Samskipti starfsmannanna gefi kolranga mynd af starfi borgarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2023 06:45 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, vísar því á bug að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt. Vísir/Ragnar Oddviti Pírata í borgarstjórn segir af og frá að lýðræðis-og samráðsvettvangar Reykjavíkur séu upp á punt, líkt og aðstoðarmaður ráðherra hefur spurt sig að opinberlega í kjölfar fréttaflutnings af umdeildum samskiptum starfsmanna borgarinnar á fundi með íbúum. Samskiptin verða til umfjöllunar í borgarráði í dag en Dóra segir þau gefa kolranga mynd af starfi borgarinnar. „Ég fór fyrir gerð lýðræðisstefnu borgarinnar enda samráð og lýðræði okkur Pírötum hjartans mál. Það er af og frá að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, í samtali við Vísi. Fréttastofa bar skrif Steinars Inga Kolbeins, aðstoðarmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, í aðsendri grein á Vísi undir Dóru. Þar gerir hann umdeild samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar á Facebook Messenger á meðan fundi stóð með íbúaráði Laugardals, að umfjöllunarefni. Á fundinum hrósuðu verkefnastjórar borgarinnar happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að mál starfsmannanna og samskipti þeirra verði tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Steinar Ingi veltir því upp hvort að samskiptin væru til vitnis um það að lýðræðisvettvangar á vegum Reykjavíkurborgar væru einfaldlega upp á punt. „Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi meðal annars og segir hann að útvarsgreiðendur í borginni hljóti að velta fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga, íbúaráð og nefndir. Svarið sé að veita meiri upplýsingar Dóra Björt segir leitt þegar upp komi mál sem gefi að hennar sögn kolranga mynd af því metnaðarfulla starfi sem unnið sé þegar kemur að lýðræði og samtali við íbúa borgarinnar. „Þá held ég að svarið sé að veita meiri upplýsingar til að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Íbúar hafa heilmikil áhrif í gegnum lýðræðisverkefni borgarinnar, og bara meiri og meiri með ári hverju.“ Hún segir borgarstjórnarmeirihlutann alltaf leita leiða til þess að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum og segir hún að styrking íbúaráða hafi svo sannarlega skilað sér í bættri þjónustu við íbúa. „Það eru fjölmörg dæmi um umfangsmiklar breytingar og hugmyndir sem íbúar hafa komið til leiða í gegnum lýðræðisvettvanga borgarinnar eins og íbúaráðin, Hverfið mitt og samráðsnefndirnar. Við erum að tala um stórar og miklar skipulagsákvarðanir sem hefur ítrekað verið farið í, hætt við eða breytt fyrir tilstuðlan þessara vettvanga og samtals við íbúa.“ Hún bætir því við að íbúaráðin hafi auk þess mikla aðkomu að viðhalds-, fjárfestinga- og umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Hverfið mitt hafi eitt og sér komið til framkvæmda um 900 nýjum verkefnum fyrir fleiri milljarða. „Sem eru frá A til Ö hugarfóstur íbúa. Hverfið mitt ber sannarlega með sér mörg skemmtileg og krúttleg verkefni sem eru til þess fallin að bæta lífsgæði íbúa en aðrir vettvangar eins og íbúaráðin, ábendingagáttin og samráðsnefndirnar taka fyrir alla starfsemi borgarinnar og hafa heilmikil áhrif á starfsemina.“ Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Ég fór fyrir gerð lýðræðisstefnu borgarinnar enda samráð og lýðræði okkur Pírötum hjartans mál. Það er af og frá að lýðræðisvettvangar borgarinnar séu upp á punt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, í samtali við Vísi. Fréttastofa bar skrif Steinars Inga Kolbeins, aðstoðarmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, í aðsendri grein á Vísi undir Dóru. Þar gerir hann umdeild samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar á Facebook Messenger á meðan fundi stóð með íbúaráði Laugardals, að umfjöllunarefni. Á fundinum hrósuðu verkefnastjórar borgarinnar happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að mál starfsmannanna og samskipti þeirra verði tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Steinar Ingi veltir því upp hvort að samskiptin væru til vitnis um það að lýðræðisvettvangar á vegum Reykjavíkurborgar væru einfaldlega upp á punt. „Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi meðal annars og segir hann að útvarsgreiðendur í borginni hljóti að velta fyrir sér hvort fjármunum sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga, íbúaráð og nefndir. Svarið sé að veita meiri upplýsingar Dóra Björt segir leitt þegar upp komi mál sem gefi að hennar sögn kolranga mynd af því metnaðarfulla starfi sem unnið sé þegar kemur að lýðræði og samtali við íbúa borgarinnar. „Þá held ég að svarið sé að veita meiri upplýsingar til að gefa raunsanna mynd af stöðunni. Íbúar hafa heilmikil áhrif í gegnum lýðræðisverkefni borgarinnar, og bara meiri og meiri með ári hverju.“ Hún segir borgarstjórnarmeirihlutann alltaf leita leiða til þess að auka aðkomu íbúa að ákvörðunum og segir hún að styrking íbúaráða hafi svo sannarlega skilað sér í bættri þjónustu við íbúa. „Það eru fjölmörg dæmi um umfangsmiklar breytingar og hugmyndir sem íbúar hafa komið til leiða í gegnum lýðræðisvettvanga borgarinnar eins og íbúaráðin, Hverfið mitt og samráðsnefndirnar. Við erum að tala um stórar og miklar skipulagsákvarðanir sem hefur ítrekað verið farið í, hætt við eða breytt fyrir tilstuðlan þessara vettvanga og samtals við íbúa.“ Hún bætir því við að íbúaráðin hafi auk þess mikla aðkomu að viðhalds-, fjárfestinga- og umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Hverfið mitt hafi eitt og sér komið til framkvæmda um 900 nýjum verkefnum fyrir fleiri milljarða. „Sem eru frá A til Ö hugarfóstur íbúa. Hverfið mitt ber sannarlega með sér mörg skemmtileg og krúttleg verkefni sem eru til þess fallin að bæta lífsgæði íbúa en aðrir vettvangar eins og íbúaráðin, ábendingagáttin og samráðsnefndirnar taka fyrir alla starfsemi borgarinnar og hafa heilmikil áhrif á starfsemina.“
Stjórnsýsla Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira