Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 12:03 Petteri Orpo á leið á blaðamannafund í finnska þinghúsinu eftir að þingmenn kusu hann forsætisráðherra. Vísir/EPA Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. Orpo leiðir samsteypustjórn Sambandsflokksins, Sannra Finna, Sænska þjóðarflokksins og kristilegra demókrata sem unnu samanlagt meirihluta sæta á þingi í kosningum sem fór fram 2. apríl. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tóku 44 daga og lauk ekki fyrr en í síðustu viku. Þingheimur greiddi atkvæði um Orpo sem forsætisráðherra. Hann hlaut 107 atkvæði en 81 þingmaður greiddi atkvæði gegn honum og ellefu voru fjarverandi. „Ég þakka ykkur innilega fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér,“ sagði Orpo að atkvæðagreiðslunni lokinni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, verður fjármálaráðherra í ríkisstjórninni. Elina Valtonen, varaformaður Sambandsflokks Orpo, verður utanríkisráðherra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orpo lofaði því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs í kosningabaráttunni en einnig að lækka skatta og örva atvinnusköpun einkageirans. Nýja stjórnin boðar herta stefnu í innflytjendamálum með auknum skorðum á þá sem sækjast eftir dvalar- og atvinnuleyfi í landinu. Einnig ætlar hún að fækka svonefndum kvótaflóttamönnum sem Finnland tekur við um helming og gera útlendingum erfiðara fyrir að öðlast ríkisborgararétt. Það síðastnefnda var aðaláherslumál Sannra Finna. „Við ætlum að herða öll skilyrði fyrir því að koma til Finnlands, að dvelja hér og að vera í Finnlandi,“ sagði Mari Rantanen, nýr innanríkisráðherra úr röðum Sannra Finna við finnska ríkisútvarpið YLE í dag. Hún sagði innflytjendastefnu Finnlands hafa verið þá frjálslyndustu á Norðurlöndunum undanfarin ár en nú verði skipt um kúrs. „Það eru bara svo margir flóttamenn en það er lítið vit í þeim siðferðislegu látalátum að ætla að taka við eins mörgum og mögulegt er,“ sagði nýbakaði ráðherrann. Finnland Flóttamenn Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Orpo leiðir samsteypustjórn Sambandsflokksins, Sannra Finna, Sænska þjóðarflokksins og kristilegra demókrata sem unnu samanlagt meirihluta sæta á þingi í kosningum sem fór fram 2. apríl. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tóku 44 daga og lauk ekki fyrr en í síðustu viku. Þingheimur greiddi atkvæði um Orpo sem forsætisráðherra. Hann hlaut 107 atkvæði en 81 þingmaður greiddi atkvæði gegn honum og ellefu voru fjarverandi. „Ég þakka ykkur innilega fyrir það traust sem þið hafið sýnt mér,“ sagði Orpo að atkvæðagreiðslunni lokinni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, verður fjármálaráðherra í ríkisstjórninni. Elina Valtonen, varaformaður Sambandsflokks Orpo, verður utanríkisráðherra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orpo lofaði því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs í kosningabaráttunni en einnig að lækka skatta og örva atvinnusköpun einkageirans. Nýja stjórnin boðar herta stefnu í innflytjendamálum með auknum skorðum á þá sem sækjast eftir dvalar- og atvinnuleyfi í landinu. Einnig ætlar hún að fækka svonefndum kvótaflóttamönnum sem Finnland tekur við um helming og gera útlendingum erfiðara fyrir að öðlast ríkisborgararétt. Það síðastnefnda var aðaláherslumál Sannra Finna. „Við ætlum að herða öll skilyrði fyrir því að koma til Finnlands, að dvelja hér og að vera í Finnlandi,“ sagði Mari Rantanen, nýr innanríkisráðherra úr röðum Sannra Finna við finnska ríkisútvarpið YLE í dag. Hún sagði innflytjendastefnu Finnlands hafa verið þá frjálslyndustu á Norðurlöndunum undanfarin ár en nú verði skipt um kúrs. „Það eru bara svo margir flóttamenn en það er lítið vit í þeim siðferðislegu látalátum að ætla að taka við eins mörgum og mögulegt er,“ sagði nýbakaði ráðherrann.
Finnland Flóttamenn Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira