Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2023 06:28 Donald Triplett naut stuðnings og blómstraði, ólíkt þeim börnum sem voru vistuð á stofnunum. Wikimedia Commons/Yuval Levental Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu. Washington Post er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá andláti Triplett en í umfjöllun blaðsins er greint frá því hversu ólíkur hann var öðrum börnum, þegar hann var að alast upp í litlum bæ í Mississippi. Triplett veitti foreldrum sínum litla athygli né öðrum sem reyndu að ná til hans. Hann var afar upptekinn af því að láta hringlótta hluti hringsnúast og talaði öðruvísi en aðrir; notaði til að mynda „þú“ í stað „ég“ og endurtók ítrekað orð á borð við „fyrirtæki“ (e. business) og „tryggðarblóm“ (e. chrysanthemum). Þá hafði Triplett ýmsa einstaka hæfileika og gat nefnt nótur um leið og þær voru spilaðar og gert flókna útreikninga í huganum. Uppeldi Triplett og hegðun var lýst í vísindagrein árið 1943, þar sem geðlæknirinn Leo Kanner fjallaði um það sem nú kallast einhverfa. Tíu önnur börn komu við sögu í vísindagreinni en flest höfðu verið vistuð á opinberum stofnunum vegna samskipta- og hegðunarvandamála. Kanner fylgdi börnunum eftir 30 árum síðar og komst að því að stofnanavistin jafngilti „lífstíðardómi“, þar sem börnin hefðu hörfað algjörlega inn í sig. Triplett var hins vegar tekinn í sátt af nærumhverfi sínu og naut stuðnings fjölskyldu sinnar, sem hafði efni á því að fá aðstoð fyrir hann. Þá var stofnaður sjóður fyrir hann og hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk starf sem gjaldkeri í banka. Hann spilaði golf, söng í kór og ferðaðist til yfir 30 landa, eins síns liðs. „Donald fékk tækifæri til að fást við það sem hann hafði ástríðu fyrir og áhuga á og honum tókst að skapa sér hamingjuríkt líf á eigin forsendum,“ segir Christopher Banks, forseti og framkvæmdastjóri Autism Society. Árið 2016 var gefin út bók um Triplett, In a Different Key, sem varð síðar gerðað heimildarmynd. Bandaríkin Heilbrigðismál Andlát Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Washington Post er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá andláti Triplett en í umfjöllun blaðsins er greint frá því hversu ólíkur hann var öðrum börnum, þegar hann var að alast upp í litlum bæ í Mississippi. Triplett veitti foreldrum sínum litla athygli né öðrum sem reyndu að ná til hans. Hann var afar upptekinn af því að láta hringlótta hluti hringsnúast og talaði öðruvísi en aðrir; notaði til að mynda „þú“ í stað „ég“ og endurtók ítrekað orð á borð við „fyrirtæki“ (e. business) og „tryggðarblóm“ (e. chrysanthemum). Þá hafði Triplett ýmsa einstaka hæfileika og gat nefnt nótur um leið og þær voru spilaðar og gert flókna útreikninga í huganum. Uppeldi Triplett og hegðun var lýst í vísindagrein árið 1943, þar sem geðlæknirinn Leo Kanner fjallaði um það sem nú kallast einhverfa. Tíu önnur börn komu við sögu í vísindagreinni en flest höfðu verið vistuð á opinberum stofnunum vegna samskipta- og hegðunarvandamála. Kanner fylgdi börnunum eftir 30 árum síðar og komst að því að stofnanavistin jafngilti „lífstíðardómi“, þar sem börnin hefðu hörfað algjörlega inn í sig. Triplett var hins vegar tekinn í sátt af nærumhverfi sínu og naut stuðnings fjölskyldu sinnar, sem hafði efni á því að fá aðstoð fyrir hann. Þá var stofnaður sjóður fyrir hann og hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk starf sem gjaldkeri í banka. Hann spilaði golf, söng í kór og ferðaðist til yfir 30 landa, eins síns liðs. „Donald fékk tækifæri til að fást við það sem hann hafði ástríðu fyrir og áhuga á og honum tókst að skapa sér hamingjuríkt líf á eigin forsendum,“ segir Christopher Banks, forseti og framkvæmdastjóri Autism Society. Árið 2016 var gefin út bók um Triplett, In a Different Key, sem varð síðar gerðað heimildarmynd.
Bandaríkin Heilbrigðismál Andlát Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira