Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 07:30 Gísli Þorgeir var frábær í Meistaradeildinni í vetur. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. Magdeburg tryggði sér um helgina sigur í Meistaradeildinni í handknattleik eftir sigur á Kielce í æsispennandi úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti maður úrslitahelgarinnar og tölfræði vetrarins sýnir að hann er einn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Leikir Magdeburg í Köln um helgina voru bæðir æsispennandi. Í grein sem birtist á vef EHF í dag er farið í saumana á frábærri frammistöðu Gísla Þorgeirs. Ef tekið er inn í myndina að í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona fór Gísli úr axlarlið þá er frammistaða hans í raun óskiljanleg, svo góð er hún. Hann átti góðan leik gegn Barca þar sem hann skoraði fimm mörk úr átta skotum. Hann tapaði boltanum þrisvar sinnum en í úrslitaleiknum tapaði hann engum bolta sem er ótrúleg tölfræði fyrir mann sem er prímusmótor í sóknarleik Magdeburg og að um úrslitaleik er að ræða. Bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir átti hins vegar ekki bara góða úrslitahelgi fyrir Evrópumeistarana. Hann skoraði flest mörk utan af velli fyrir liðið í Meistaradeildinni í vetur eða 5,1 að meðaltali í leik. Ef skoðaðir eru leikmenn sem tóku að minnsta kosti 4,5 skot í leik að meðaltali var Gísli Þorgeir með fimmtu bestu skotnýtinguna (75,2%) og af þeim sem tóku 6,5 skot eða meira var hann í öðru sæti. Það er hins vegar tölfræði hans á lokamínútum leikja sem er einna áhugaverðust. Lokamínútur leikja eru skilgreindar þannig að um er að ræða síðustu sex mínúturnar í hverjum leik og framlenging og aðeins eru taldar þær mínútur þar sem munar tveimur mörkum eða minna. Gísli Þorgeir er ekki aðeins sá leikmaður sem skoraði flest mörk utan af velli á lokamínútunum heldur klikkaði hann aðeins á einu skoti á þessum mínútum. Hann var því með 92,3% skotnýtingu sem er það langbesta hjá leikmönnum sem tóku að minnsta kosti átta skot á lokamínútum leikja í vetur. Í úrslitaleiknum gegn Kielce skoraði Gísli Þorgeir tvö mörk úr tveimur tilraunum á lokamínútum leikisns auk þess að næla í víti. Kóngurinn í sókninni Sóknarleikur Magdeburg er nánast klæðskerasniðinn að Hafnfirðingnum Gísla Þorgeiri. Síendurtekið er búið að einangra varnarmenn andstæðingana svo Gísli geti gert sínar baneitruðu árásir sem skila oftar en ekki marki, víti eða brottvísun. Í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar enduðu 25,4% sókna Magdeburg með skoti, töpuðum bolta eða vítakasti þar sem búið var að einangra varnarmann. Þetta er langhæsta hlutfall liða í Meistaradeildinni og þeir eru eina liðið þar sem einangrun varnarmanna er algengasta sóknarafbrigðið. Gísli Þorgeir býr sömuleiðis til pláss fyrir samherja sína þegar hann keyrir á varnarmenn einn á einn. Ef þessar sóknir eru teknar með í reikninginn eykst hlutfall sóknarafbrigðisins í 35,1% sem einnig er það hæsta í Meistaradeildinni. Meira en helmingur (52,2%) skota, tapaðra bolta og fiskaðra víta Gísla í útsláttarkeppninni komu eftir sóknir þar sem búið var að einangra varnarmenn andstæðingana. Þetta er það mesta á meðal leikmanna Meistaradeildarinnar og hann var þar að auki einn skilvirkasti leikmaðurinn með 32,3 mörk sköpuð í hverjum 50 sóknum., aðeins á eftir Miha Zarabec leikmanni Wisla Plock. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Magdeburg tryggði sér um helgina sigur í Meistaradeildinni í handknattleik eftir sigur á Kielce í æsispennandi úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti maður úrslitahelgarinnar og tölfræði vetrarins sýnir að hann er einn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Leikir Magdeburg í Köln um helgina voru bæðir æsispennandi. Í grein sem birtist á vef EHF í dag er farið í saumana á frábærri frammistöðu Gísla Þorgeirs. Ef tekið er inn í myndina að í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona fór Gísli úr axlarlið þá er frammistaða hans í raun óskiljanleg, svo góð er hún. Hann átti góðan leik gegn Barca þar sem hann skoraði fimm mörk úr átta skotum. Hann tapaði boltanum þrisvar sinnum en í úrslitaleiknum tapaði hann engum bolta sem er ótrúleg tölfræði fyrir mann sem er prímusmótor í sóknarleik Magdeburg og að um úrslitaleik er að ræða. Bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir átti hins vegar ekki bara góða úrslitahelgi fyrir Evrópumeistarana. Hann skoraði flest mörk utan af velli fyrir liðið í Meistaradeildinni í vetur eða 5,1 að meðaltali í leik. Ef skoðaðir eru leikmenn sem tóku að minnsta kosti 4,5 skot í leik að meðaltali var Gísli Þorgeir með fimmtu bestu skotnýtinguna (75,2%) og af þeim sem tóku 6,5 skot eða meira var hann í öðru sæti. Það er hins vegar tölfræði hans á lokamínútum leikja sem er einna áhugaverðust. Lokamínútur leikja eru skilgreindar þannig að um er að ræða síðustu sex mínúturnar í hverjum leik og framlenging og aðeins eru taldar þær mínútur þar sem munar tveimur mörkum eða minna. Gísli Þorgeir er ekki aðeins sá leikmaður sem skoraði flest mörk utan af velli á lokamínútunum heldur klikkaði hann aðeins á einu skoti á þessum mínútum. Hann var því með 92,3% skotnýtingu sem er það langbesta hjá leikmönnum sem tóku að minnsta kosti átta skot á lokamínútum leikja í vetur. Í úrslitaleiknum gegn Kielce skoraði Gísli Þorgeir tvö mörk úr tveimur tilraunum á lokamínútum leikisns auk þess að næla í víti. Kóngurinn í sókninni Sóknarleikur Magdeburg er nánast klæðskerasniðinn að Hafnfirðingnum Gísla Þorgeiri. Síendurtekið er búið að einangra varnarmenn andstæðingana svo Gísli geti gert sínar baneitruðu árásir sem skila oftar en ekki marki, víti eða brottvísun. Í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar enduðu 25,4% sókna Magdeburg með skoti, töpuðum bolta eða vítakasti þar sem búið var að einangra varnarmann. Þetta er langhæsta hlutfall liða í Meistaradeildinni og þeir eru eina liðið þar sem einangrun varnarmanna er algengasta sóknarafbrigðið. Gísli Þorgeir býr sömuleiðis til pláss fyrir samherja sína þegar hann keyrir á varnarmenn einn á einn. Ef þessar sóknir eru teknar með í reikninginn eykst hlutfall sóknarafbrigðisins í 35,1% sem einnig er það hæsta í Meistaradeildinni. Meira en helmingur (52,2%) skota, tapaðra bolta og fiskaðra víta Gísla í útsláttarkeppninni komu eftir sóknir þar sem búið var að einangra varnarmenn andstæðingana. Þetta er það mesta á meðal leikmanna Meistaradeildarinnar og hann var þar að auki einn skilvirkasti leikmaðurinn með 32,3 mörk sköpuð í hverjum 50 sóknum., aðeins á eftir Miha Zarabec leikmanni Wisla Plock.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira