Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2023 09:06 Alexei Navalní (annar frá vinstri) með lögmönnum sínum við réttarhöldin í fangelsinu á mánudag. Fréttamenn fengu ekki að vera í salnum og því þurftu fréttaljósmyndarar að mynda sjónvarpsskjá með útsendingu úr salnum. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Nýja ákæran á hendur Navalní tengist starfsemi andspillingarsamtaka hans sem rússnesk stjórnvöld skilgreindu sem ólögleg öfgasamtök fyrir tveimur árum. Stuðningsmenn Navalní segja að nýja ákæran geri starfsemi samtakanna glæpsamleg afturvirkt allt frá stofnun árið 2011. ´ Fyrir afplánar Navalní níu ára fangelsisdóm fyrir fjársvik og að vanvirða dómstól. Hann hefur haldið því fram að það mál hafi átt sér pólitískar rætur. Fréttamenn fengu ekki að vera inni í dómsalnum í Melekhovo-hámarksöryggisfangelsinu um 250 kílómetra austur af Moskvu þar sem Navalní er haldið. Þess í stað fylgdust þeir með útsendingu frá réttarhöldunum úr annarri byggingu. Foreldrar Navalní fengu heldur ekki að vera viðstaddir. Dómarinn í málinu lokaði þinghaldinu fljótlega að kröfu saksóknara sem vísaði til öryggisástæðna. Fréttamönnum var þá vísað úr fangelsinu. Navalní sakaði stjórnvöld um að reyna að fela hversu veikt málið gegn honum væri með því að takmarka aðgang almennings að réttarhöldunum. Rússneskir ríkisfjölmiðlar sögðu frá réttarhöldunum en vinsælustu sjónvarpsstöðvarnar eru á valdi ríkisins gerðu það ekki, að sögn AP-fréttastofunnar. Anatolí Navalní, faðir Alexei, fylgdist með streymi úr dómsal úr annarri byggingu í fangelsinu. Hann sagði ákvörðunina um að loka þinghaldinu sýna algert samvisku- og virðingarleysi.AP/Alexander Zemlianitsjenkó „Fráleitar“ ásakanir um öfgahyggju Áður en þinghaldinu var lokað sagði Navalní nýju ákæruna um öfgahyggju „ fráleita“ og að hún gæti haldið honum í fangelsi í þrjátíu ár til viðbótar. Hann hélt því jafnframt fram að einn rannsakendanna hefði sagt sér að hann gæti einnig átt yfir höfði sér herréttarhöld vegna hryðjuverkaákæru sem gæti þýtt lífstíðardóm. Bandamenn Navalní birtu skilaboð frá honum á samfélagsmiðlum þar sem hann hvatti landa sína til þess að mótmæla stríðsrekstri Vladímírs Pútín forseta í Úkraínu. Navalní hefur verið haldið í litlum einangrunarklefa um margra mánaða skeið. Það er refsing fyrir ýmis ætluð brot eins og hneppa ekki fangabúning sinn rétt, kynna sig ekki almennilega fyrir fangaverði og að þvo sér ekki í framan á tilætluðum tíma. Stuðningsmenn Navalní saka fangelsisyfirvöld um að veita honum ekki heilbrigðisþjónustu sem hann þarf á að halda. AP-fréttastofan segir að Navalní hafi virst horaður en þó þróttmikill í mótbárum sínum þegar hann talaði fyrir dómi á mánudag. Rússnesk stjórnvöld handtóku Navalní þegar hann kom til landsins frá Þýskalandi þar sem hann lá á sjúkrahúsi vegna eitrunar í byrjun árs 2021. Navalní sakaði stjórnvöld í Kreml um að hafa eitrað fyrir sér með taugaeitri en því neita þau. Honum var svo stungið í fangelsi fyrir að heiðra ekki skilmála reynslulausnar sem hann hlaut vegna eldri fangelsisdóms á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Berlín. Honum var gert að afplána eftirstöðvar dómsins en var síðar dæmdur í níu ára fangelsi til viðbótar. Rússland Mannréttindi Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Fá ekki að mæta á verðlaunaafhendingu vegna ógnar við almenning Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní. 19. febrúar 2023 12:22 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Nýja ákæran á hendur Navalní tengist starfsemi andspillingarsamtaka hans sem rússnesk stjórnvöld skilgreindu sem ólögleg öfgasamtök fyrir tveimur árum. Stuðningsmenn Navalní segja að nýja ákæran geri starfsemi samtakanna glæpsamleg afturvirkt allt frá stofnun árið 2011. ´ Fyrir afplánar Navalní níu ára fangelsisdóm fyrir fjársvik og að vanvirða dómstól. Hann hefur haldið því fram að það mál hafi átt sér pólitískar rætur. Fréttamenn fengu ekki að vera inni í dómsalnum í Melekhovo-hámarksöryggisfangelsinu um 250 kílómetra austur af Moskvu þar sem Navalní er haldið. Þess í stað fylgdust þeir með útsendingu frá réttarhöldunum úr annarri byggingu. Foreldrar Navalní fengu heldur ekki að vera viðstaddir. Dómarinn í málinu lokaði þinghaldinu fljótlega að kröfu saksóknara sem vísaði til öryggisástæðna. Fréttamönnum var þá vísað úr fangelsinu. Navalní sakaði stjórnvöld um að reyna að fela hversu veikt málið gegn honum væri með því að takmarka aðgang almennings að réttarhöldunum. Rússneskir ríkisfjölmiðlar sögðu frá réttarhöldunum en vinsælustu sjónvarpsstöðvarnar eru á valdi ríkisins gerðu það ekki, að sögn AP-fréttastofunnar. Anatolí Navalní, faðir Alexei, fylgdist með streymi úr dómsal úr annarri byggingu í fangelsinu. Hann sagði ákvörðunina um að loka þinghaldinu sýna algert samvisku- og virðingarleysi.AP/Alexander Zemlianitsjenkó „Fráleitar“ ásakanir um öfgahyggju Áður en þinghaldinu var lokað sagði Navalní nýju ákæruna um öfgahyggju „ fráleita“ og að hún gæti haldið honum í fangelsi í þrjátíu ár til viðbótar. Hann hélt því jafnframt fram að einn rannsakendanna hefði sagt sér að hann gæti einnig átt yfir höfði sér herréttarhöld vegna hryðjuverkaákæru sem gæti þýtt lífstíðardóm. Bandamenn Navalní birtu skilaboð frá honum á samfélagsmiðlum þar sem hann hvatti landa sína til þess að mótmæla stríðsrekstri Vladímírs Pútín forseta í Úkraínu. Navalní hefur verið haldið í litlum einangrunarklefa um margra mánaða skeið. Það er refsing fyrir ýmis ætluð brot eins og hneppa ekki fangabúning sinn rétt, kynna sig ekki almennilega fyrir fangaverði og að þvo sér ekki í framan á tilætluðum tíma. Stuðningsmenn Navalní saka fangelsisyfirvöld um að veita honum ekki heilbrigðisþjónustu sem hann þarf á að halda. AP-fréttastofan segir að Navalní hafi virst horaður en þó þróttmikill í mótbárum sínum þegar hann talaði fyrir dómi á mánudag. Rússnesk stjórnvöld handtóku Navalní þegar hann kom til landsins frá Þýskalandi þar sem hann lá á sjúkrahúsi vegna eitrunar í byrjun árs 2021. Navalní sakaði stjórnvöld í Kreml um að hafa eitrað fyrir sér með taugaeitri en því neita þau. Honum var svo stungið í fangelsi fyrir að heiðra ekki skilmála reynslulausnar sem hann hlaut vegna eldri fangelsisdóms á meðan hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Berlín. Honum var gert að afplána eftirstöðvar dómsins en var síðar dæmdur í níu ára fangelsi til viðbótar.
Rússland Mannréttindi Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Fá ekki að mæta á verðlaunaafhendingu vegna ógnar við almenning Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní. 19. febrúar 2023 12:22 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Fá ekki að mæta á verðlaunaafhendingu vegna ógnar við almenning Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní. 19. febrúar 2023 12:22
Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23
Fangelsisvistin lengd um níu ár og Navalní færður í hámarksöryggisfangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi og verður færður í hámarksöryggisfangelsi. Hann var í morgun dæmdur sekur um stórfellt fjármálamisferli í tengslum við samtök hans gegn spillingu í Rússlandi sem yfirvöld hafa skilgreint sem öfgasamtök. 22. mars 2022 13:10