Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 15:40 Hunter Biden hefur sjálfur greint frá neyslu sinni á krakki. Hann braut vopnalög með því að kaupa sér skammbyssu þrátt fyrir fíkn sína. Fram hefur komið að hann átti byssuna í tvær vikur eða þar til kærasta hans henti henni. AP/Andrew Harnik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað Hunter Biden fyrir skattalagabrot frá árinu 2018. Hann var einnig sakaður um að brjóta vopnalög með því að eiga skammbyssu þrátt fyrir að hann væri eiturlyfjafíkill. Biden viðurkenndi að hann ætti við fíknivanda að stríða eftir að bróðir hans Beau lést árið 2015. Sáttin þýðir að réttarhöld fara ekki fram í málinu. Brotið verður hreinsað af sakaskrá Biden heiðri hann skilmála samkomulagsins. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að saksóknarar fari líklega fram á skilorðsbundna refsingu fyrir skattalagabrotin. Dómari tekur þó endanlega ákvörðun um refsingu Biden. Skattsvik Biden, sem er 52 ára gamall, nema um 1,2 milljónum dollara yfir tveggja ára tímabil samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. David Weiss, alríkissaksóknari í Delaware, sem lagði fram ákæruna á hendur Hunter Biden var skipaður af Donald Trump og sat áfram eftir forsetaskiptin til þess að halda samfellu í rannsókninni þrátt fyrir saksóknurum í öðrum umdæmum væri skipt út. Efni í áframhaldandi árásir repúblikana á forsetann Talsmaður Hvíta hússins vildi ekki tjá sig um mál Hunters Biden að öðru leyti en að forsetinn og eiginkona hans elskuðu son og styddu hann í að byggja sig upp aftur. Þrátt fyrir að Biden hafi aðeins játað á sig minniháttar brot sem tengjast ekki föður hans forsetanum er næsta víst að repúblikanar reyni að nýta sér það í aðdraganda forsetakosninga næsta árs. Þeir standa nú fyrir rannsókn í fulltrúadeildinni á meintum glæpum Biden forseta og fjölskyldu hans. Þeim hefur þó ekki tekist að sýna fram á í hverju þeir glæpir felast. James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, segir að samkomulag Biden við saksóknara hafi engin áhrif á rannsókn nefndar hans á forsetasyninum. Hunter Biden kom við sögu í fyrra skiptið sem Bandaríkjaþing kærði Donald Trump fyrir embættisbrot. Þá var Trump sakaður um að misnota vald sitt þegar hann reyndi að kúga Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að rannsaka son Joes Biden sem þá var líklegasti keppinautur Trump um forsetastólinn. Lét Trump stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt tímabundið á meðan hann og bandamenn hans reyndu að fá stjórn Selenskíj til þess að aðstoða sig pólitískt. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. 6. apríl 2021 15:04 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað Hunter Biden fyrir skattalagabrot frá árinu 2018. Hann var einnig sakaður um að brjóta vopnalög með því að eiga skammbyssu þrátt fyrir að hann væri eiturlyfjafíkill. Biden viðurkenndi að hann ætti við fíknivanda að stríða eftir að bróðir hans Beau lést árið 2015. Sáttin þýðir að réttarhöld fara ekki fram í málinu. Brotið verður hreinsað af sakaskrá Biden heiðri hann skilmála samkomulagsins. Heimildir AP-fréttastofunnar herma að saksóknarar fari líklega fram á skilorðsbundna refsingu fyrir skattalagabrotin. Dómari tekur þó endanlega ákvörðun um refsingu Biden. Skattsvik Biden, sem er 52 ára gamall, nema um 1,2 milljónum dollara yfir tveggja ára tímabil samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. David Weiss, alríkissaksóknari í Delaware, sem lagði fram ákæruna á hendur Hunter Biden var skipaður af Donald Trump og sat áfram eftir forsetaskiptin til þess að halda samfellu í rannsókninni þrátt fyrir saksóknurum í öðrum umdæmum væri skipt út. Efni í áframhaldandi árásir repúblikana á forsetann Talsmaður Hvíta hússins vildi ekki tjá sig um mál Hunters Biden að öðru leyti en að forsetinn og eiginkona hans elskuðu son og styddu hann í að byggja sig upp aftur. Þrátt fyrir að Biden hafi aðeins játað á sig minniháttar brot sem tengjast ekki föður hans forsetanum er næsta víst að repúblikanar reyni að nýta sér það í aðdraganda forsetakosninga næsta árs. Þeir standa nú fyrir rannsókn í fulltrúadeildinni á meintum glæpum Biden forseta og fjölskyldu hans. Þeim hefur þó ekki tekist að sýna fram á í hverju þeir glæpir felast. James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, segir að samkomulag Biden við saksóknara hafi engin áhrif á rannsókn nefndar hans á forsetasyninum. Hunter Biden kom við sögu í fyrra skiptið sem Bandaríkjaþing kærði Donald Trump fyrir embættisbrot. Þá var Trump sakaður um að misnota vald sitt þegar hann reyndi að kúga Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að rannsaka son Joes Biden sem þá var líklegasti keppinautur Trump um forsetastólinn. Lét Trump stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt tímabundið á meðan hann og bandamenn hans reyndu að fá stjórn Selenskíj til þess að aðstoða sig pólitískt.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. 6. apríl 2021 15:04 Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51
Nýskilinn, aleinn og við það að drekka sig í hel Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, ræddi glímu sína við áfengis- og kókaínfíkn í ítarlegu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í gær. Þá var hann einnig spurður út í gagnrýni sem hann og faðir hans sættu vegna stjórnarsetu þess fyrrnefnda í úkríanska orkufyrirtækinu Burisma. 6. apríl 2021 15:04
Skattamál Hunters Biden til rannsóknar Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld. 9. desember 2020 21:46