Reykvíkingur ársins Mikael Marinó opnaði Elliðaárnar í morgun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2023 09:10 Mikael Marínó var kátur í morgun við opnun Elliðaánna. Vísir/Sigurjón Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í þrettánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Mikael fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum í skólanum. Þar kemur fram að hann hafi meðal annars boðið upp á valáfanga í fluguveiði í Rimaskóla og kynnt fluguveiði fyrir unglingum af eigin frumkvæði þar sem hann blandar saman kennslu í náttúru- og líffræði við kynningu á fluguveiði sem íþrótt og góðu útivistartækifæri. Nemendur fá fræðslu um stangveiði, fara í flugukastkennslu, fá kennslu á veiðibúnað, læra um og prófa fluguhnýtingar, fá fræðslu um lífríki í ám og vötnum og fara í veiðiferðir. Markmiðið með veiðiáfanganum er að blanda saman áhuga á stangveiði og kennslu í náttúru- og líffræði, íþróttum og listum. Mikael hefur gert þetta af eigin frumkvæði og er það liður í að kynna fyrir ungu fólki í hverju fluguveiði felst og kenna þeim að njóta í leiðinni náttúrunnar við Elliðaárnar. Þessa viku er Mikael einmitt með hóp af unglingum úr Rimaskóla í veiðiferð í Elliðaánum og voru þau mætt í morgun til að fagna með kennara sínum. Auk stangveiði hefur hann boðið upp á óvenjulegar valgreinar en þeirra á meðal eru: Ökuskóli Mikaels, sem er undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám, Lord of the Rings, þar sem kafað er dýpra í hugarheim Tolkiens og hlaðvarp þar sem nemendur læra að gera hlaðvörp, allt frá handritagerð til birtingar á efni. Þá hefur Mikael einnig boðið upp á valáfanga um Evrópuknattspyrnuna þar sem farið er yfir leiki vikunnar í stærstu deildum Evrópu, farið í gamla tölvuleiki og borðspil. Mikael var á heimavelli í Elliðaánum. Vísir/Sigurjón Hikar ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið Skólastjóri Rimaskóla Þóranna Rósa Ólafsdóttir segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að Mikael efli góðan starfsanda, hann sé úrræðagóður og hiki ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið. “Hann hefur unnið þrekvirki við að efla áhugasvið nemenda sem eru komnir með skólaleiða. Mikael nálgast nemendur á fjölbreyttan hátt.” Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart, en þetta er virkilega ánægjulegt. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir kennsluna, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með nemendum Rimaskóla“. Reykvíkingur ársins opnaði svo Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 83 ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræddi við Mikael um kennarastarfið og valgreinarnar sem hann hefur boðið upp á. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána en að því loknu héldu Mikael og ungmennin í veiði í Elliðaánum. Reykjavík Stangveiði Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Mikael fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum í skólanum. Þar kemur fram að hann hafi meðal annars boðið upp á valáfanga í fluguveiði í Rimaskóla og kynnt fluguveiði fyrir unglingum af eigin frumkvæði þar sem hann blandar saman kennslu í náttúru- og líffræði við kynningu á fluguveiði sem íþrótt og góðu útivistartækifæri. Nemendur fá fræðslu um stangveiði, fara í flugukastkennslu, fá kennslu á veiðibúnað, læra um og prófa fluguhnýtingar, fá fræðslu um lífríki í ám og vötnum og fara í veiðiferðir. Markmiðið með veiðiáfanganum er að blanda saman áhuga á stangveiði og kennslu í náttúru- og líffræði, íþróttum og listum. Mikael hefur gert þetta af eigin frumkvæði og er það liður í að kynna fyrir ungu fólki í hverju fluguveiði felst og kenna þeim að njóta í leiðinni náttúrunnar við Elliðaárnar. Þessa viku er Mikael einmitt með hóp af unglingum úr Rimaskóla í veiðiferð í Elliðaánum og voru þau mætt í morgun til að fagna með kennara sínum. Auk stangveiði hefur hann boðið upp á óvenjulegar valgreinar en þeirra á meðal eru: Ökuskóli Mikaels, sem er undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám, Lord of the Rings, þar sem kafað er dýpra í hugarheim Tolkiens og hlaðvarp þar sem nemendur læra að gera hlaðvörp, allt frá handritagerð til birtingar á efni. Þá hefur Mikael einnig boðið upp á valáfanga um Evrópuknattspyrnuna þar sem farið er yfir leiki vikunnar í stærstu deildum Evrópu, farið í gamla tölvuleiki og borðspil. Mikael var á heimavelli í Elliðaánum. Vísir/Sigurjón Hikar ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið Skólastjóri Rimaskóla Þóranna Rósa Ólafsdóttir segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að Mikael efli góðan starfsanda, hann sé úrræðagóður og hiki ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið. “Hann hefur unnið þrekvirki við að efla áhugasvið nemenda sem eru komnir með skólaleiða. Mikael nálgast nemendur á fjölbreyttan hátt.” Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart, en þetta er virkilega ánægjulegt. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir kennsluna, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með nemendum Rimaskóla“. Reykvíkingur ársins opnaði svo Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 83 ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræddi við Mikael um kennarastarfið og valgreinarnar sem hann hefur boðið upp á. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána en að því loknu héldu Mikael og ungmennin í veiði í Elliðaánum.
Reykjavík Stangveiði Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira