Íbúaráðin- sýndarsamráð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. júní 2023 17:30 Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð. Það hefur verið tilfinning og upplifun bæði mín og fleiri sem hafa fylgst með fundargerðum íbúaráða að íbúaráðin séu í raun bara sýndarsamráð. Nú hefur fengist staðfesting á því svo um munar. Að fá staðfestingu á svona tali er áfall og fyrst vill maður hreinlega ekki trúa að verið sé að tala með þessum hætti um fulltrúa í ráðinu sem eru að sinna sínu hlutverki samkvæmt samþykktum borgarinnar um íbúaráð. Það er skoðun mín að rótin að slíku viðhorfi sem þarna birtist hljóti að eiga rætur að rekja í ákveðinni vinnustaðamenningu, meiðandi menningu sem kannski á sér langa sögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn er að látast sem hann vilji veg íbúa sem mestan og vilji leyfa íbúum að vera alvöru þátttakendur í ákvörðunum sem varða hverfið þeirra. Þegar allt kemur til alls er þetta bara plat. Fengið ábendingar Eftir að fréttin um þessi meinlegu tæknimistök á fundi íbúaráðs Laugardals birtist á fréttavef DV hef ég fengið ábendingar frá öðrum fulltrúum í íbúaráðum og gesti, aðila sem hefur verið með kynningar fyrir íbúaráðsfundi sem lýsa nákvæmlega sömu upplifun sem nú hefur verið staðfest, að sennilega eru þessi íbúaráð bara spaug. Eftir situr að þessum vettvangi hefur ekki verið sinnt og greinilega er ekki borinn fyrir honum mikil virðing. Ítrekað hefur fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu verið seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað er boðuð umræða með fagfólki borgarinnar um mikilvæg málefni hverfisins slegin af dagskrá funda með örstuttum fyrirvara. Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni. Uppsetning og framkvæmd íbúaráðsfundanna eru ekki í höndum fulltrúanna í ráðinu heldur starfsfólks sem stýra ekki aðeins fundinum heldur reyna að stjórna innihaldi þeirra. Íbúaráðin virðast aðeins vera leiksvið sem meirihlutinn undir stjórn Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hefur sett upp til að slá ryki i augu borgarbúa. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð. Það hefur verið tilfinning og upplifun bæði mín og fleiri sem hafa fylgst með fundargerðum íbúaráða að íbúaráðin séu í raun bara sýndarsamráð. Nú hefur fengist staðfesting á því svo um munar. Að fá staðfestingu á svona tali er áfall og fyrst vill maður hreinlega ekki trúa að verið sé að tala með þessum hætti um fulltrúa í ráðinu sem eru að sinna sínu hlutverki samkvæmt samþykktum borgarinnar um íbúaráð. Það er skoðun mín að rótin að slíku viðhorfi sem þarna birtist hljóti að eiga rætur að rekja í ákveðinni vinnustaðamenningu, meiðandi menningu sem kannski á sér langa sögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn er að látast sem hann vilji veg íbúa sem mestan og vilji leyfa íbúum að vera alvöru þátttakendur í ákvörðunum sem varða hverfið þeirra. Þegar allt kemur til alls er þetta bara plat. Fengið ábendingar Eftir að fréttin um þessi meinlegu tæknimistök á fundi íbúaráðs Laugardals birtist á fréttavef DV hef ég fengið ábendingar frá öðrum fulltrúum í íbúaráðum og gesti, aðila sem hefur verið með kynningar fyrir íbúaráðsfundi sem lýsa nákvæmlega sömu upplifun sem nú hefur verið staðfest, að sennilega eru þessi íbúaráð bara spaug. Eftir situr að þessum vettvangi hefur ekki verið sinnt og greinilega er ekki borinn fyrir honum mikil virðing. Ítrekað hefur fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu verið seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað er boðuð umræða með fagfólki borgarinnar um mikilvæg málefni hverfisins slegin af dagskrá funda með örstuttum fyrirvara. Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni. Uppsetning og framkvæmd íbúaráðsfundanna eru ekki í höndum fulltrúanna í ráðinu heldur starfsfólks sem stýra ekki aðeins fundinum heldur reyna að stjórna innihaldi þeirra. Íbúaráðin virðast aðeins vera leiksvið sem meirihlutinn undir stjórn Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hefur sett upp til að slá ryki i augu borgarbúa. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun