Wynter tók þátt í níundu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Love Island UK og annarri þáttaröð Love Island Australia. Í þeim fyrrnefndu kynntist hún kærasta sínum, breska bóndanum Will Young. Parið hafnaði fjórða sæti í þáttaröðinni.
Í færslunni telur Wynter sig heppna að hafa haft kærastann, Young, með sér þegar atvikið átti sér stað. Hún segist þakklát fólkinu sem kom henni öruggri á sjúkrahús.
Þá brýnir hún mikilvægi þess að fara varlega og huga að öryggi þegar áfengi er við hendi.