hvali. Við svöruðum þessu með því að sökkva hálfum flotanum.,“ segir Watson
Hvað muntu reyna að gera til að stöðva veiðarnar?
„Hindra að skutlarnir hitti í mark eins og svo oft áður. Þetta snýst ekki um Ísland eða Íslendinga heldur snýst þetta um einn mann, Kristján Loftsson sem er heltekinn af því að drepa hvali. Hann er eins og nútímaútgáfan af Ahab skipstjóra. Ég sé ekki hvers vegna orðspor Íslands eigi að skaðast af völdum þessa mjög svo sjálfselska manns,“ segir Paul Watson.