Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 15:07 Haraldur hér lengst til hægri ásamt félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum: Jóni Gunnarssyni, Ásmundi Friðrikssyni og Njáli Trausta Friðbertssyni. Haraldur er nú bæjarstjóri á Akranesi og hann segir þetta fyrirvaralausa bann við hvalveiðum reiðarslag fyrir Akranes. vísir/vilhelm Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. Vísir hefur talað við fjölda fólks innan Sjálfstæðisflokksins en þar á bæ telja menn að útspil Svandísar í morgun sé nánast skilnaðarbréf; að hún vilji slíta stjórnarsamstarfinu. Þeir hinir sömu gera fastlega ráð fyrir því að þingflokkurinn verið kallaður saman hið fyrsta til að fara yfir stöðuna. Haraldur Benediktsson var um árabil þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi settist í bæjarstjórastól Akranesskaupstaðar í mars mánuði og sagði sig þá frá þingmennsku. Hann segist faglega ráðinn, ópólitískur bæjarstjóri. Og geti ekki tjáð sig um hvað gengur á innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins en hins vegar komi þetta fyrirvaralausa bann afar illa við bæjarfélagið. Reiðarslag að fá svona fyrirvaralausa tilkynningu um bann „Óvænt og vont. Þetta skiptir samfélagið okkar heilmiklu máli og við vorum að reikna með að það væri að hefjast vertíð,“ segir Haraldur. Hann segir áhrifin víðtæk. Íbúar Akraness sem höfðu gert ráð fyrir því að vinna við veiðarnar og þeir sem hafa með þjónustu og vörukaup eigi heilmikið undir hvalvertíð. Vísir ræddi fyrir stundu við Vilhjálm Birgisson verkalýðsleiðtoga á Akranesi sem var ómyrkur í máli. Haraldur tekur í sama streng og segist binda vonir við að það leysist hratt og örugglega úr þessu langa banni sem boðað hefur verið að standi til 31. ágúst. Og það verði lagað sem þarf að laga, ef það er eitthvað. Haraldur segir að veiðar á þeim árstíma séu miklu erfiðari við að eiga en ef róið væri nú. „Þá er vafasamt að hefja vertíð. Við vitum að það er fólk búið að gera ráðstafanir ráða sig í vinnu, fyrirtæki kaupa aðföng og það sitja allir uppi með stóran skell ef þetta stendur svona.“ Óásættanleg vinnubrögð Haraldur segir bannið hafa verið óvænt og komið flatt upp á íbúa Akraness. Þau þar hafi vitaskuld fylgst með þeirri umræðu sem fram hefur farið um veiðarnar, sem eru umdeildar, en það hefði átt að vera hægt að komast að niðurstöðu áður en til þessa kom. Til þess hafi verið nægur tími. „Gera út um aðferðir við veiðar en ekki daginn áður en vertíðin hefst. Miklum verðmætum er kastað á glæ ef það á að standa.“ Haraldur telur vinnubrögðin vart ásættanleg. „Menn geta sett sig í spor þeirra sem stýra fyrirtæki sem hefur ráðið fullt af mannskap og gert skuldbindaandi samninga við önnur fyrirtæki. Að fá þetta fyrirvaralaust yfir sig er reiðarslag sem menn eiga ekki að þurfa að búa við í því stjórnkerfi sem við erum að reka. Þetta eru óvænt og vond tíðindi sem menn að vinda ofan af, og það verður að gerast fljótt, svo vertíðin geti hafist.“ Akranes Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Vísir hefur talað við fjölda fólks innan Sjálfstæðisflokksins en þar á bæ telja menn að útspil Svandísar í morgun sé nánast skilnaðarbréf; að hún vilji slíta stjórnarsamstarfinu. Þeir hinir sömu gera fastlega ráð fyrir því að þingflokkurinn verið kallaður saman hið fyrsta til að fara yfir stöðuna. Haraldur Benediktsson var um árabil þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi settist í bæjarstjórastól Akranesskaupstaðar í mars mánuði og sagði sig þá frá þingmennsku. Hann segist faglega ráðinn, ópólitískur bæjarstjóri. Og geti ekki tjáð sig um hvað gengur á innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins en hins vegar komi þetta fyrirvaralausa bann afar illa við bæjarfélagið. Reiðarslag að fá svona fyrirvaralausa tilkynningu um bann „Óvænt og vont. Þetta skiptir samfélagið okkar heilmiklu máli og við vorum að reikna með að það væri að hefjast vertíð,“ segir Haraldur. Hann segir áhrifin víðtæk. Íbúar Akraness sem höfðu gert ráð fyrir því að vinna við veiðarnar og þeir sem hafa með þjónustu og vörukaup eigi heilmikið undir hvalvertíð. Vísir ræddi fyrir stundu við Vilhjálm Birgisson verkalýðsleiðtoga á Akranesi sem var ómyrkur í máli. Haraldur tekur í sama streng og segist binda vonir við að það leysist hratt og örugglega úr þessu langa banni sem boðað hefur verið að standi til 31. ágúst. Og það verði lagað sem þarf að laga, ef það er eitthvað. Haraldur segir að veiðar á þeim árstíma séu miklu erfiðari við að eiga en ef róið væri nú. „Þá er vafasamt að hefja vertíð. Við vitum að það er fólk búið að gera ráðstafanir ráða sig í vinnu, fyrirtæki kaupa aðföng og það sitja allir uppi með stóran skell ef þetta stendur svona.“ Óásættanleg vinnubrögð Haraldur segir bannið hafa verið óvænt og komið flatt upp á íbúa Akraness. Þau þar hafi vitaskuld fylgst með þeirri umræðu sem fram hefur farið um veiðarnar, sem eru umdeildar, en það hefði átt að vera hægt að komast að niðurstöðu áður en til þessa kom. Til þess hafi verið nægur tími. „Gera út um aðferðir við veiðar en ekki daginn áður en vertíðin hefst. Miklum verðmætum er kastað á glæ ef það á að standa.“ Haraldur telur vinnubrögðin vart ásættanleg. „Menn geta sett sig í spor þeirra sem stýra fyrirtæki sem hefur ráðið fullt af mannskap og gert skuldbindaandi samninga við önnur fyrirtæki. Að fá þetta fyrirvaralaust yfir sig er reiðarslag sem menn eiga ekki að þurfa að búa við í því stjórnkerfi sem við erum að reka. Þetta eru óvænt og vond tíðindi sem menn að vinda ofan af, og það verður að gerast fljótt, svo vertíðin geti hafist.“
Akranes Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46