OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 11:04 Mathias Cormann er framkvæmdastjóri OECD. Mohammed Badra/EPA-EFE Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. Mathias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Auk venjubundinnar umfjöllunar um íslensk efnahagsmál var að þessu sinni fjallað sérstaklega um efnahagslegar áskoranir og tækifæri vegna fjölgunar innflytjenda á Íslandi. Á fundinum kom fram að OECD telji mikilvægt að leggja áherslu á tvennt til að styðja við aðlögun innflytjenda, annars vegar íslenskukennslu og hins vegar húsnæðismál. Samantekt á skýrslu OECD má lesa á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að hagkerfið sýni styrk en verðbólgan sé þrálát og því þurfi að gera eftirfarandi: Auka aðhald í opinberum fjármálum. Auka aðhald peningastefnunnar enn frekar. Afnema skattaundanþágur ferðaþjónustu og færa hana í almenna virðisaukaskattsþrepið. Afnema eða takmarka enn frekar almennar heimildir til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til greiðslu húsnæðislána. Taka upp þráðinn með endurmat útgjalda og byggja á reynslu tilraunaverkefnanna. Tengja eftirlaunaaldur breyttum lífslíkum. Efla heimaþjónustu og -hjúkrun. Umbótum í samkeppnisumgjörð sé fagnað en OECD hvetji til: Umbóta á vinnumarkaði með því að tengja laun og framleiðni betur. Frekari breytinga á raforkumarkaði. Sett verði upp gagnsæ raforkuheildsala Að umbætur sem gerðar voru á gjaldþrotaumgjörðinni á tímum COVID verði varanlegar. Fjárfesta í menntun, sérstaklega þar sem eftirspurn er mikil, svo sem í heilbrigðis-, verk- og raunvísindum. Cormann minntist á það á fundinum að áformum um að efla háskólamenntun í heilbrigðis-, verk- og raunvísindum væri fagnað en að betur megi gera í þeim efnum. Iðnaður leiðir í mengun Cormann fjallaði einnig um loftsslagsvána. Samkvæmt úttekt OECD eru það stóriðjan, og þá helst rekstur stóru álveranna þriggja, og jarðefnaeldsneytisbrennsla sjávarútvegarins, sem eru helstu mengunarvaldarnir hér á landi. Í skýrslunni segir að loftlagsstefnan sé metnaðarfull en losun mikil hér á landi í alþjóðlegum samanburði og því ætti að: Efla loftlagsstefnuna frekar og ná markmiðum hennar á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Breikka stofn kolefnisskatts til allra greina sem ekki falla undir ETS-kerfið og láta þá ná til allra gróðurhúsalofttegunda. Hækka skattinn smám saman til jafns við ETS kostnað (sem er nú nærri þrefaldur á við kolefnisskatt). Lágmarka kostnaðarsamar aðgerðir og nýta kostnaðar- og ábatagreiningu til að auka hagkvæmni. Innflytjendamálin í forgrunni Sem áður segir lagði OECD sérstaka áherslu á efnahagslegar áskoranir og tækifæri vegna fjölgunar innflytjenda á Íslandi. Í skýrslunni segir að til þess að takast á við áskoranir í innflytjendamálum og hámarka ávinninginn ætti að: Halda áfram að einfalda ferla við útgáfu atvinnuleyfa fyrir erlenda sérfræðinga og hraða innleiðingu á framlengingu á dvalar- og atvinnuleyfum. Taka upp skólagjöld í íslenskum háskólum fyrir stúdenta sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Leggja meiri áherslu á menntun og aðgengi að félagslegu og hagkvæmu húsnæði í aðlögun innflytjenda. Efla tungumálakennslu innflytjenda, ekki síst þeirra fullorðnu, tengja hana starfsþjálfun og gera hana aðgengilegri Styrkja ferla við að meta menntun og þekkingu. Koma á fót menntabrú til að aðstoða innflytjendur að ljúka fullgildingu erlendrar menntunar. Beina húsnæðisstuðningi í meira mæli að lágtekjuheimilum og stuðla að uppbyggingu félagslegs og hagkvæms húnæðis í takt við þarfir. Setja markmið um hlutdeild innflytjenda í opinberum störfum eða nýráðningum á opinberum markaði. Samhliða þurfi að þróa matskerfi til að meta árangur slíkarar stefnu. Aðlaga aðgerðir menntastefnu 2030 fyrir nemendur með erlent móðurmál. Efla starfsnám og auka aðgengi að því. Halda nemum í starfsnámi sem eru í hættu á að falla úr námi. Skýrslu OECD má lesa í heild sinni hér. Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
Mathias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Auk venjubundinnar umfjöllunar um íslensk efnahagsmál var að þessu sinni fjallað sérstaklega um efnahagslegar áskoranir og tækifæri vegna fjölgunar innflytjenda á Íslandi. Á fundinum kom fram að OECD telji mikilvægt að leggja áherslu á tvennt til að styðja við aðlögun innflytjenda, annars vegar íslenskukennslu og hins vegar húsnæðismál. Samantekt á skýrslu OECD má lesa á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að hagkerfið sýni styrk en verðbólgan sé þrálát og því þurfi að gera eftirfarandi: Auka aðhald í opinberum fjármálum. Auka aðhald peningastefnunnar enn frekar. Afnema skattaundanþágur ferðaþjónustu og færa hana í almenna virðisaukaskattsþrepið. Afnema eða takmarka enn frekar almennar heimildir til að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til greiðslu húsnæðislána. Taka upp þráðinn með endurmat útgjalda og byggja á reynslu tilraunaverkefnanna. Tengja eftirlaunaaldur breyttum lífslíkum. Efla heimaþjónustu og -hjúkrun. Umbótum í samkeppnisumgjörð sé fagnað en OECD hvetji til: Umbóta á vinnumarkaði með því að tengja laun og framleiðni betur. Frekari breytinga á raforkumarkaði. Sett verði upp gagnsæ raforkuheildsala Að umbætur sem gerðar voru á gjaldþrotaumgjörðinni á tímum COVID verði varanlegar. Fjárfesta í menntun, sérstaklega þar sem eftirspurn er mikil, svo sem í heilbrigðis-, verk- og raunvísindum. Cormann minntist á það á fundinum að áformum um að efla háskólamenntun í heilbrigðis-, verk- og raunvísindum væri fagnað en að betur megi gera í þeim efnum. Iðnaður leiðir í mengun Cormann fjallaði einnig um loftsslagsvána. Samkvæmt úttekt OECD eru það stóriðjan, og þá helst rekstur stóru álveranna þriggja, og jarðefnaeldsneytisbrennsla sjávarútvegarins, sem eru helstu mengunarvaldarnir hér á landi. Í skýrslunni segir að loftlagsstefnan sé metnaðarfull en losun mikil hér á landi í alþjóðlegum samanburði og því ætti að: Efla loftlagsstefnuna frekar og ná markmiðum hennar á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Breikka stofn kolefnisskatts til allra greina sem ekki falla undir ETS-kerfið og láta þá ná til allra gróðurhúsalofttegunda. Hækka skattinn smám saman til jafns við ETS kostnað (sem er nú nærri þrefaldur á við kolefnisskatt). Lágmarka kostnaðarsamar aðgerðir og nýta kostnaðar- og ábatagreiningu til að auka hagkvæmni. Innflytjendamálin í forgrunni Sem áður segir lagði OECD sérstaka áherslu á efnahagslegar áskoranir og tækifæri vegna fjölgunar innflytjenda á Íslandi. Í skýrslunni segir að til þess að takast á við áskoranir í innflytjendamálum og hámarka ávinninginn ætti að: Halda áfram að einfalda ferla við útgáfu atvinnuleyfa fyrir erlenda sérfræðinga og hraða innleiðingu á framlengingu á dvalar- og atvinnuleyfum. Taka upp skólagjöld í íslenskum háskólum fyrir stúdenta sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Leggja meiri áherslu á menntun og aðgengi að félagslegu og hagkvæmu húsnæði í aðlögun innflytjenda. Efla tungumálakennslu innflytjenda, ekki síst þeirra fullorðnu, tengja hana starfsþjálfun og gera hana aðgengilegri Styrkja ferla við að meta menntun og þekkingu. Koma á fót menntabrú til að aðstoða innflytjendur að ljúka fullgildingu erlendrar menntunar. Beina húsnæðisstuðningi í meira mæli að lágtekjuheimilum og stuðla að uppbyggingu félagslegs og hagkvæms húnæðis í takt við þarfir. Setja markmið um hlutdeild innflytjenda í opinberum störfum eða nýráðningum á opinberum markaði. Samhliða þurfi að þróa matskerfi til að meta árangur slíkarar stefnu. Aðlaga aðgerðir menntastefnu 2030 fyrir nemendur með erlent móðurmál. Efla starfsnám og auka aðgengi að því. Halda nemum í starfsnámi sem eru í hættu á að falla úr námi. Skýrslu OECD má lesa í heild sinni hér.
Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira