Erlent

Minnst sextán slasaðir eftir sprengingu í miðborg Parísar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Slökkvilið er enn að störfum.
Slökkvilið er enn að störfum. epa

Að minnsta kosti sextán manns eru slasaðir eftir að gassprenging varð í miðborg Parísar, skammt frá Notre-Dame kirkjunni. Fjórir eru í lífshættulega slasaðir.

Í frétt Le monde um málið segir að um gassprengingu sé að ræða en að sögn saksóknaraembættis er of snemmt er að segja nánar til um upptök sprengingarinnar.

Sprengingin átti sér stað skömmu eftir hádegi á götunni Saint-Jacques í 5. hverfi Parísar.

„Eldur geisar, haldið fjarlægð til að leyfa slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldsins,“ segir aðstoðarmaður borgarstjóra á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×