„Íslenska leyniþjónustan“ hafi kynt undir mótmælaölduna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júní 2023 08:01 Mohammed Kazemi er yfirmaður leyniþjónustu íranska hersins. IFMAT Mohammed Kazemi, herforingi og yfirmaður leyniþjónustu íranska hersins, sakar leyniþjónustur tuttugu ríkja um að kynda undir mótmælaölduna sem geisað hefur í landinu í tæpt ár. Ísland er þar á meðal. Í viðtali á íranska vefnum Khamenei á þriðjudag lýsti Kazemi hvernig téðar leyniþjónustur eiga að hafa komið að mótmælunum sem hófust eftir að hin kúrdíska Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðislögreglunnar í Tehran, þann 16. september. Hún var sökuð um að brjóta slæðulög en grunur leikur á að hún hafi verið myrt af lögreglumönnum. Að sögn Kazemi eru þetta meðal annarra leyniþjónustur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Ástralíu, Sádi Arabíu, Ísrael og Íslandi. Ísrael er reyndar ekki nefnt á nafn heldur aðeins „hernámsstjórn síonista.“ Lýsti hann því meðal annars að evrópskar stofnanir hafi notað bæði Evrópumenn og Asíumenn til þess a safna upplýsingum um mótmælin. Þetta hafi leitt til þess að Íranir hafi handtekið um 40 einstaklinga í Khorasan Razavi héraði. Þá hafi bandaríska leyniþjónustan, CIA, dreift fréttum af mótmælunum á netinu og veitt mótmælendum aðstoð við að komast hjá fjarskiptatakmörkunum stjórnvalda. En írönsk stjórnvöld hafa heft netnotkun mikið síðan mótmælin hófust. Einnig að CIA, hin ísraelska Mossad og breska MI6 hafi reynt að ráða íranska kjarnorkuvísindamenn og hernaðarsérfræðinga af dögum. Ekki er greint frá því hvernig hin meinta íslenska leyniþjónusta á að hafa komið að því að kynda undir mótmælaölduna. Engin leyniþjónusta „Á Íslandi starfar ekki leyniþjónusta, aðeins lögregla,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. Gera íslensk lög ekki ráð fyrir því að leyniþjónusta starfi í landinu. Gunnar segir hins vegar að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé sú deild innan íslenska ríkisins sem eigi í samtali við öryggis- og leyniþjónustur annarra landa, til að mynda Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða, um upplýsingar er gætu varðað öryggi þjóðarinnar eða æðstu stjórnenda ríkisins. Að sögn Gunnars er enginn leyniþjónusta á Íslandi.Ríkislögreglustjóri „Íslenska lögreglan beitir sér ekki í málefnum annara ríkja. Embætti ríkislögreglustjóra og greiningardeild embættisins hafa á engan hátt hlutast til í málefnum Íran,“ segir Gunnar Hörður. Fordæma ofríki gagnvart konum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í upplýsingadeild Utanríkisráðuneytisins, tekur í sama streng. Engin leyniþjónusta sé rekin á Íslandi. Einnig að Ísland hafi ekki átt neina aðkomu að mótmælunum í Íran og ekkert íslenskt sendiráð sé rekið í landinu. „Utanríkisráðherra hefur hins vegar fordæmt það ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við, og leiddi meðal annars til dauða Möhsu Amini, og þá hörku og ofbeldi sem mótmælendur urðu fyrir í kjölfarið,“ segir Áslaug. „Þá framfylgir Ísland þeim þvingunaraðgerðum sem Evrópusambandið hefur gripið til gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum.“ Dregið úr mótmælunum Mótmælin hófust strax eftir dauða Amini og standa enn þá yfir. Írönsk stjórnvöld hafa brugðist við þeim af fullri hörku, með handtökum og ofbeldi, og talið er að meira en 500 mótmælendur hafi dáið. Þá hafa sjö mótmælendur verið dæmdir til dauða og hengdir, að sögn stjórnvalda fyrir árásir á lögreglumenn og hermenn. Frá því í mars hefur dregið mjög úr mótmælunum en um tíma var litið á þau sem eina mestu ógn sem steðjað hefur að stjórnvöldum frá því að klerkastjórninni var komið á árið 1979. Meðal annars vegna víðtækra verkfalla sem þóttu minna um margt á verkföllin í aðdraganda byltingarinnar árið 1979. Íran Mótmælaalda í Íran Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í viðtali á íranska vefnum Khamenei á þriðjudag lýsti Kazemi hvernig téðar leyniþjónustur eiga að hafa komið að mótmælunum sem hófust eftir að hin kúrdíska Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðislögreglunnar í Tehran, þann 16. september. Hún var sökuð um að brjóta slæðulög en grunur leikur á að hún hafi verið myrt af lögreglumönnum. Að sögn Kazemi eru þetta meðal annarra leyniþjónustur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Ástralíu, Sádi Arabíu, Ísrael og Íslandi. Ísrael er reyndar ekki nefnt á nafn heldur aðeins „hernámsstjórn síonista.“ Lýsti hann því meðal annars að evrópskar stofnanir hafi notað bæði Evrópumenn og Asíumenn til þess a safna upplýsingum um mótmælin. Þetta hafi leitt til þess að Íranir hafi handtekið um 40 einstaklinga í Khorasan Razavi héraði. Þá hafi bandaríska leyniþjónustan, CIA, dreift fréttum af mótmælunum á netinu og veitt mótmælendum aðstoð við að komast hjá fjarskiptatakmörkunum stjórnvalda. En írönsk stjórnvöld hafa heft netnotkun mikið síðan mótmælin hófust. Einnig að CIA, hin ísraelska Mossad og breska MI6 hafi reynt að ráða íranska kjarnorkuvísindamenn og hernaðarsérfræðinga af dögum. Ekki er greint frá því hvernig hin meinta íslenska leyniþjónusta á að hafa komið að því að kynda undir mótmælaölduna. Engin leyniþjónusta „Á Íslandi starfar ekki leyniþjónusta, aðeins lögregla,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. Gera íslensk lög ekki ráð fyrir því að leyniþjónusta starfi í landinu. Gunnar segir hins vegar að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé sú deild innan íslenska ríkisins sem eigi í samtali við öryggis- og leyniþjónustur annarra landa, til að mynda Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða, um upplýsingar er gætu varðað öryggi þjóðarinnar eða æðstu stjórnenda ríkisins. Að sögn Gunnars er enginn leyniþjónusta á Íslandi.Ríkislögreglustjóri „Íslenska lögreglan beitir sér ekki í málefnum annara ríkja. Embætti ríkislögreglustjóra og greiningardeild embættisins hafa á engan hátt hlutast til í málefnum Íran,“ segir Gunnar Hörður. Fordæma ofríki gagnvart konum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í upplýsingadeild Utanríkisráðuneytisins, tekur í sama streng. Engin leyniþjónusta sé rekin á Íslandi. Einnig að Ísland hafi ekki átt neina aðkomu að mótmælunum í Íran og ekkert íslenskt sendiráð sé rekið í landinu. „Utanríkisráðherra hefur hins vegar fordæmt það ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við, og leiddi meðal annars til dauða Möhsu Amini, og þá hörku og ofbeldi sem mótmælendur urðu fyrir í kjölfarið,“ segir Áslaug. „Þá framfylgir Ísland þeim þvingunaraðgerðum sem Evrópusambandið hefur gripið til gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum.“ Dregið úr mótmælunum Mótmælin hófust strax eftir dauða Amini og standa enn þá yfir. Írönsk stjórnvöld hafa brugðist við þeim af fullri hörku, með handtökum og ofbeldi, og talið er að meira en 500 mótmælendur hafi dáið. Þá hafa sjö mótmælendur verið dæmdir til dauða og hengdir, að sögn stjórnvalda fyrir árásir á lögreglumenn og hermenn. Frá því í mars hefur dregið mjög úr mótmælunum en um tíma var litið á þau sem eina mestu ógn sem steðjað hefur að stjórnvöldum frá því að klerkastjórninni var komið á árið 1979. Meðal annars vegna víðtækra verkfalla sem þóttu minna um margt á verkföllin í aðdraganda byltingarinnar árið 1979.
Íran Mótmælaalda í Íran Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira